Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006
Fyrst og fremst DV
Efnisyfirlit
Útgáfufélag:
365 - prentmiðlar
Ritstjóri:
Páll Baldvin Baldvinsson - pbb@dv.is
Aðstoðarritstjóri:
Freyr Einarsson - freyr@dv.is
Fréttastjóri:
Óskar Flrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is
Blaðamenn:
Andri Ólafsson - andri@dv.is
Anna Kristine Magnúsdóttir- anna@dv.is
Ásgeir Jónsson - asgeir@dv.is
Bergljót Davíðsdóttir - bergljot@dv.is
Edda Jóhannsdóttir - edda@dv.is
Friðrik Indriðason - fridrik@dv.is
Garðar Úlfarsson - gardar@dv.is
Guðmundur Steinþórsson -
gudmundur@dv.is
Flanna Eiríksdóttir - hanna@dv.is
Hjörvar Hafliðason - hjorvar@dv.is
Indíana Ása Hreinsdóttir- indiana@dv.is
Jakob Bjarnar Grétarsson -jakob@dv.is
Jakobína Davíðsdóttir jakobina@dv.is
Sólmundur Hólm - soli@dv.is
DV Sport:
Óskar Ófeigur Jónsson
Fyrst og fremst
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550
5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 -
Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is
Auglýsingar: auglysingar@dv.is.
Umbrot: 365 - prentmiðlar.
Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja.
Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Svo má böl bæta að benda á eitthvað annað
Páll Baldvin Baldvinsson
Sjálfstæðismönnum má
vera órótt að rótarbólgan
í Framsókn er svo skæð
orðin að tennumar eru teknar
að detta úr maddömunni. Þeir
setja upp velstiilt bros og segja
allt í fínu lagi hjá sér og halda
langar ræður, skilningsríkir um
glæsilegan feril Halldórs Ás-
grímssonar og pólitíska sigra
hans. En málin eru ekki svo
einföld.
Þegar allt var komið í þrot í
síðustu viku á stjórnarheimil-
inu var gripið til þess ráðs að
senda þingið heim. Ástæðan
var einföld: stjórnin sá engin
ráð til að koma hinum mikil-
vægu málum vorþingsins í
gegn. Máttarstólpar í þingflokki
sjálfstæðismanna tilkynntu
að þeir væm farnir af sviðinu
og sendlarnir tóku við. En það
dugði ekki til. Tveir kvenráð-
herrar máttu játa sig sigraða,
Þorgerður og Valgerður, áttu
hvorki val né þor þegar til kom.
Og þá hófst framsóknarfars-
inn: hin stórfurðulega flétta
Halldórs Ásgrímssonar til að
ráða eftirmanni sínum sem
bandíttar í bananalýðveldum
telja eðlilega afgreiðslu þegar
þeir eru komnir að fótum fram.
Það er til marks um hversu við-
áttufjarri Halldór Ásgrímsson
var frá flokki sínum að láta sér
detta það í hug að kalla Finn til
valda, ganga fram hjá flokks-
mönnum og Ieita uppi þann
valdamann íslenskan sem verst
er þokkaður hjá allri alþýðu.
Og fýrir augum okkar rakn-
aði fléttan upp, nánast í beinni
útsendingu á NFS meðan ríkis-
sjónvarpið var í músíktilraun-
um. Eftir stóð Guðni Ágústsson
og gengur nú óhikað að valda-
stóli formannsins.
Hægrivængurinn með Val-
gerði Sverrisdóttur yfirgefna
fékk síðan á sig verstu skelluna
þegar upplýst var á miðvikudag
að Alcoa fær hér orku á útsölu-
prís. Því er einséð hvaða leik
Guðni Ágústsson tekur upp vilji
hann láta stjórnina lifa - eða
deyja.
Og nú duga ekki lengur svar-
dagar genginna manna. Geir f
sínu Granaskjóli verður að bíða
flokksþings Framsóknarflokks-
ins til að fá vissu um að hann
verði forsætisráðherra í haust.
Hann kann að þekkja hjörtu og
lifur í sínu handgengasta sam-
starfsfólki úr Framsókn en dug-
ar það til?
