Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Side 50
50 LAUCARDAGUR 13. ÁGÚST2005 Fréttir DV Ur bloggheimum „Er R-listinn sprunginn? Ég veit ekki með ykkur, en ég ; mun ekki gráta mig lengi f svefn yfir þvf. Nú fær Samfylkingin vonandi tækifæri til aö koma sinni stefnu I borgarmátunum á framfæri og fara út I markvissa kosningabaráttu, m.a. til aö opna augu manna fyrirþeim afleið- ingum sem afþvf hlytust fengi Sjálfstæð- * ’ isflokkurinn aftur meirihluta f borginni. R- listinn hefur unniö gott starfá þessum árum, og hefur hann sinnt upprunalegu hlutverki sínu velframan af...“ Arndís Anna Gunnarsdóttir - arndis.is Sjáið mig „Ég fór í bæinn f gær og náöi I bráöa- Jsirgðaökuleyfi vegna þess aö ég k varö skyndilega ökuréttinda- | laus fyrir skömmu.Eftir það ákvaö ég aö skoöa mig um f Apple búöinni en gekk út úr henni meö Power Book fartölvu. Ég hefþá eitthvað aö gera í skólanum I vetur milli tlma. Ég á eflaust eftir aö fylla tölvuna afklámi og falla I skólanum. Þaðerþess viröi. “ Arni Theodór Long - gaffli.blog- spot.com 'Jó „Eins og ekkert hafi I skorist, þá segi ég hér með frá þvf aö ég hefveriö f danstfm- um I allan morgun aö læra djöflavalsa fyrir Galdraskytt- una. Þetta hefur mér þótt ein- staklega skemmtilegt. Eins langar mig aö taka það fram aö Ijós- myndun og matreiösla er tvennt ólfkt, þótt stundum fari þaö saman.“ Bragi Bergþórsson - blogg.bragur.com Næringarfræði Blöndals Já, hei, ég haföi alveg heila pólitíska skoöun hérna um daginn þegar ég las til- ^vitnanir í Pétur Blöndal þar sem i hann notaöi offituvandamál | sem rök gegn því aö lækka skatt á matvælum. Skoöunin var þessi: Vá, maðurinn er hálf- viti! Aðdáendur skynsama og rök- fasta Blöndalsins hljóta aö hafa skamm- ast sln onl tær þegar þeir lásu þetta kjaftæöi..." Bjarni Rúnar Einarsson - bre.kiaki.net Heim frá (talfu. „...Þá veröur spennandi aö starfa I borgarstjórnar- flokknum sfðustu mánuöi fram aö kosningum, en nú hafa tvær skoöanakannanir sýnt Sjálfstæöisflokkinn meö sterkari * stöðu en R-listann...“ Björn Bjarnason - bjorn.is Fidel Castro fæðist Byltingarmaðurinn og einræðis- herrann Fidel Castro fæddist á þess- um degi árið 1926. Sem ungur dreng- ur vann hann á sykurreyrsekrum og gekk í skóla hjá jesúítum og fór síðan í Belén-framhaldsskólann í Havana, höfuðborg Kúbu. Árið 1945 hóf hann háskólanám og lauk laganámi 1950. Á háskólaárunum tók Castro meðal annars þátt í byltingu í Dóminíska Lýðveldinu og í óeirðum í Bogota i Kólumbíu. Árið 1952 bauð Castro sig fram til kúbverska þingsins en þáverandi einræðisherra Kúbu, Fulgencio Batista, aflýsti kosningunum. Þann 26. júh' 1953 gerði Castro, ásamt bróður sínum Raúl og fleirum, sína fyrstu byltingartilraun þegar hann gerði misheppnaða árás á herstöðina í Santiago. Eftir útlegð gerði Castro aðra byltingartilraun árið 1956. Hann, Emesto „Che“ Guevara og fleiri skæruliðar sigldu frá Mexíkó á skútunni Granma. Flestir mannanna féllu reyndar eða vom handteknir, en eftir rúmlega tveggja ára skæruliða- baráttu Castros og fylgismanna hans lagði einræðisherra Kúbu, Fulgencio Batista, niður völd þann 1. janúar Einræðisherrann Fidel Castro fæddist á þessum degi. Um 33 árum sföar komst hann til valda á Kúbu. 1959 og flúði land. Manuel Urrutia var skipaður forseti hinnar nýju stjómar en Castro varð yfirmaður hersins. Aðeins um mánuði síðar varð Castro einnig forsætisráðherra og í júh' ýtti hann Urrutia út úr stjóminni. í dag árið 1987 opnaði verlunarmiðstöðin Kringlan. Um fjörutíu þúsund manns komu í húsið fyrsta daginn. Kringlan var þá 28 þúsund fermetrar og þar voru 70 verslanir og þj ónustufyr irtæki. Þar með var Castro orðinn óum- deildur leiðtogi Kúbu og hefur hann haldið þeirri stöðu síðan. Castro gekkst fyrir róttækum breytingum á efiiahagslffi landsins og vöktu þær harða andstöðu Bandaríkjamanna. