Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 37
FREYR
375
H Ú1 S M Æ Ð R A
Þ Á TT
MJÓLKIJRMATUR
I mínu ungdæmi var það svo, að
(iijólkurmatur þýddi „mjólkurgrautur",
þ. e. a. s. hrísgrjón, eða önnur grjón,
soðin í mjólk. Það var algengur matur
í sveitinni, hæg voru heimatökin, að
fá mjólkursopaim, en tilbreytingar í
notkun mjólkur til matargerðar hafa
ekki verið miklar hér á landi.
Fyrir margra hluta sakir er ást.æða
til þess að hvetja húsmæður — bæði í
sveitum og bæjum — til þess að nota
mjólkina í sem mestum mæli í dag-
legt fæði, og þá ber líka að hvetja til
að notfæra sér hana á ýmsan hátt, og
ekki bara í mjólkurgraut eða út á
graut. Fjölbreytni rétta getur örvað
til aukinnar notkunar og eftirsóknar,
fyrst og fremst þá, sem fljótt verða
leiðir á einhæfu mataræði.
Mjólk, og allt sem úr henni er gert, er hollur matur
öllum þeim, sem á annað borð þola hann, en einkum
er börnum, unglingum og barnshafandi konum nauð-
synlegt að neyta mjólkur í ríkum mæli. Getur þá verið
ástæða til þess að neyta hennar í „ýmsum myndum"
— sami rétturinn getur orðið leiðitamur en tilbreyting
skapað sífellda ánægju. Nýmjólkin er auðvitað verð-
mætari og fjölhæfari fæða en undanrenna eða áfir,
af því að í nýmjólkinni er fitan, — smjörið — rjóminn,
og þar í innifalin A- og D-vitamín. En undanrennan
hefir að geyma öll hin sömu efni og nýmjólkin, að
fitu frádreginni, og bæði undanrenna og áfir eru til
margra þarfa í daglegri matseld, jafngóð efni eins og
nýmjólkin, en auðvitað ekki jafn gildisauðug nema í
Allar germanskar þjóðir minnast enn á
ýmsa lund þessarar æfafornu og merkilegu
hátíðar. íslenzka þjóðin ein hefir týnt
henni niður. Svo nærri gekk erlend áþján
og aðrar píslir, þjóðinni, að hún gleymdi
að halda aðra aðalhátíð ársins — Jóns-
messuna, — heilaga.
Hverjum ber að taka aftur upp helgi-
hald á hinni fornu sólarhátíð? — Engum
fremur en' bændunum — sveitafólkinu,
sem hefir haldið uppi máli og menningu
þessarar þjóðar fram á þennan dag.
Um það verða ekki skiptar skoðanir þeg-
ar málið verður lagt fyrir „fólk hins gró-
andi lands“ til umræðu og ályktana.
Ólafur Sigurdsson,
Hellulandi.