Freyr - 01.12.1948, Page 39
FRE YR
377
AXEL BRÆMER:
Jólakaktus Emmu frænku
Það var rúmur mánuður til jólanna. Við
Óli komum heim úr skólanum og uppgötv-
uðum, að í gluggann í herberginu okkar
hafði verið settur jurtapottur með hálf-
visinni, kræklóttri og ljótri jurt. Hvað á nú
þetta að gera hér? sagði Óli gramur. Hver
hefir draslað þessum vanskapningi inn til
okkar?
Þetta er jólakaktusinn hennar Emmu
frænku, sagði mamma, er kom að rétt í
því, frænka er á ferðalagi og kemur ekki
heim fyrr en um jól. Við geymum hann á
meðan og hann á að standa hérna í
glugganum hjá ykkur.
Oj! sagði Óli, eigum við að glápa á þetta
afskræmi til jóla? Það er nú lítil ánægja
í því.
Fallegur er hann nú ekki, sagði mamma,
en þetta er víst uppáhaldsplanta frænku.
Hún er búin að eiga hana í fjögur ár og
hefir alltar borið umhyggju fyrir kaktusn-
um, en ennþá hefir henni ekki tekizt
að fá hann til að blómstra.
Það er bezt að fleygja honum, hann er
visinn, sagði Óli.
Nei, það gerið þið ekki, sagði mamma,
ég lofaði Emmu frænku, að þið skylduð
passa hann og ég veit að þið gerið það.
Nei! æptum við báðir í einu.
En frænka sagði, að ef þið fengjuð hann
til þess að blómstra fyrir jól, þá skylduð
þið fá góða jólagjöf.
Húrra! Það var nú allt annað, sagði Óli.
Nú litum við kaktusinn hýru auga. Emma
frænka var nú annars ekki vön að gefa
jólagjafir. Hún fær orð fyrir að halda um
sitt og kannske að verðskulduðu. En ef að
umhyggja fyrir jólakaktusinum gæti orðið
til þess að breyta háttum hennar, þá væri
það tilvinnandi.
Við skulum svei mér láta hann blómstra,
sagði bróðir minn, og um það vorum við á
einu máli.
Og nú var tekið til óspilltra málanna.
Fyrst fórum við í bókasafnið, fengum 5 eða
6 bækur um kaktusa og lásum allt sem í
þeim stóð um Epiphylum truncatum, sem er
latneska nafnið á jólakaktusi. Og það var
enginn smáræðis vísdómur, sem við feng-
um þar. Þar stóð hvernig skuli vökva og
umpotta, þar mátti lesa um áburð og
sprotaskurð, og margt annað. Aldrei hafði
okkur til hugar komið, að ræktun vesallar
jurtar í potti gæti verið svo flókin. En nú
var ákveðið að öllum brögðum skyldi beitt
til að gæta þessa uppáhalds Emmu frænku.
Og það gerðum við. Við úðuðum, og við
teðjuðum, við snerum pottinum, við klippt-
um kaktusinn og beittum öllum okkar lif-
andi ráðum. En kaktusinn lét sér ekki
segjast. Útlit hans fór hríðversnandi. Á
honum mynduðust blómsturhnappar en
þeir duttu af jafnharðan, og við vorum
bæði sárir og gramir.
Og rétt fyrir jólin uppgáfumst við.
Nú vil ég ekki sjá þennan pip-trunk
framar, sagði Óli með beizkju í röddinni,
hann tekur alla jólagleði frá okkur. Ég
fleygi honum.
Við vorum á eitt sáttir í því máli, tókum
pottinn með kaktusnum, bárum hann nið-
ur í miðstöð og settum hann þar á eldivið-