Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006
Helgin DV
Þær eru kallaðar „drottningarbýflugur“ á skólalóðun-
um. Þær eru efstar í goggunarröðinni og velja sér
„vinnuflugur“ sem þær stjórna með harðri hendi.
Vinnuflugurnar, sem eru yfirleitt stelpur í „flottari“
kantinum, eru svo tilbúnar að gera hvað sem er til að
þóknast drottningunni í þeim tilgangi að tilheyra hópn-
um. í því felst ekki síst að leggja aðrar stelpur í einelti.
Samkvæmt könnunum
bandaríska rithöfundarins
Valerie Besaq, sem hefur
sérhæft sig í einelti stelpna,
færist slíkt einelti í aukana.
Hún segir að ólíkt strákunum beiti
stelpurnar ekki líkamlegu ofbeldi og
þess vegna sé þessi tegund ofbeld-
is oft dulin. Eineltið geti viðgeng-
ist í mánuði og jafhvel ár án þess að
nokkur viti af því nema þolandinn.
Ofbeldi af þessu tagi grafi stanslaust
undan sjálfstrausti þolandans og geti
þess vegna haft alvarleg áhrif á líf
viðkomandi á fullorðinsárum. Sam-
kvæmt könnunum er þetta svo alvar-
legt vandamál að það ógnar lífsgæð-
um heillar kynslóðar kvenna.
Svokallað„efnishyggjueinelti"
eykst
Jón Páll Hallgrímsson, ráðgjafi
hjá Regnbogabörnum, segir þessa
tegund eineltis líka fara vaxandi á ís-
landi og þetta sé ekki einungis vax-
andi vandamál heldur verði grimmd -
in sífellt meiri.
„Ég verð aðallega var við og hef
áhyggjur af því sem ég kalla efnis-
hyggjueinelti," segir Jón Páll. „Þar
gengur allt út á klæöaburð og útlit
og að eiga réttu Jilutina. Ég hef tek-
ið eftir að þetta getur verið mismun-
andi milli skóla og eftir því hvem-
ig hverfið er samsett. Eitt árið komu
sex stelpur til mín með nákvæmlegá
sömu sögu úr sama skólanum. Þær
fengu stanslaust skilaboð um að þær
væru ljótar og leiðinlegar og svo áttu
þær ekki réttu fötin og græjurnar. Ein
ellefu ára stúlka var lögð í einelti af
því hún átti ekki g-streng. Hún sagð-
ist vonast til að eineltið hætti þegar
hún væri búin að safna sér fyrir Dies-
el-gallabuxum. Önnur sagðist allt-
af sitja fremst og næst kennaranum
og forðast að líta aftur fyrir sig því
stelpurnar í bekknum rækju út úr sér
tunguna og notuðu alls kyns svip-
brigði til að tjá fyrirlitningu sína. Á
skólalóðinni gat þessi stelpa ekkert
gert nema reyna að forðast hinar í
lengstu lög. Stelpur geta brotið nið-
ur aðra manneskju án þess að segja
eitt einasta orð. Það segir sig sjálft að
barn sem kemur í skólann á hveijum
degi og fær svona skilaboð brotnar
niður fyrir rest," segir Jón Páfl.
Mikil grimmd í eineltinu
Grimmd stelpna í garð hverrar
annarrar tekur á sig margar myndir
en afgengt er að hinni útskúfuðu sé
ekki boðið í partí sem öllum öðrum
er boðið í, að drottningin og hirð-
meyjarnar bjóði henni í kfíkuna gegn
einhverjum skilyrðum og útskúfi
henni svo stuttu síðar, fái hana til að
bjóða I partí sem enginn mætir í og
svo framvegis.
„Nú eru bloggsíðurnar líka orðn-
ar stór hluti af eineltinu," segir Jón
Páll. „Stelpurnar eru mjög grimmar
í skrifum sínum þar og flestir skjól-
stæðingar okkar eru með útprentan-
ir af netinu meðferðis í fyrsta viðtali.
Setningar á borð við: „Af hverju gerir
þú okkur ekki greiða og drepur þig?"
eru dæmi um það sem sést á msn-
og bloggsíðum."
Jón Páll segir að fórnarlömb
stelpueineltis hafi tilhneigingu til
að hætta í skóla og eignast I stað-
inn kærasta og verða ófrískar. „Það
er ekki fyrr en kærastinn vill fara að
fá þessar stelpur til að gera eitthvað
sem kemur í ljós að þær eru algjör-
lega vanhæfar til að umgangast fólk,"
segir Jón Páll. „Þær hvorki þora né
geta kynnst nýju fólki. Samkvæmt
könnunum erlendis er líka algengt
að þessar stelpur leiðist út I vondan
félagsskap og vímuefni."
Eru konur konum verstar?
En hvað veldur því að stelpur eru
svo miskunnarlausar við kynsystur
sínar?
Kona sem ekki vill láta nafns síns
getið og er ekki stolt af fortíð sinni
sem gerandi I einelti segist hafa verið
uppfull af vanmáttarkennd sjálf.