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum andi stundar. Lögreglan Gengur hart fram aö mati bréfritara. 1 1 II m ~ Ii ttc 1 'iTcjiíBÁt M\ v \\ Þiöstui Halldórsson skrífar Hvernig stendur á því að við ís- lendingar hugsum ekki eins og aðrar þjóðir í kringum okkur? Hvað er svona sérstakt við okkur hér á Fróni að við getum hagað öllu eins og okk- ur lystir. Nú em þessir mótmælend- ur orðnir að „Most wanted“ lista lög- reglunnar. Við höfum svo fjöldann allan af lögreglumönnum að við sendum heila hersveit heim til mót- mælanda til að klippa númeraplöt- una af bílnum hans. Aiveg er ég viss um að þeir í lög- reglunni flissa á kaffistofunni sinni og halda að þeir hafi unnið ein- hverja orrustuna. Það gengur sú saga fjöllunum hærra að margir hafa ekki tilskilin leyfi til að aka þessum stóm tmkkum, rútum og öðrum meiraprófsbílum upp á Lesendur Kárahnjúkum en ekki hefur lögregl- an áhyggjur af því, eltandi mótmæl- endur um allt hálendið. Annars er ég ekki að verja þær aðgerðir mót- mælenda ogmargt má betmmbæta í þeirri krossferð. Og ekki heldur er ég að setja út á þá lögreglumenn sem fylgja einungis skipunum yfir- manna sinna. Það eru nú nokkrir öfgamenn við stjórnvölin í okkar ágætis lögregluembætti og ekki síst í dómsmálaráðaneytinu. Einn vill setja tölvukubb í alla bíla lands- manna til að njósna um hraðamörk þeirra og hinn vill heilt herlið til að halda mómælendum og Falun Gong-meðlimum í skefjum. Ég gæti alveg ímyndað mér sam- tal þeirra Björns Bjamasonar og hr. Friðriks Sófasonar og Landsvirkjun- armafi'unnar yfir hádegismat. Og án efa hefur hann ekkert annað en gaman af því að hafa sent heilu sveitirnar upp á hálendi í sitt einkastríð. Þessir blessaðir mótmæl- endur em stimplaðir hryðjuverka- menn, en það er einungis af því að lögreglan hefur aldrei séð slíkan mann. Eins og greyið ftalinn í vetur sem teiknaði mynd af alþingi úti í ís- lenskri veðráttu og nokkuð vel klæddur. Tekinn í yfirheyrslu af sér- sveit Bjöm Bjarnasonar sem storm- ar yfir Island leitandi að öllum þeim sem klæða sig of vel í frostinu. Ég er farinn að skilja að sömu mennirnir ganga um götur Reykjavíkur berj- andi fólk og selja eiturlyf og ganga alltaf lausir. Það er ekki eins mikilvægt að elta þessa menn og koma þeim bakvið lás og slá þegar allt lögregluliðið er að njósna um þessa mótmælendur. Og biðjið fyrir ykkur ef einn Falun Gong asnaðist til að koma hingað í frí. Þá fengi Bjöm Bjarnason maga- sár og myndi eflaust hringja í Gogga Bush eftir liðsstyrk. Við íslendingar emm svo duglegir að apa eftir vin- um okkar í vestri og ættum við að taka upp svipaða aðferð og þeir. Þeir sem hafa komið til Bandaríkjana hafa allir lent í því að fylla út blað sem er svo skilað til yfirvalda við komu. Þetta blað er með aUs konar spurningum t.d. hvort maður sé hryðjuverkamaður, glæpamaður eða eitthvað verra. Nú beini ég þessu til þeirra sem mest ráða. Ég legg til að við gemm það sama. Allir ferðamenn fylla svona blað út en við ætlum aðeins að breyta forgangs- röðinni. Lítur út einhvern veginn eins og þetta! 1) Ert þú Falung Gong-meðlimur. 2) Ætlar þú að mótmæla Friðriki Sófa og Kárahnjúkum. 3) Ætlar þú að mála mynd af al- þingishúsinu okkar. 4) Ert þú vinur Jóns Ásgeirs í Baugi? 5) Ert þú nokkuð að smygla sæl- gæti yfir þremur kg. 100) Ertu nokkuð félagi í hryðju- verkasamtökum? Alveg er ég viss um að eftir að þetta fyrirkomulag er komið til að vera þá getum við sett lögregluna í ótímabundið sumarfrí því við höfum ekkert að gera við lögregluna t.d. í bænum um helgar og meira sýnilega í umferðinni. Þegar lögreglan sendir 10 manns til að klippa númeraplötu af bfl mótmælanda þá er skiljanlegt að þeir séu fáliðaðir til að sinna þeim skyldum sem almenningur vill að hún sé að gera. Sylvía Dögg Halldórsdóttir „Allirsem málstaö- inn aöhyllast ættu að sameina krafta sína.