Freyr - 01.12.1948, Page 24
362
FREYR
ÁSGEIR JÓNSSON frá GOTTORP.
Sveitaskemmtanir á Norðurlandi
fyrir 50 — 00 árum
Erindi, flutt á bændaviJcu Búnaðarfélags íslands í marz 1948
Fyrir 50—60 árum var skemmtanalíf
noröanlands meö nokkuð öörum hætti en
nú tíðkast. Þó var langmestur munurinn á
farartækjum og húsakosti til skemmtana.
Þá brunuðu ekki bílar eftir sléttum braut-
um um endilanga sveit allt upp í dalabotna,
til þess að smala saman fólkinu á skemmti-
staðina. Nei, þá voru farartæki sumarsins
hestarnir, en að vetrinum tveir jafnfljótir,
þ. e. fæturnir. Þó bar það við, þar sem bezt
hagaði til, svo sem eins og á sléttlendinu í
Skagafirði, að fólkið ferðaðist á sleðum. Þó
var venjulega fátt hesta á járnum að vetr-
inum. Þá var meiri hluti bæja og býla til
sveita torfbæir með þröngum húsakosti tii
skemmtana. Á stærri býlum og höfuðból-
um voru stofur, en margar þeirra ekki rúm
meiri en svo, að þær rúmuðu á gólffleti að-
eins 5—6 danspör í einu. í mörgum sveitum
voru skemmtisamkomur mjög strjálar að
vetrinum; þó fór það mjög eftir tíðarfari
og aðstöðu til að sækja þær. Þá eins og nú
mun dansinn hafa skipað öndvegi í leik-
kerfi unga fólksins á vetrarsamkomum. Þá
voru víða allgóðir söngkraftar 1 sveitum
og oft mikið sungið og notuð harmonlum,
ef þess var kostur. Til þess að spila fyrir
dansinum voru stundum notuð strengja-
hljóðfæri, gítar eða fiðla, en þó mun dans-
tónaflóðið mest hafa komið frá nótum
hinnar góðkunnu og sígildu harmoniku.
Ræður voru þá fluttar, einnig upplestrar,
sem mjög oft voru vísur og ljóð. Þá voru
mikið tíðkaðir ýmsir smá gamanleikir,
sem að vísu þekkjast enn, en eru nú lítið
stundaðir. Þessir leikir voru, svo að ég
nefni nokkra: jólaleikur, pantleikur, hvísl-
ingaleikur, gjafaleikur, að telja stjörnurn-
ar og segja lát konungsins á Spáni, o. s. frv.
Að segja lát konungsins var í þvl innifalið,
að alvörugefinn maður stóð meðal fólks-
ins og tilkynnti dauðsfallið. Þá var um að
gera að koma honum til að hlæja með
spurningum um það, úr hverju hann hefði
dáið. Svo rigndi spurningunum og sumum
spaugilegum: Dó hann úr hrossasótt eða
drukknaði hann í næturgagninu sinu o. s.
frv.? Oftast fór svo, að sá, sem fréttina bar,
brá grönum og var dæmdur úr leik. En hér
er ekki rúm eða tækifæri til þess að lýsa
þessum leikjum nánar.
Skauta- og skíðaíþróttir voru talsvert
stundaðar, einnig glímur og sund að vor-
inu.
Hestelskir menn og konur, sem áttu gæð-
inga og þess kost að hafa þá á járnum,
einkum seinni hluta vetrar, munu, með
því að hlaupa á bak og fá sér sprett, hafa
öðlast lífkvikasta skemmtiþáttin, sem
bauðst í sveitunum í þá daga.
Miklum örðugleikum var það oft háð
fyrir unga fólkið að sækja þessar vetr-