Freyr - 01.12.1948, Page 33
FRE YR
371
Hér drukkum við ósvikna Alpa-mjólk
á tvenns konar kaffi. Ef maður bað ekki
um „svart kaffi“, fengum við drykk, sem
var að hálfu heit mjólk og hálfu kaffi. En
þetta lærði ég strax í Lausanne.
Nýr dagur er liðinn. Margar skemmtileg-
ar minningar eru við hann bundnar. Þann
dag sá ég hið hrikalegasta landslag, sem ég
á ævinni hefi séð. Þar lá þó bílvegur um. Þá
ókum við einnig um blómlegar sveitir en
slægjulöndin eru varla ætluð til mikillar
vélyrkju, því að alls staðar eru tré gróður-
sett um slétturnar, með ákveðnu millibili að
því er virðist.
Nú risum við úr rekkju í smábænum Alp-
nachstad við rætur fjallsins Pilatus. Fjallið
er reyndar ekki hátt miðað við önnur fjöll í
Sviss, 2132 metrar, en það er við Vierwald-
státter-vatnið og þaðan segja leiðsögubæk-
ur ferðamanna, að sé eitt hið fegursta út-
sýni, sem geti í Sviss.
Við förum því upp með fyrstu ferð fjalla-
brautarinnar um morguninn, því að alltaf
er risið snemma úr rekkju.
Það er dálítið kynlegt að fara með járn-
braut upp snarbratta fjallshlíðina, betra að
tannhjólin ekki bili, þau, sem vagnarnir
ganga á.
Á leiðarenda stígum við út. Þar uppi eru
veitinga- og gistihús, en þau heimsækjum
við ekki, því að pyngjan er létt. Hins vegar
skoðum við umhverfið og njótum útsýnis
mun betur en sumir þeir virðast gera, er
síðar koma. Við sitjum með landakort
okkar og önnur hjálpargögn og merkjum á
kortunum þau fjöll, sem við sjáum. Þarna
eru Schreckhorn, Jungfrau og Finsterhorn.
★
Allt loftið ómar af sífelldum bjölluklið.
Geturðu hugsað þér tvö til þrjú hundruð
kýr á beit í snarbröttum fjallshlíðum í
meira en 2000 metra hæð yfir sjó? Ég veit
reyndar ekki, hversu margar kýrnar eru,
sem þarna gæða sér á kjarnmiklum fjall-
gróðrinum langt fyrir ofan það, sem
nokkur skógartré sjást. Hitt veit ég, að
margar eru þær, og allar hafa þær bjöllur
um háls.
Þegar ég skrifa þessar línur, finnst mér
enn ég heyra hinn seiðandi bjölluóm ber-
ast um þunnt og tært fjallaloftið.
Við dveljum lengi þarna uppi, því að þar
er dásamlegt að vera, en báturinn, sem
við ætlum með til Lúzern, bíður ekki, og
enn eigum við eftir að taka saman föggur
okkar í gistihúsinu.
Á meðan við piltarnir göngum frá þeim
og greiðum fyrir okkur, hleypur önnur
danska frúin, sem er stud. med., um allt
þorpið og alla leið til næsta þorps. Hún
leitar alls staðar að kúabjöllum, en þær
getur hún hvergi fengið. Hins vegar lendir
hún í smáerfiðleikum vegna málsins, og
skemmtum við okkur vel við það eftir á.
Næsta morgun getur hún sér til mikillar
gleði fengið bjöllu í Lúzem.