Freyr - 01.12.1948, Side 41
FREYR
379
Afurbam.agn.Lb á norskum
hænsnakynbótabáum.
Formaður nefndar þeirrar, sem hefir
eftirlit með hænsnabúum, er framkvæma
afurðatalningu í Noregi, Jóhs. Höje, pró-
fessor við Búnaðarháskólann á Ási, hefir
nýlega gefið út skýrslu um afurðamagnið og
annað, sem tilheyrir eftirlitinu á árinu
1947. Á árinu voru 4.621 hænur skrásettar
og afurðir þeirra taldar, en þær voru á 23
búum, dreifðum um landið allt norður í
Troms. Af hænsnastofninum voru 87% af
ættstofni hvítra ítala.
Meðaltalið af ársframleiðslu hverrar
hænu var sem hér segir:
•S'fl'OTWÍ- Eggjaþ. Arsafurðir
g kg
1. árs afurðir .............. 194 57,6 11,34
2. árs afurðir .............. 167 61,0 10,21
3. árs afurðir .............. 144 62,2 8,79
Við sumar stöðvarnar voru það aðeins
50—60% af hænunum, sem náðu fullkomn-
um framleiðsluárum, annarsstaðar um 90%.
Þar sem ræktunin var gagnger og hefir
verið framkvæmd með gaumgæfni um
langt skeið, var fyrsta árs varpið og svo
ending hænanna bezt.
Þess er getið í sambandi við ársafurðir
hæna á ýmsum aldri, að auðvitað er léleg-
ustu hænunum útrýmt, svo að annars og
þriðja árs eggjafjöldi, að meðaltali á hænu,
er langtum meiri en vera mundi ef allur
stofninn væri nytjaður í þrjú ár. Lélegustu
hænunum er auðvitað slátrað og aðeins
þær beztu meðal hinna beztu verða þriggja
ára.
Sérstaklega er þess getið, að afurðataln-
ingastöðin við búnaðarskólann Gibostad í
Troms hafi ágætan árangur að sýna, þótt
norðarlega liggi.
Fyrsta árs afurðamagnið var þar 231 egg
á hænu eða 13,2 kg, annars árs afurðir, 188
egg eða 10,9 kg og eldri hænur, 41 að tölu,
gáfu að meðaltali 176 egg eða 10,8 kg. —
Þessar tölur sýna fyrst og fremst, að þarna
er vel unnið, að því er snertir kynbætur,
meðferð og umhirðu alla, og þær sýna það
líka, að á norðlægu breiddarstigi geta
hænsnin gefið ágætar afurðir enda þótt
margir dagar séu þar sólarlitlir og svalir,
og dagsljósið í hænsnahúsinu sé sára tak-
markað um vetrarmánuðina.
Til lesenda.
Það kemur fyrir, að Frey berast bréf, sem sendandi
hefir gleymt að skrifa nafn sitt undir, meira að segja
vantar stundum heimilisfang líka.
Þeim bréfum getum vér auðvitað ekki svarað.
Að gefnu tilefni tilkynnist, að nafnlausar greinar,
fyrirspurnir og annað, sem ætlað er til birtingar, fer
beint í pappírskörfuna þegar nafn fylgir ekki.
Nafn og heimilisfang verður skilyrðislaust að fylgja
öllu, sem ætlað er til birtingar í Frey, en sé þess ósk-
að, birtum vér lesmál án þess að nafns höfundarins sé
getið.
★
Sánga-Saby
heitir staður einn 30 km. frá Stockhólmi. Þar er fé-
lagsmálaskóli landbúnaðarins, rekinn á kostnað búnað-
arfélaganna og framleiðslufélaganna. Á hverjum vetri
eru þar 40 nemendur, sem aðallega leggja stund á fé-
lagsfræði, hagfræði og skyldar námsgreinar á sviði
landbúnaðarins. Á sumrin eru þar námskeið í almenn-
um félagsmálum o. fl. Skóli þessi er aðeins 5 ára, en
hann er svo vel sóttur, að nú þegar er fyrirhugað að
stækka hann.
★
Ullarmagnið
af angórakanínum þeim, sem eru í tilraunum á til-
raunabúi danska ríkisins, var síðastliðið ár 304—358 g
af karldýrum en 327—378 g af kvendýrunum.
★