Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1948, Síða 30

Freyr - 01.12.1948, Síða 30
368 FRE YE Einn daginn liggur leiðin norður yfir fjöllin með bíl eins og þsssum. — Vegimir bugðast um hrika- legt landslag þó sums staðar að taka að bera á bakinu allar vistir til heimilisins, svo hátt uppi í hlíðum eru bæirnir. ★ Þurrkur er í dag, og víða eru menn við heyvinnu. Þeir slá varla mikið með þess- um orfum. Hefir þú séð þvílíkt orf? Ég hefi séð það áður. Notaði eitt slíkt, þegar við ræktuðum lítið eitt af korni heima. En slíka aðferð við að brýna hefi ég aldrei séð. Orfið rís upp við öxl mannsins, og eggin á ljánum snýr að honum. Reyndu að brýna ljáinn þinn þannig. Mér gengur það ekki vel. Þannig brýna allir, sem ég sé þennan daginn, en síðar, þegar norðar kemur í landið, sé ég þó einn mann, sem brýnir eins og íslendingur. Ýmsir eru að binda, sérstaklega sé ég það, þegar á daginn líður. Ekki vildi ég binda í þessi reipi, þau eru úr snæri. Ekki sé ég vélar notaðar þennan daginn, enda ekki gott að koma þeim við, svo bratt er heyskaparlandið. Mér hefði aldrei dottið í hug að bera hér ljá í jörð, en létt hlýtur að vera að raka undan brekkunum. Kemur sér líka betur, því að ekki sýnast hrífurnar svo liprar. Hér er heyiö ekki flutt heim á vagni, ekki á hesti heldur. Alls staðar gefur að líta menn með bagga á bakinu. Sumir halda með þá undan brekkunni, fleiri þó á móti sýnist mér. Ekki veit ég, hvort búið er í bjálkahúsum þeim, sem ég sé þar hæst í hlíðum uppi, en þangað er heyið borið. ★ Um hádegisbil erum við í Gletsch. Gletsch er raunar ekki annað en þrjár eða fjórar stórar hótelbyggingar, verzlun, bif- reiðaverkstæði, járnbrautarafgreiðsla, pósthús og mjög lítil katólsk kirkja, Þar með er líka undirlendið fullbyggt. Afkoma þessa staðar er efalaust í öllu háð mönn- unum, sem þangað koma. Landið hefir hækkað að mun, og enginn sést hér skógur, enda erum við uppi undir jöklum. Þarna blasir við jökullinn, þar sem Rhóne á upptök sín. Hann er ekki stór, enda minnkað til muna hin síðari ár, var mér sagt. Við göngum upp að jöklinum, það er varla hálftíma gangur. Pastor Rönn dáist

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.