Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST2005 Fréttir DV Þægilegur í umgengni og góður í mannlegum sam- skiptum. Duglegur í öllu því sem hann tekur sér fyrir hend- ur. Virkjunarandstæðingur vann skemmdarverk á styttum og húsum í miðbæ Reykja- víkur i fyrrinótt. Hann skrifaði slagorð gegn Alcoa og rikisstjórninni. Alþingis- húsið, Ráðhúsið, íslandspóstur og stytta Jóns Sigurðssonar urðu meðal annars f^TÍr barðinu á honum. Getur staðiö offastur á sínu og telja sumir það galla. Það að vera vinstri-grænn telja sumir einnig vera galla. „Hann Árni hefur auðvit- að þann kost að vera góður drengur oggreind- ur. Hann er mjög úrræða- góður og dkaflega öflug- ur og duglegur íþvlsem hann tekur sér fyrir hendur. Ég hef þekkt hann 125 ár og hefaldrei orðið var við annað en að hann standi við það sem hann segir og ermjög vinfastur. Hans helstu gallar gætu verið þeir að hann á þaö til að vera einþykk- ur og þver, en maöur verður auövitað aö vera það líka." Ástrdður Haraldsson, hæstarréttarlög- maður og vlnur Arna. „Ég þekki Árna ekki per- sónulega en vel Igegn- um hiðpólitíska starf. Hann hefur marga ótvl- ræða kostir. Hér er á ferö mikill málafylgjumaður sem er vel að sér um þá. Hann er trúr, kemur vel fyrir og er vel að máli farinn. Svo finnst mér hann hafa ákveðna vlðsýni sem er nauðsynlegt fyrir góða stjórn- málamenn.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna. „Það er mjög gott að starfa með Árna. Hann er afskaplega viðfelldinn og þægilegur maður I öllum samskiptum og ég hef ekki reynthann aföðru en hann standi við það sem hann segir. Maður getur ekki annað en gefið honum góða einkunn. Hans helsti galli er sá að hann er vinstri-grænn en kann þá list að starfa með fólki með óllkar skoðanir. Meöal Sjálfstæðis- mannaer hann, aö ég held, mjög vel liöinn." Guölaugur Þór Þórðarson, þingmaður SjálfstæÖisflokksins. Árni Þór Sigurðsson fæddist þann 30.júlí áriö 1960 í Reykjavik. Hann er kvæntur Sig- urbjörgu Þorsteinsdóttur ónæmisfræöingi og eiga þau saman tvö börn. Hann hefur komið víða við sem fjölmiölamaður en er hvað þekktastur fyrir stjórnmálaferil sinn. Hann situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Vinstrihreyfmguna-grænt framboð og er forseti borgarstjórnarfíokks R-listans. Hann kom á dögunum heim frá Brussel þar sem hann varísex mánuði á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Alþingi Slagorðið //Stop Alcoa" var mál- oð á Alþingishúsið. kallar Jón Sigurðsson Virkjunarandstæðingar hafa unnið margvísleg skemmdarverk á síðastliðnum vikum. Þeir hafa sagað niður rafmagnslínur, unnið skemmdarverk á vegmerkingum og skiltum, brotið rúður í bflum á vegum Alcoa og skemmt vinnuvélar. í fyrrinótt lét virkj- unarandstæðingur til skarar skríða í miðborginni og málaði slagorð á skúlptúra og hús. Að minnsta kosti einn virkjunar- andstæðingur vann skemmdarverk í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Slag- orð gegn Alcoa, ríkisstjóminni og Bandaríkjunum vom máluð með málningarúða meðal annars á Alþing- ishúsið, Ráðhús Reykjavíkur, pósthús íslandspósts og á styttu Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelli. Ráðist á Ráðhúsið Þegar blaðamaður hafði samband við starfsfólk Ráðhússins var það gmn- laust um veggjakrotið. „Það er alltaf verið að spreyja," segir Ástvaldur hús- vörður í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Við hreinsum þetta bara. Það em ekki myndavélar eða neitt. Ef það er mjög mikið þá tilkynnum við það til lög- reglu," sagði hann. Skemmdarverka- maðurinn hafði málað slagorðið „Ekki leyfa Bandaríkjunum að nauðga land- inu ykkar," á ensku, á þá hlið