Framsóknarflokknum hef-
ur tekist að halda völdum og
miðju í íslenskum stjórnmálum
frá lýðveldisstofnun. Hugsjónir
Jóhannes Kristjánsson f
eftirherma I
Getur hermt eftir alvöru I
stjórnmálamarmi.
■ l
Jóhanna af Örk
Hrein mey á hestbaki
hiýtur aðtrekkja.
Halli og Laddi
Stuttl brosið.
eru flokknum löngu gleymdar,
þó í hirslum sínum eigi hann
skýra stefnu sem blása mætti
af ryki og fægja svo hún sindri.
En þýlyndið hefur flokkurinn
svo dyggilega iðkað til að halda
völdunum að hann er kominn
í kreppu sem trauðlega verður
úr rétt.
En eins og sagði í sögunni um
Hans klaufa þá er engin betri
hetja en sá sem kemur í gallan-
um úr sveitinni: Hér kem ég.
Eins og mál ráðast nú er fátt
líklegra en Guðni Ágústsson
geti ásamt liði sínu tryggt tann-
lækningar flokksins og rétt
honum bit. Guðna er þó bros-
ið einlægt, en hætt er þá við að
enn stirðni sjálfstæðismönnum
Halldór Asgrímsson hættirsem
formaður flokks í fylgiskreppu.
Leiðtogi i leit
að hjörö.
Margaret Thatcher
Gæti vei unnið með
Sjálfstæðisflokknum.
Vesalings Valgerður
Yfirleitt vorkennir kjósandi ekki
ráðherra, þingmenn vorkenna ekki
heldur sjálfum sér.
Þeir sýna vald sitt, sannfærðir
um að þeir geri hið rétta.
Einu gildir hvað valdamaður að-
hefst, hann forðast að koma fram
sem píslarvottur nema hann finni
þvílíka sekt hjá sér að ofsóknaræði
grípi hann. Sér til stuðnings reynir
hann þá að draga fjölskylduna líka
inn í píslarvættið.
Það er ekki fyrr en hann hættir
störfum að hann
sýnir inn í þann
falska og óör-
ugga heim sem
hann skapaði á
ferli sínum og
aðrir mótuðu á
undan hónum.
Þá segir hann
til dæm-
is eins og
Andreotti í frægri setningu: jVald-
ið eyðir þeim sem er fyrir utanþað.i
Þetta þykir flott sagt í ítölskum
stjórnmálum en Andreotti er blind-
ur að hætti þingmanna: Valdið eyð-
ir handhafa þess. Sem er algengt.
Stjórnmálamenn falla en flónin fyr-
ir utan standa.
Valgerður Sverrisdóttir er reynd-
ar enginn stjórnmálamaður en
þvælist með á svipaðan hátt og aðrir.
Munurinn er sá að hún er ráðherra
og fyrir bragðið tákn fyrir verk, þótt
hún hafi ekki unnið það með eigin
hendi. Þetta skilur hún ekki enda
líklega aldrei lesið í enskutímum
verk Shakespeares um svipað efni:
Nafn eins er tákn fyrir gerðir ann-
arra.
Hún skilur ekki heldur að orð
á mótmælaspjaldi eru ekki frum-
varp samþykkt á Alþingi sem verð-
ur hrint í framkvæmd. Og kennsl-
an í íslandssögu hefur ruglað hana
í ríminu, líklega sér hún fyrir sér að
Framsókn og hún verði færð í poka
af stráklingum, eins og gert var við
Jón Gerreksson, og drekkt í Brú-
ará.
Nei, hún er ekki enn orðin
álbiskup. Mig grunar að Alkaída
eyddi ekki einu sinni púðri á kon-
una, þótt hún hafi lýst yfir í sjón-
varpsviðtali stuðningi við bresk-
amerísk bjargráð í írak á leið í
Stjórnarráðið.
Vesalings Valgerður.
En undarleg er álveraþrá-
in. Hún er mest í Þingeyjar-
sýslu þar sem þjóðernis-
hyggj an ogrembingurinn
voru og á Austfjörðum
þar sem kommúnism-
inn var sterkastur og í
Kanavíginu Keflavík.
Það er eðlilegt.
Kanalausir geta
Keflvíkingar ekki
verið, enda ganga
þeir með ódrep-
andi steinbarn í
lifrinni.
' Guðbergur Bergsson rithöfundur