Freyr - 01.12.1948, Síða 36
374
FREYR
Framleitt
Ar Meðlimir Ibs. smjör
1917—18 26 53.000
1923 2000 992.088
1933 7500 9.801,887
1947 21000 11.940.169
Á 30 árum hefir meðlimatalan því nær
þúsundfaldazt og smjörframleiðslan er
225 sinnum meiri nú en fyrsta árið.
Nörgaard telur, að á þeim 4 búum, sem
hann stýrir, sé framleitt sem næst 15%
af samanlagðri smjörframleiðslu Nebraska
fylkis. Starfsemin er í öllum atriðum byggð
á grundvelli samvinnunnar, allir hafa
jafnan atkvæðisrétt og allir hlíta sama
boði og banni án tillits til framleiðslu-
magns. Enginn meðlimur má flytja til bús-
ins rjóma úr öðrum gripum en sínum eigin,
en eftirlit er haft með heilbrigði og hrein-
læti öllu hjá framleiðendum rjómans.
Andvirði smjörsins, sem framleitt var og
selt frá búunum árið 1947, nam 8% millj-
ón dollara eða að meðaltali rúmlega tveim
milljónum dollara á bú, en það verður að
meðaltali um 4000 dollarar á meðlim.
Það er því auðsætt, að það eru engin
smáfyrirtæki, sem samvinnumenn á þess-
um slóöum sameinast um, en smjörverðið
þar er ekki nema um y3 af því er hér gerist.
„Hyggnir bœndur selja rjómabúi sam-
vinnumanna framleiðslu sina,“ er ein af
auglýsingum félagsskaparins.
Þetta hefir til þessa dags verið sannmæli
á hverju einasta ári, því að rjóminn er
greiddur bændum sama verði og einkabú
greiða, en þar við hefir bætzt uppbótin,
sem aldrei hefir svikið, en samtals er búið
að greiða 4 milljónir dollara í uppbætur á
umræddum 30 árum. Þessi upphæð hefði
aldrei komið í vasa bændanna ef að rjóm-
inn hefði verið seldur einstaklingsfyrir-
tækjum. G.
„Bændadagur."
Jón Þorbergsson, óðalsbóndi á Laxa-
mýri, hefir ritað í blöðin um „Bændadag.“
Mér þykir vænt um að hann hefir rofið
þögnina um þetta mál, þó að ég sé hon-
um ekki sammála um daginn.
Fyrir meir en 10 árum síðan hreyfði ég
þessu máli á fundi framsóknarmanna í
Reykjavík og stakk þá upp á Jónsmess-
unni sem „degi bændanna.“ Um þetta efni
var ritað í „Tímann“ og upp af því spruttu
svo vorhátíðir í ýmsum héruðum, sem þó
hafa aldrei verið bundnar við sérstakan
dag------
Aftan úr örofi alda hafa jólin og Jóns-
messan verið miklar hátíðir norrænna
þjóða. Báðar eru þessar hátíðir bundnar
við sólina og trú á hennar mátt. Jólin,
þegar sólin tekur daginn upp á við til
lengri og hlýrri tíma — en Jónsmessan,
þegar magn sólarinnar er sem mest og
land og haf er þrungið lífi og gnægðum.
Jólin — jólablót — miðsvetrarblót, voru
hátíð stórra fyrirætlana. Þá var „stigið á
stokk“ og strengd heit til dáðríkra at-
hafna, — hernaðarafreka, landvinninga,
fjárs og framaöflunar o. fl. Eða heitið var
á guðina um gróðurmagn jarðar og af-
rakstur bústofns og veiða — „til árs og
friðar“ með hækkandi sól og í höndfarandi
bjargræðistíma.
Svo var það Jónsmessan sjálf, þessi há-
punktur lífsins hvert ár. Allt hafði verið
gert til að láta áheit á guði og sjálfa sig
rætast. Sólin stóð kyrr um stund (sólstöð-
ur) og allt var hlaðið krafti hennar, svo
jafnvel döggin hafði lækninga mátt. Þá
var stundin til að klífa há fjöll og finna
óskasteininn, þetta eftirlæti allra alda.
Þá byrjuðu menn að taka laun verka sinna
og fyrirhyggju — tími afla og uppskeru
fór I hönd. —