„Ég var ekki ein af vinsælustu stelp -
unum í skólanum en fékk að vera með
í klíkunni. Ég var sífellt hrædd um að
verða útskúfuð svo ég gerði allt sem
ég gat til að ganga í augun á þeim vin-
sælustu. Ég hef alltaf skammast mín
fyrir heigulsháttinn og það sem ég lét
hafa mig út í en það var ekki fræðileg-
„Hún Ijómaði eins og
sól þegar hún tók utan
afpakkanum en í hon-
um varrifinn klósett-
pappír og miði um að
hún væri fífí."
eingöngu að kenna hana með orð-
um eða texta, heldur að rækta með
börnum."
„Þama bera foreldrar mesta
ábyrgð," segir Jón Páll. „Böm sem al-
ast upp við illt umtal og rógburð um
aðra læra að sjálfsögðu þannig hegð-
un og finnst hún eðlileg."
Grafalvarlegt og getur endað
með dauða
í skýrslum Besaq kemur fram að
fjöldi fórnarlamba eineltis í stelpu-
hópi hafa tekið sitt eigið líf. Einnig
eru dæmi um að einelti hafi gengið
svo gjörsamlega út í öfgar að það hafi
endað með að stúlkur drepi aðrar
stúlkur. Þegar Besaq skrifaði bókina
Understanding Girl’s Friendships,
Fights and Feuds, var hún með upp-
tökuvél I hópi ellefu ára stúlkna í
16 mánuði. I iyrstu voru stúlkumar
mjög meðvitaðar um myndavélarn-
ar og vönduðu samskiptin en voru
undrafljótar að hverfa til fyrra hátt-
ernis. Niðurstöður Besaq benda til
að vinátta sé stelpum mun mikil-
vægari á barns- og unglingsárunum
en námsárangur.
Jón Páll tekur undir þetta og segir
þess vegna mikilvægt að grípa fljótt
í taumana þegar um einelti stúlkna
er að ræða. „Þetta er einelti sem get-
ur byrjað strax á fyrstu árum grunn-
skóla en kemur kannski ekki upp á
yfirborðið fyrr en börn eru um níu
ára. Þar sem eineltið er eins dulið og
raun ber vitni verða foreldrar að vera
mjög meðvitaðir um líðan barna
sinna. Til að ráða bót á þessu þarf að
ná til allra, krakkanna sjálfra, kenn-
ara og foreldra. Ég verð þó að undir-
strika að mesta ábyrgðin er hjá for-
eldrunum." edda@dv.is
Stelpur sem leggja aðrar stelpur í einelti sem krakkar halda því oft áfram á
fullorðinsárum Einelti I kvennahópum á vinnustöðum ernú vaxandi vandamái.
ur möguleiki að ég stæði upp til að
verja þær sem lentu í eineltinu. Samt
sagði allt innra meðméraðég væri að
gera rangt. Stelpan sem var I forsvari í
minni klíku var frá fi'nu heimili, en ég
held eftir á að hyggja að þar hafi ver-
ið alls konar vandamál í gangi eins
og alkóhólismi eða jaftivel vandamál
sem ekki voru í umræðunni þá. Hún
var töffari og leiðtogatýpa en fyrst og
fremst held ég að henni hafi sjálfri
liðið illa. Við bárum samt takmarka-
lausa virðingu fyrir henni og bestu
vinkonum hennar og þær gátu fengið
okkur til að gera nánast hvað sem var.
Ég vorkenndi oftast stelpunum sem
við vorum að stríða, einu sinni gáfum
við einni fallega innpakkaða afmælis-
gjöf og töldum henni trú um að hún
væri æðisleg og við vildum að hún
væri með okkur. Hún ljómaði eins og
sól þegar hún tók utan af pakkanum
en í honum var var klósettpappír og
miði um að hún væri fífl. Ég gíeymi
aldrei svipnum á henni og tárunum
sem brutust ffarn en ég hló með hin-
um þótt mig langaði mest að gráta
með fómarlambinu. Það vom mörg
svona dæmi."
Að kunna að finna til með
öðrum
Jón Páll segir einmitt að sjálfs-
virðing gerandans geti aldrei verið í
lagi. „Það segir sig sjálft að einstakl-
ingur sem tekur sér það bessaleyfi
að níða af öðrum sjálfsvirðinguna
er ekki í góðum málum með sjálf-
an sig. Sá sem er í góðu jafnvægi og
þorir að vera hann sjálfur hefur ekki
þörf fýrir að vera vondur við aðra.
Hins vegar liggur ábyrgðin hjá for-
eldrunum að efla þessa þætti í böm-
um sínum. Mér finnst Gunnar Her-
sveinn orða þetta svo vel í pistli sem
hann skrifaði um einelti en þar sagði
hann: „Samlíðun, finnst mér fallegt
orð. Það er um að gera að geta sett
sig í spor annarra, skynja samhljóm-
inn milli einstaklinga, finna til með
öðrum, gleðjast með öðrum, syrgja
með öðrum, vera ekki sama og vilja
gefa öðmm eitthvað af sér. Samlíð-
un er aflið - og á, að mínu mati, ekki