Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Qupperneq 34
' 34 LAUGARDACUR 13.ÁGÚST2005 Helgarblað DV Elfsabet Brekkan segir íslensku- námiö hörkupúl Hún hveturnem- endur til að nota Islenskuna með ýms- um sniðugum aðferðum. Þessa dagana stendur yfir hraðnámskeið í íslensku fyrir erlenda skiptinema sem stefna á háskólanám hér á landi. Nemendurnir skipta tug- um og koma alstaðar að úr heiminum. Hópurinn samanstendur af fólki með mismunandi væntingar og ólíkan menningarlegan bakgrunn. Allt frá sönnum aðdjáepjdum lpnds og þjóðar til áhugafólks um gömlu guðina. ci 0 j± iiujri & Rúmlega tvöhundmð nemendur sækja um þessar mundir íslensku- námskeið á vegum Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. „Þetta er bráðnauð- synlegur kúrs enda vita krakkamir að veturinn verður erfiður ef þau ná ekki góðu taki á íslenskunni," segir Elísabet Brekkan, dagskrárgerðar- maður og kennari. „Ég er að kenna einum bekk og samanstendur hann af nemendum sem koma alstaðar að úr heiminum. Námið er hörkupúl enda sitja krakkarnir bæði í tímum og gera síðan heilmikið af heima- _ verkefnum." Hent út í djúpu laugina eftir fyrsta daginn Elísabet gerir allt sem hún getur til þess að hvetja krakkana til að nota íslenskuna utan kennslustof- unnar. „Ég set þeim oft fyrir verkefni sem fær þau til að nota tungumál ið, eins og að spjalla við íslend- inga," segir Elísabet. „Eftir fyrstu kennslustundina hjá mér sagði ég krökkunum til dæmis að þau yrðu að læra íslenska setningu fyrir ' næsta tíma. Eitthvað sem þau myndu læra í sam- skiptum við íslendinga." Elísabet segir setning- amar sem urðu fyrir val- inu hafa verið mjög mis- jafhar en sú allra fyndn- asta var: „Þetta er blóma- pottur". Þær samræður hafa , áreiðanlega verið djúpar sem gáfu kost á þeirri setningu. „Nú hafa krakkarnir fengið fimm daga verkefni sem snýst um að læra íslenskt ljóð. Þau þurfa ekki að skilja ljóðið og miðað við fyrri verk- efni á ég eflaust von á mjög furðu- legum innihaldslýsingum," tekur Elísabet fram. Þjóðverjarnir ekki alltaf duglegri „Hópurinn sem ég kenni er alveg sérstakur að því leyti að hann er mjög jafn. Nemendurnir hafa mjög svipaðan bakgmnn og em á svipuðu námsstigi. Eftir að hafa verið í út- lendingakennslu bæði á íslandi og í Svíþjóð í tuttugu ár er þetta frekar *• óvenjulegt," segir Elísabet. „En hitt er annað mál að þeir sem em þýsku- „Eftir fyrstu kennslu- stundina sagðiég krökkunum að þau yrðu að læra íslenska setningu fyrir næsta tíma. Það var mjög misjafnt hvaða setn- ingar urðu fyrir valinu en sú allra fyndnasta var: Þetta er blóma- pottur," segir Elísabet. Stefan Stöckler vonast tíl að hljóma eins 09 sanntlr íslcndintjiir Hann gcfur sér tvæi vlkur til (ið nó takmarkínu. mæl- andi eða tala eitt- hvert annað germanskt tungumál eru eðlilega fljótari að tiieinka sér beygingarkerfið í íslenskunni. Enda er uppbygging tungumálanna svip- uð. En það er ekki þar með sagt að Þjóðverjamir séu duglegri," segir EKsabet og hlær. Ætlar að verða sannur íslend- ingur „Sem betur fer verða þau há- skólanámskeið sem ég sæki kennd á ensku. Annars væri illt f efni enda em fjórar vikur af íslensku langt frá því að vera nóg til að skilja mann og annan," segir Stef- an Stöckler frá Austurríki, eða Stebbi eins og hann kallar sig. Hann stefnir á félagsfræðinám við Há- skóla íslands. „En hvað sem því líður er námskeiðið skemmti- legt og lærdómurinn hefur gengið vel. Ég hef ekki gef- ið upp alla von um að hljóma eins og sannur ís lendingur. Ætli