Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 28
366
FREYR
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON:
Það var í ágústmánuði síðastliðið sumar.
Við höfðum dvalið í útjaðri Lausanne
rúmlega vikutíma. Genfervatnið lá speg-
ilslétt fyrir fótum okkar fyrst, þegar við
sáum það, en síðar hafði það sýnt sig úfið
og grátt og oft alls ekki látið sjá sig, því
að þokan huldi það nokkra daga.
Það hafði samt freistað okkar, og í
glampandi sólskini sigldum við eftir því
áleiðis til Genf, virtum fyrir okkur bæina
beggja vegna þess, en nutum þó dagsins
í sjálfri Genf og hoppuðum þar yfir landa-
mærin til Frakklands.
Við höfðum séð yfir til Frakklands á
leið okkar suður um Þýzkaland, og frá
sumarbúðunum, þar sem við héldum nú
til, höfðu ljósin í bæjum þess, hinum
megin Genfervatnsins, blikað til okkar í
kvöldkyrrðinni. Við urðum þess vegna að
heilsa því, þó að viðdvölin yrði ekki nema
nokkrar klukkustundir og aðeins væri far-
ið fáa kílómetra inn yfir landamærin.
Illviðri hafði geisað 2—3 síðustu dagana.
Fjöllin hvítnuðu niður í miðjar hlíðar, og
ekki var hlýrra en svo, að ég dúðaði mig
í þykka ullarpeysu, sem ég hafði með mér,
Venjulega var lítið sofið þessa nótt, en
þegar værð seig á brár, var oftast sofið í
tjöldum. Var þá venjulega hver reitur full-
skipaður, og oft mun það hafa hent, að
karlar og konur hvíldu mjög þröngt.
Næsta morgun við fyrstu lýsu, þegar
markljóst var, hófst innrekstur og drátt-
ur á fénu. Milli dagmála og hádegis fóru
hópar ríðandi fólks, það var dalafólkið úr
nærsveitunum að streyma að réttinni.
Mikill gleðskapur var við réttina þenn-
an dag og margraddaður var söngurinn og
tóntegundirnar frá dimmum bekrabassa,
upp í skærar og smjúgandi hátónaraddir
lambanna.
Það var ekki óvenjulegt, að þeir, sem
lítið voru háðir réttarstörfunum og áttu
gæðinga, reyndu þá og léku sér á hest-
baki á sléttum eyrunum vestan við rétt-
ina og var jafnan að því mikil skemmtun.
Venjulega gengu réttarstörfin vel og
greiðlega, þrátt fyrir nokkra lausung og
kendirí, sem ég man þó aldrei eftir að
keyrði úr hófi fram eða leiddi til vand-
ræða, enda voru réttarstjórarnir, sem ég
man bezt eftir, framúrskarandi stjórn-
samir og duglegir, og fáir dirfðust að ó-
hlýðnast þeim. Þá bar oftast eitthvað á
þeirri hefðbundnu venju, að þeir, sem
bjuggu yfir viðsjám og grannakrit frá
sumrinu, gerðu þetta lítilræði upp í rétt-
unum með orðahnippingum og máske
pústrum.
Það þótti heldur ekkert tiltökumál,
þótt menn sæjust með sprengda auga-
brún eða hruflur á nefi í réttum; oftast
tókuzt líka góðar sættir og sárum saman
jafnað.
Þegar á daginn leið fóru rekstrar að
hefjast frá réttinni. Þessi ljúfi gleðidagur
leið, sem aðrir, í skaut tímans. — Skemmti
reiðarfólkið bjóst til heimferðar með glað-
ar minningar og margraddara hljóma
fyrir eyrum sér.