ráðhúss- ins sem snýr að Vonarstræti. „Þetta em aumingjar sem gera þetta, foreldrar þeirra em aumingjar lfka," hafði einn gestur Ráðhússins á orði við blaða- mann. Alþingishúsið útatað Skemmdarverkamaðurinn skrifaði „Stöðvið Alcoa" á framhlið Alþingis- hússins. Á hlið hússins sem vísar að — Jon Sjgurðsson Þarfað sæta þvl að vera kallaður „ Government Bastard." rrr £ Alþingi „Don 't destroy lceland"á hlið Alþingis. Raðhúsið Erhvatt tilað leyfa Bandaríkjamönnum ekki að nauðga landinu. Dómkirkjunni var búið að mála slag- orðið: „Ekki eyðileggja Island." Sjálfstæðishetjan Jón Sigurðsson fékk svipaða útreið. „Ríkisstjómarbast- arður" var skrifað á stólpann undir styttu hans. Útlendingur að verki „Einn maður var handtekinn," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Geir Jón segir manninn bera erlent nafn. Mál hans verði rannsakað eins og önnur mál, ekkert liggi fyrir um hvort manninum verði vísað úr landi. „Það þarf dáh'tið til að vísa mönnum úr landi. Þetta er í rannsókn, í framhaldi af því verður tekin afstaða í málinu," segir hann. Segir útlendinginn saklausan Birgitta Jónsdóttir, einn talsmaður mótmælenda, segir útlendinginn sak- lausan. „Það var einn handtekinn, fyrir það eitt að vera með skapalón í hönd- unum og ónotaðan málningarbrúsa," sagði hún. Hún segist ekki halda að hann hafi ætlað að nota skapalónið og málninguna til veggjakrots. Hann hafi þess vegna getað verið að labba með það milli staða í borginni. saevar@dv.is Sólveig Anspach gerði heimildarmynd um málverkafölsunarmálið Strætó fær forgang Strætisvagnar fá forgang í umferðinni um Lækjar- götu. Þetta var samþykkt á fundi Borgar- ráðs Reykjavík- ur í gær. Að auki verða for- gangsljós fyrir strætó á gatnamótum Austurstrætis og Lækjargötu. Einnig er tilbúin um 150 metra for- gangsakrein á Miklubraut. Þetta er í samræmi við stefnu aðildarsveitarfélaga Strætó bs. um að tryggja strætisvögnum aukinn og samræmdan forgang í um- ferðinni. Strætóakreinarnar eru malbikaðar með rauðu malbiki. Vill málverkafölsunar- málið í sjónv Kvikmyndakonurnar Sól- veig Anspach og Mlreya Samper framleiddu mynd um málverkafölsunarmálið. „Ég las um málverkafölsunarmálið í Liberation í Frakklandi. Mér fannst þetta mikilvæg og súrreah'sk saga," segir Sólveig Anspach kvikmyndagerð- arkona. Hún tók sig til og kom til fs- lands og gerði heimildarmynd um málið. Myndin heitir / þessu máli og var sýnd á fransk-þýsku menningar- stöðinni Arte 5. og 7. ágúst síðastliðinn. „Þrátt fyrir að vera sýnd í ágúst, þegar Frakkar eru í sumarfríi, fékk hún samt mikið áhorf," segir Míreya Samper hjá Vera-Liv Films sem framleiddi mynd- ina. „Þó að málverkafölsunarmálið sé þurrt og leiðinlegt tókst okkur að gera mjög skemmtilega mynd," segir hún. Hundruð falsaðra málverka voru seld í gegnum Gallerí Borg á tíunda áratugnum. í myndinni er málið skoðað út frá mismunandi sjónar- homum málsaðila. Lögreglan, kaup- endur falsananna, sérfræðingar og sakbomingamir ræða málið út frá sinni reynslu. Sakbomingamir vom á endanum sýknaðir af ákærunni. Myndin var á sýnd á Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðinni á fs- landi árið 2004. Míreya segir myndina hafa vakið mikla lukku á hátíðinni. En nú vill Sólveig sýna fslendingum myndina. „Það væri æðislegt ef myndin væri sýnd hér á íslandi fljót- lega. Þetta er íslensk mynd, um ís- lenskt mál og á erindi við íslendinga. Sjónvarpið segist ætla að kaupa myndina, en er ekki búið að því. Myndin má ekki verða gömul áður en hún er sýnd. Við vitum að það em mjög margir sem bíða eftir að sjá hana," segir Sólveig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.