“ Myndlistarneminn segir Úráróðri að veruleika! Kllfrað í krana Sylvla segir málstaö mótmæl- enda góöan en ekki aö- feröafræöina. Ég var á Reyðarfirði „Cify" þeg- ar mótmælendur Kárahnjúkavirkj- unar færðu krafta sína þangað ofan af hálendinu eftir brottrekst- urinn milda. Málstaðurinn er góð- ur - ekki spuming! Aðferðafræði mótmælendanna er það því miður ekki. Vera þeirra á Kárahnjúkum - og bara veran ein - minnti fólkið í landinu á sjónarmiðið sem var gott ogjafnframt nauðsynlegt. Fram- kvæmdir við virkjuninar em löngu hafiiar og ekki aftur snúið með þær héðan af - það er deg- inum ljósara. Þarafleið- andi þýðir ekki að reyna að stöðva þær. Gjörðir eins og að spreyja á skúr og klifra upp í krana vekja at- hygli en ekkert meira en það. Svo ekki sé minnst á að það skemmir aðeins fyrir íslenskum verktökum sem hafa lifibrauð sitt af fram- kvæmdinni og hafa raunverulega ekkert með málið að gera! Þegar lögreglan þarf að hafa af- skipti af skemmdarvörgum sem gæti leitt til brottreksturs þeirra úr sjálfu landinu em aðferðimar orðnar frekar glataðar. öllu mikil- vægara er að sætta sig við að þessi virkjun verður ekki bakfærð. Aftur á móti ættu þeir og allir sem mál- staðinn aðhyllast að sameina krafta sína og koma í veg fyrir að önnur hver jökulá á landinu verði • nýtt á sama veg. Það gemm við með raunhæfum úrlausnum til að leysa stóriðjuhugsjónina endan- lega af hólmi. Ekki bara að benda á og tala um - heldur gera að veruleika! 18 ára í viðræðunefnd R-listans Maður dagsins „Ég er varaformaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík og var valinn af stjórn VG í Reykjavík til að vera í þessari viðræðu- nefnd," segir Dagur Snær Sævarsson, yngsti meðlimur í viðræðunefiid R-lista flokkanna sem lauk störfum í fyrradag. Þrátt fyrir ung- an aldur hefur Dagur getið sér gott orð í Vinstri-grænum sem endurspeglast meðal annars í setu hans í viðræðuneftidinni. Dagur segir að vel hafi farið á með full- trúa flokkanna í nefndinni, þrátt fyrir að endanleg niðurstaða hafi ekki fengist. „Okk- ur hefur samið alveg rosalega vel. Þetta strandaði náttúrulega á grundvallaratriði að því er okkur fannst. Það er jafnræði milli flokkanna, en málefnin og sjónarmiðin em nokkurn veginn þau sömu. Við eigum eftir að eiga gott samband við þessa flokka að loknum kosningum, það er að segja ef R- listinn heldur ekki áffarn," segir hann. „Ég er búinn að vera núna í tvö ár í Vinstri grænum. Þetta er flokkur sem í raun- inni passar best við mínar skoðanir sem em friðarhyggja, jafnréttishyggja og umhverfis- sjónarmið. Þama em mannúðar- og réttlæt- issjónarmið sem ráða ferðinni," segir Dag- ur. Hann ætlar að beita sér í flokknum í komandi kosningabaráttu, en eftir það tek- ur skólinn við. „Ég mun væntanlega bjóða mig ffam til formennsku í UVG Reykjavík á aðalfúndi sem verður haldinn þann 27. Ungt fólk er öflugt innan Vinstri grænna, ekki síst í Reykjavík. Þetta er annar aðalfundurinn okkar, en Reykjavíkurdeild UVG var stofnuð í fyrra. Ég held að fólk sé spennt yfir þessu," segir hann. „Ég er búinn að vera núna í tvö ár í Vinstri grænum." Dagur stundar nám við náttúmfræði- braut Menntaskólans í Reykjavik. Eftir það ætlar hann í læknisfræði. „f sumar var ég að vinna á hjúkmnarheimilinu Eir í Grafarvogi. Þar var ég að hugsa um eldra fólk, það er ágætis undirbúningur fyrir læknisffæðina," segir Dagur. Fyrir utan pólitíkina á rokk og ról hug hans og hjarta. „Ég spila á gítar, en er ekki í hljómsveit eins og er. Ég er búinn að vera einn að semja og spila glysrokk," segir Dag- ur Snær. SííLnur* * formennsku (Reykjavíkurfélagi Ungra vinstri grænna. agur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.