Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1948, Qupperneq 29

Freyr - 01.12.1948, Qupperneq 29
FREYR 36? var í henni á daginn og fór ekki úr henni, þó að ég skriði í svefnpokann á nóttum. Skálinn var reyndar ekki skjóllega hyggð- ur. Hret koma þá að sumri, þó að suður í Sviss sé. En þetta var víst nokkuð ein- stætt, því að bróðir minn las það í blöð- um norður í Svíþjóð, að hjarðmenn hefðu orðið að koma með hjarðir sínar ofan úr fjöllunum, en það hafði ekki borið við um þetta leyti árs um áratugi. Ég hafði ekkert teljandi séð af sveitum Svisslands, því að leiðina frá Basel til Lausanne fórum við í myrkri. En nú skyldi landið kannað. ★ Ég var þarna í fylgd með tvennum dönsk- um hjónum, og þeim átti ég það að þakka, að ferðinni var heitið þetta suður á bóg- inn, en ekki í aðra átt. Danskur prestur — Rönn að nafni — var eins konar farar- stjóri okkar fimm. Hann hafði ferðast mörgum sinnum áður bæði um Sviss og ít- alíu, svo að gott var undir hans umsjá að vera, enda ferðin skipulögð heima í Danmörku og allir farseðlar keyptir þar fyrir danska peninga. Nú skyldum við halda frá Lausanne, og þar sem við höfðum aðeins fáa daga til að skoða landið, átti að nota tímann vel. Ég vakna klukkan 5 eins og fyrir mig var lagt, skreiðist úr sveínpokanum, vef honum saman, tek hann og tösku mína, kveð minn ágæta landa, Helga Tryggva- son kennara, og held niður í bæinn til móts við mína félaga. Ýmsir hafa verið mér árrisulli, og er allmikil umferð á götunum, þótt snemmt sé, og búðir eru þegar opnar, svo að við kaupum okkur nokkurt nesti til dagsins. Annars höfðum við það aðallega með heiman frá Danmörku. Brátt rennur lestin út frá járnbrautar- stöðinni, hraðlest á leið til Ítalíu, en við höfum ekki tækifæri til að fara með henni þangað, því miður, höfum því lestaskipti, áður en hún heldur inn í „Simplon“- jarðgöngin. Ég sit með landabréfið mitt á hnjánum og merki við hvern þann smábæ, sem við förum framhjá, en hvergi er numið stað- ar, þetta er hraðlest. Þarna liðast áin Rhóne, hér er hún miklu minni, en þar sem hún féll úr Genfervatninu í gegnum borgina Genf. Nú skal haldið allt til upptaka hennar. Margt mætir auganu, margt nýstár- legt. Bændabýli standa hátt í hlíðum uppi, svo hátt, að heima á íslandi hefði engum manni dottið í hug að nytja það land til slægna, hvað þá að byggja þar bæ. Einna starsýnast verður mér þó á alla grjótstallana, sem hlaðnir hafa verið í snarbröttum fjallahlíðunum. Þar er því líkast sem tröppur séu hlaðnar hátt í hlíðar, upp frá hverju þorpi, jafnvel uppi undir fjallsbrún getur að líta stalla þessa. Mikil hefir sú elja verið, sem til þessa þurfti, en líklega hljóta verkamennirnir góð laun erfiðis síns, því að nytjajurtir vaxa á hjöllunum, aðallega vínviður sýnist mér. Fagurt er landslagið, skógargróðurinn prýðir mjög. Við skiptum lest í Brig. Þú getur e. t. v. séð staðinn á landakorti, ef þú kærir þig um. Nú þrengist óðum, oft ekki breiðara fjalla á milli en í afréttar- dölum heima í Svarfaðardal. — Þarna standa mörg þorp. Það hefði ekki þótt byggilegt heima. „Hér hefðu hvorki Fjörð- ur, Flateyjardalur né Hornstrandir farið í eyði,“ hugsa ég. Eitt hafa þó íbúar þessara staða framyfir íslendingana, betri sam- göngur, en einn til tvo tíma hlýtur það

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.