Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 12
350
FRE YR
var mótaður í ísl. landslögum, samvinnu-
lögunum, nefnilega sjónarmiðið um nauð-
syn samábyrgðarinnar, m. ö. o. þann hugs-
unarhátt, að hinn ríkari styrki veikari
bróður.
Þetta félag lifði að vísu ekki, en nær 40
árum síðar gerðu bændur í sömu sýslu á-
tak, sem ekki tókst að brjóta á bak aftur.
Enn i dag er deilt all harkalega um
stefnur 1 verzlunarmálum, en út í þá sálma
skal ekki farið í þessu erindi. Ég hefi nú
aðeins minnst á atvinnulíf bænda, fram-
leiðslu þeirra og verzlun.
í því sambandi get ég ekki stillt mig um
að minnast á það, sem fram kemur oft í
ræðum manna, sem sé það, að afkoma
þjóðarinnar sé fyrst og fremst undir út-
flutningnum komin. Menn, sem svona tala,
vita ekki hvað þeir eru að segja.
Fyrst er það, að þeim mun meira, sem
framleitt er í landinu þeim mun óháðari
er þjóðin útflutningnum. Ekki þarf erl.
gjaldeyri fyrir það, sem framleitt er í land-
inu. Auk þess t. d., að landbúnaðarfram-
leiðslan fullnægir að mestu þjóðinni í þeim
vörum, voru fluttar út landbúnaðarvörur
fyrir álíka upphæð s.l. ár, og greiddar með
erl. peningum, eins og togaraflotinn skil-
aði — nettó að vísu — í erlendum gjald-
eyri.
Þetta ættu menn að athuga. Ég sé held-
ur ekki ástæðu til að láta liggja í þagnar-
gildi þá skoðun og þau ummæli, sem ein-
lægt skjóta upp kolli hjá all mörgum
mönnum, sem sé þeirri, að bændur séu
ómagar á þjóðinni og þá ætti að uppræta.
Þessir sömu menn eru samt óhamingju-
samir ef ekki er ket á borðum þeirra sem
höfuðréttur á hverri máltíð. Ef slíkir
menn, sem vilja afnema sveitafólk á ís-
landi, hugsa nokkuð, ætlast þeir til að land-
búnaðarvörur verði fluttar inn frá útlönd-
um.
Þetta væri vafalaust hægt, en ekki
mundi slík ráðstöfun drýgja gjaldeyri
þjóðarinnar, ekki myndu allir þessir svo-
nefndu malarbúar heldur auðga anda
hennar né styrkja ísl. þjóðerni; hinsvegar
er þetta ný kenning um það hvernig eigi
að lifa á íslandi.
Vísindamenn segja líka, að hægt sé að
halda við mannkyninu með nýjum aðferð-
um. Víst eru þetta allt tímanna tákn, að
finna tæknileg ráð við öllu enn betri en
náttúran sjálf hefir beitt hingað til.
Samt sem áður eru þó enn til menn,
sem efast um að öll hin nýju form, lífs-
reglur og tækni, verði allra meina bót. Af
framansögðu mætti máske ráða, að ég
teldi allt í bezta lagi í sveitunum, en svo
er ekki.
Hins vegar vil ég sýna fram á það, sem
sveitafólkið hefir gert vel, og að mörgu leyti
hefir það brotið ísinn til framfara fyrir
þjóðina.
Það er ekki sveitafólkinu að kenna þótt
fjármagni þjóðarinnar hafi verið veitt til
bæjanna og sveitirnar þar með gerðar ó-
samkeppnisfærar.
Það er ekki sveitafólkinu að kenna þótt
yfirbygging þjóðfélagsins sé að breyta
heilbrigðu lífi í einskonar hringiðu, sem
enginn virðist ráða við. Þó að sveita-
fólkið vinni lengur daglega, en nokk-
ur önnur stétt, hafa bændur ekki nægar
tekjur til þess að geta komið sér upp
sömu þægindum eins og bæjafólkið. Þeir
geta heldur ekki greitt sama kaup eins og
þau fyrirtæki, sem rekin eru í bæjum. Við
æskunni blasa fullkomnustu þægindi í
bæjunum, gott kaup, frí og skemmtanir í
glæsilegum salakynnum. Fólkið fer þang-