Freyr - 01.12.1948, Qupperneq 31
FRE YR
369
Gistihús og hressingarhæli virðast vera á kverjum fjallshrygg og tindi, þar sem vegur liggur að.
að umhverfinu, hinir segja færra. Ég hefi
séð slíkt umhverfi áður og finnst nú ég
vera heima. Hjartað hoppar í brjósti mér.
Árniður. Jökulsorfið grjót. Ég hleyp upp
urðina, Mikið lengra en þau hin. Dönunum
sýnist ég léttur á fæti og liðugur að stikla
á steinunum. Hví skyldi ég ekki vera það?
Við setjumst þarna í grjótið og tökum
fram nestið, snúum síðan við, því að lengra
skal haldið með næstu lest.
Það er sem lúðurhljómur berist stöðugt
yfir dalinn. Ósjálfrátt raula ég: „Þá alpa-
horns gall yfir hljómur mildi“. Þetta er
alpahornið nútímans. Það eru póst- og
farþegabílarnir, sem þeyta hornið í hverri
beygju, þar sem vegirnir bugðast uppeftir
hlíðunum. Alltaf eru það sömu tónarnir,
þrjú slög í hvert sinn. Næsta dag fer ég
sjálfur með einum slíkum bíl norður yfir
fjöllin. Hvílíkur hrikaleiki, sem þá ber fyrir
augu. Ég undrast, að nokkrum skyldi fljúga
í hug að byggja, öllu fremur brjóta, veg á
þeim slóðum. En Svisslendingurinn vill
lofa ferðamanninum að sjá land sitt, og
gistihús virðast vera uppi á hverjum fjalls-
hrygg og tindi, þar sem vegur liggur að.
E. t. v. má heima líta jafn hrikalegt
landslag, en það er hulið auðninni, þar sem
fáir eða engir koma. Rétt fyrir ofan Gletsch
sé ég fyrstu nautahjörðina í Sviss. Skrýtið
í fyrstu að sjá kýr svo hátt uppi, en „bratt-
ara sá ég það“ síðar, eins og við strákarnir
höfðum eftir bónda einum heima í gamla
daga. Allar eru kýrnar með bjöllur um háls.
Hér erum við í nær 2000 metra hæð yfir sjó.
Aftur hallar undan og um nóttina gistum
við í Andermatt, smábæ við veginn yfir St.
Gotthard. Hann er í 1444 metra hæð yfir
sjó, og þar gefst mér kostur að sjá hey-
vinnuaðferðirnar miklu betur en hægt var,
þegar lestin brunaði áfram fyrr um dag-
inn. Hér sé ég þó á einum stað hey flutt
heim á bifreið, enda er nokkurt undirlendi,
en fjöldi fólks tekur saman hey hæst uppi
í hlíðum og allt er það borið heim á bak-
inu.