Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Side 46
H I FYRSTAj SKIPTI í LANDSBANKADEILDIN í DAG KL. 16:40 LAUGARDACUR 13.ÁGÚST2005 Sport DV Nú þegar PGA-meistaramótið í golfi er hálfnað er útlitið ekki gott fyrir Tiger Woods. Hann lék fyrsta hringinn á fimm högg- um yfir pari og í gær var hann búinn að leika fyrstu 12 holurnar á pari þegar blaðið fór í prentun. Það benti því allt til þess að Tiger kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. L i 0 Erfitt hjá Tiger Kylfingur- innTigerWoodsáttifrem- ur erfitt uppdráttar á fyrstu tveimur keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu. Hér ieitar hann huggunar hjá kylfusveini sinum, Steve Williams. DV-mynd Getty Arið 2000 vann Tiger Woods þrjú af fjórum stórmótum ársins í golfi. f ár hefur hann unnið tvö af þremur og fyrir PGA-meistara- mótið sem hófst á Baltusrol-vellinum í New Jersey í Bandaríkj- unum í fyrradag var talið að Tiger ætti góða möguleika á að ná þessum frábæra árangri aftur í ár. Núverandi meistari, Vijay Singh, er á meðal efstu manna að loknum tveimur keppnisdögum en langefstur er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson - hann hefur leikið á átta höggum undir pari og er með fjögurra högga forskot. Tiger fór hins vegar illa af stað á fyrsta keppnisdegi og endaði á fimm höggum yfir pari, í 113. sæti. Hann hafði ekki lokið leik á öðrum keppn- isdegi þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi en ljóst var að hann þurfti að vinna upp þrettán högga forystu þegar hann hóf leik. Þó svo að Tiger Woods sé einn besti kylfingur allra tíma er ljóst að það er við ramman reip að draga hjá honum. Það er þó aldrei að vita enda má aldrei afskrifa slíkan keppnismann. Hann er ekki ósigrandi Tiger vann fyrsta mót ársins, Masters-meistaramótið á Augusta National-vellinum, varð svo annar í opna bandaríska mótinu í Pinehurst en vann aftur opna breska meistara- mótið á St. Andrews. Ef þetta munstur ætti að halda sér mætti gera því skóna að Tiger lyki nú keppni í öðru sæti. Tiger hefur nú unnið 10 stórmót á ferlinum og getur með sigri á PGA meistaramótinu jafnað árangur Walter Hagen sem vann ellefu stór- mót á sínum ferli. Metið á hins veg- ar Jack Nicklaus og á Tiger enn þó nokkuð í land með að ná honum. Nicklaus vann átján stórmót á sín- um tíma. Tiger er þó enn einungis 29 ára gamall og hefur enn nægan tíma. PGA meistaramótið er síðasta stórmót ársins sem fyrr segir en Ti- ger Woods hefur tvívegis fagnað sigri á því móti - rétt eins og Vijay Singh sem vann í fyrra sem og árið 1998. Tiger vann mótið árin 1999 og 2000 og er þvf sjálfsagt ólmur í að fagna þar sigri á nýjan leik. En margt hefur breyst á þessum fimm árum og telja menn Tiger ekki jafn ósigr- andi og hann var þá. Einn þeirra er írinn Padraig Harrington. „Ég held að árið 2000 hafi hann verið ósigrandi þar sem hann sjálfur hélt að hann væri ósigrandi. En nú er hann reynslunni rfkari og kynnst bæði upp- og niðursveiflum á sínum ferli. Hann sjálfur hugsar ekki lengur á þeim nótum,“ sagði Harrington og hefur talsvert til síns máls. Tiger lék mjög vel á fyrstu þremur stórmótum ársins en byrjun hans á PGA meist- aramótinu þykir gefa til kynna að hann getur átt slæman dag rétt eins og allir aðrir. Flestir eru þó jafn færir keppnis- menn og Tiger og þó svo að hann „Nú er Tiger reynsl- unni ríkari og hefur kynnst bæði upp- og niðursveiflum á sín- um ferli." hafi átt slæma byrjun getur hann á góðum degi hæglega náð sér aftur á strik. Tiger byijaði á fugli í gær en fékk svo þrjá skolla í röð. Vonir hans um að komast ekJd í gegnum niður- skurðin voru ekkert sérstaklega góð- ar en Tiger hefur áður lumað á kraftaverkum og hefur aldrei tekið þátt í einu af stórmótunum í golfi án þess að ná að klára leik. Frábær leikur hjá Mickelson Phil Mickelson hefur leikið frá- bærlega á mótinu og hefur spilað fyrri 36 holurnar á samtals átta höggum undir pari. „Ég er afslapp- aðri og sjálfstraustið er meira hjá mér nú en á hinum stórmótum árs- ins," sagði Mickelson. „Mér líst mun betur á minn leik nú." Mickelson er í miklu uppáhaldi hjá áhorfendum og nýtur því góðs stuðnings. Núverandi meistari, Vijay Singh, byrjaði á því að leika á pari en hann blandaði sér í hóp efstu manna með því að spila á þremur höggum undir pari í gær. Eftir fyrsta keppnisdaginn gat Ti- ger þó leyft sér að sjá hið jákvæða við aðstæður sínar. „Allir fá fjóra skolla einhverntímann á 72 holum. Ég fékk bara mfna íjóra á fyrstu átján holunum - og einn skramba líka." eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.