Freyr - 01.12.1948, Side 16
354
FREYR
3k eimáó Ln
/ • s • *
hjci joz
í’iun In'mila
Við sunnanverðan Limafjörðinn, sem
sker Jótland í tvo hluta, er býli eitt sem
heitir Örgaard. Þaðan eru aðeins tveir km
til næsta kaupstaðar, Struer að nafni.
Á Örgaard býr bóndinn Aage Nielsen og
kona hans Anna. Hann er rúmlega fertug-
ur að aldri, en hún tæplega þrítug. Sonu
eiga þau tvo, Hans átta ára og Peter fjög-
urra ára.
Aage hefir búið í 20 ár, keypti lélegt
býli á Vestur-Jótlandi árið 1928, stundaði
þar búskap við fremur rýr kjör og að
nokkru einn, stundum með ráðskonu, unz
hann kvæntist árið 1939.
Hann keypti Örgaard fyrir hálfu öðru
ári síðan, er hann seldi hina fyrri bújörð
sína, með allri áhöfn, svo sem venja er í
Danmörku. Hann seldi fyrir rúmlega 40
þúsund krónur, en keypti núverandi eign
fyrir 95 þús. Landsstærðin á Örgaard er 14
ha samtals, talið mjög gott land. Áhöfnin
er 19 kýr, eitt naut, 3 hross og 175 hænsni.
Svínarækt er ekki stunduð, vegna þess,
að þarna er ekki mjólkursala á þann hátt
sem venjulegt er, þannig að flutt sé í
mjólkurbúið og undanrennan síðan send
heim, heldur er hér framleidd barnamjólk,
sem á hverjum morgni er ekið þá 2 km
sem eru frá Örgaard til Struer.
Landið er vcl nytjað.
Þegar ég ek heim tröðina, er drengsnáð-
inn yngri, sem aðeins er fjögurra ára, að
tjóðra hest í vegkantinum, en bóndinn er
sjálfur að flytja kýrnar. Að flytja kýrnar!
Hvað er það? Jú. Kýrnar eru tjóðraðar.
Þarna standa þær í röð eins og herfylk-
ing, 19 að tölu. Öðrumegin við þær er land-
ið nauðrakað og allt atað sólbökuðum kök-
um. Hinumegin er vellandi gras, blanda af
smára, flækju, háliðagrasi og öðru tún-
gresi. Bóndinn er að flytja tjóðrin, svo að
kýrnar nái í björgina. Tjóðrið er þó ekki
fært svo langt, að kýrnar troði og eyðileggi,
heldur nái aðeins að fá saðningu sína úr
jaðrinum. Kýrnar eru spikfeitar og mjólka
þó „sómasamlega" eins og bóndi orðar það.
Við göngum um landið. Það er á allar
hliðar í kringum bæinn. Húsin og jurta-
garðar, ásamt blómareit og athafnasvæði
milli húsa, þekja einn ha, þá eru aðeins
13 ha akrar, en þeir skiptast þannig að á
2/7 vex korn, á 2/7 eru ræktaðar rófur og
kartöflur, en 3/7 landsins eru vaxnir grasi,
sem að nokkru er notað til sumarbeitar og
annars til slægna. í spildu nokkra, sem
slegin var í júní í sumar og hey hirt af þá,
hefir Aage sáð lúpinum, sem hann ætlar
að uppskera og nota sem grænfóður í haust.
Hann ætlar með öðrum orðum að uppskera
tvisvar af þeirri spildu í ár, og það mun
eflaust takast.
Kornið er að verða þroskað, það fyrsta
er fullþroskað. Byggið er slegið og liggur
í bindum og þornar, því að hitinn er um 40
stig, þar sem sól skín, en 30 í skugga. Það
má þurrka við þann yl. Klukkur hafranna
hringla hálfvisnar. Bráðum falla þær fyrir
ljá sjálfbindarans og hveitispildan er gul-
brún og svo kemur röðin að henni. Og það
eru góðar horfur með uppskeru annars
jarðargróða, „það er miklu betra en í