ég bíði ekki bara f eina eða tvær vikur til viðbótar. Kannski verð ég þá altaiandi." Rollur og börn dæmi um mismunandi menningu Það fyrsta sem vakti athygli Stef- ans á landi og þjóð er, ótrúlegt en satt, orðið „kind". „Á þýsku þýðir orðið einfafdlega barn en á ís- lensku er það rolla. Ætli þetta sé ekki gott dæmi um mis- munandi menningarlega arfleið," tekur Stefan fram en bætir við að hann hafi fyrir nokkm uppgvötvað hvað ísland hefur upp á að bjóða og ofarlega listanum má finna íslensku tónlistina og kvikmynda- menninguna. „Ég hef meðal annar séð 101 Reykjavík með Hilmi Snæ í aðalhlutverki og fannst hún frábær. Svo em Sigur Rós og múm í hópi áhugaverðustu hljómsveita sem ég hef uppgvötvað. Það væri mjög gaman að sjá sveitirnar spila á tónleikum á íslandi fyrst ég er staddur hér," segir Stefan. Vildi fara til fjarlægra landa Roman Kemmler frá Þýskalandi hefur verið á landinu í tvær vikur en hann ætlar í stærðffæðinám við Há- skóla íslands. „Ég kom til íslands því mér hefur alltaf fundist landslagið svo heillandi. Mig langaði líka að komast frá meginlandi Evrópu. Fara eitthvert lengra í burtu, þangað sem menningin er öðmvísi og frábmgðin llona Tuomi vill kynnast afkompndum vlkmganna Hefur hiin mikinrt áhugaa gómlu guðunum og fomu vlklngasögtmum. stresskastinu sem einkennir oft meginland Evrópu," tekur Roman fram. Það er þó óvíst hvort hann finni hinn fullkomna frið hér á landi enda em íslendingar ekki mesta ró- lyndisfólk sem finna má. Romart Kemmlcr vlldi komast eins langt ftá moyinlandi Evrópu ikj liann mögulega yat Hann scgir frainburðinn il islensk- unni skiýtinn en skemmtilegún. íslenskan er skrýtið tungumál „Eg get ekki sagt að ég tah ís- lensku nú þegar en íslenskunám- skeiðið sem ég er á er hörkupúl. Ætti ég því að verða betri eftir allan lærdóminn. Framburðurinn er svo- lítið strembinn og skrýtinn en ég gefst ekki upp enda er áhuginn fyrir hendi," segir Roman. Á námskeiðinu er mikið gert til þess að örva nemendur til að nota íslenskuna, eins og til dæmis að fara reglulega í ferðalög eða skoða íslenska menning- ararfleið. „Vlð höfum meðal annars verið að horfa á íslenskar kvikmyndir, far- ið á söfn og ferðast um landið. Um daginn fórum við á Stokkseyri og Eyrar- bakka að skoða Litla-Hraun og fleira. Um helgina er ferðinni svo heitið til Vestmannaeyja," segir Roman. Gömlu guðirnir heilla Ilona Tuomi er tilvonandi guð- fræðinemi við Háskóla íslands. Hún kemur frá Finnlandi og segir land og þjóð ávallt hafa heillað sig. „Mig langar að fræðast um menninguna. Sjá alla víkingana eða réttar sagt af- komendur þeirra og fræðast um gömlu, heiðnu guðina og fornu vík- ingasögurnar," útskýrir Ilona. Notar íslenskuna við hvert tækifæri íslenskan liggur vel fyrir Ilonu og er hún dugleg að nota málið við hvert tækifæri sem býðst. En allt er þó enn á byrjunarstigi. „Ég ákveð oft fyrirfram hvað ég ætla að segja, eins og að bjóða góðan daginn þegar ég geng inn í búð. Áður en ég kem út einu orði segir fólk kannski eitthvað allt annað við mig og þá veit ég ekkert hverju ég á að svara. Þá sný ég mér yfirleitt að enskunni. En það breytist von bráðar enda legg ég mikla áherslu á að læra ís- lenskuna," segir Ilona og bætir við að íslenskan sé sniðugt tungumál og að mörg orð hljómi einkenni- lega. „Þegar ég heyrði til dæmis orðið „tuttugu" í fyrsta skipti gat ég ekki annað en hlegið. En það er einmitt þetta sem gerir tungumálið svo skemmtilegt." iris@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.