Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 56
72 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006 Helgin PV „Jæja, viljið þið ekki fara að fara? Það er komið langt fram yfir miðnætti og ég þarf að vakna í vinnu í fyrramálið..." Er hægt að segja svona við gesti sem gerast langsetnir? Sennilega ekki... eða hvað? „Alls ekki!" segir frú Unnur Arngrímsdóttir, semveiteinna kvenna og manna mest um mannasiði. „Það er ekki hægt að bjóða gestum heim og reka þá svo! Mun einfaldara og kurteisara af hálfu gestgjafans er að segja: „Má bjóða ykkur eitthvað meira áður en þið ‘ farið heim?" Stundum virðist sem ókurteisi sé að fcerast í vöxt og það sem verra er, þá verður maður einhvern veg- inn meira var við dónaskap þeirra sem eldri eru. Það virðist stundum sem eldrafólk sé ennþá dónalegra en hinir yngri og margir sem eru ífor- svari fyrirtcekja láta ekki svo lítið að svara einföldum beiðnum með stuttu• tölvupóstsbréfi. Einu sinni vargjarn- an gripið til orðatiltcekisins „kurt- eisi kostar ekkert" og með nútíma- tcekni kostar ekki mikið að hringja eitt símtal, senda SMS eða svara bréfum. Hvað er það þá sem veldur því að fólki finnst sjálfsagt að svara ' ekki boði um fund eða í veislu? Eru mannasiðir að verða útdauðir og er kannski bara allt í lagi að haga sér eins og maður vill? Og ef ofan á allt reynist rétt að nýkjörinn borgarstjóri Reykvíkinga hafi afboðað sig á fund klukkustund eftir að fundurinn átti að hefjast, við hverju má þá búast: „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir halda sér leyflst það." Eða hvað? Unnur Arngrímsdóttir segist reyndar ekki trúa þeim fréttum: „Ég trúi ekki að Vilhjálmur Vil- hjálmsson komi svona fram. Það hlýtur að vera einhver misskilning- ur í fréttaflutningi," segir hún, „Vil- hjálmur er sextugur maður, þekktur af prúðmennsku". Mannasiðir = virðing Hvort ungt fólk sýni minni virð- ingu og kurteisi en þeir sem eldri eru er spurning sem ekki vefst fyrir Unni að svara: „Nei, en fólk sem kann ekki mannasiði er fyrirferðarmeira og meira áberandi," svarar hún bros- andi. Hvað nákvcemlega er það sem við í daglegu tali köllum mannasiði? „Mannasiðir eru reglur sem menn hafa sett til þess að auðvelda mannleg samskipti og mér fínnst mannasiðir því miður að vissu leyti vera að hverfa úr nútímasamfélagi. Sjálf skipti ég mannasiðum í marga flokka, svo sem mannleg samskipti, borðsiði, brúðkaupssiði, kirkju- siði og fleira. Manneskja sem kann mannasiði umgengst fólk með virð- ingu," segir hún. „Virðing felst í því að svara bréfum, símtölum og skilaboð- um eins fljótt og kostur er. Annað er ókurteisi." Það fer ekki hjá því að ég leiði hugann að tugum virtra fyrirtcekja sem ég sendi tölvupóst í byrjun apríl og innan við tugur hefur séð ástceðu tilað svara... „Þeir sem þar eru í forsvari þurfa að athuga sinn gang," segir Unnur. „Það er of algengt að bréfum sé ekki svarað og legið sé með persónulegar upplýsingar alltof lengi, eins og þeg- ar sótt er um starf." Vandamál dónanna Talandi um vinnustaði. Flestar manneskjur bjóða alltaf góðan dag og kveðja að vinnudegi loknum en aðrir hvorki gera það né taka undir kveðjurnar. Á ekki bara að hœtta að heilsa og kveðja slíktfólk? „Nei, einmitt alls ekki," segir hún með áherslu. „Kurteist fólk á alltaf að sýna kurteisi. Grundvallarregla í mannlegum samskiptum á vinnu- stað er sú að bjóða góðan dag og kveðja að vinnudegi loknum og sá sem ekki tekur undir slíkar kveðj- ur verður að hafa sitt vandamál fyrir sig. Slíku fólld á einmitt að sýna kurf- eisi áfram - leggja sérstaka áherslu á það!" Frú Unnur Arngrímsdóttir Mannasiöirvirðast vera að hverfa í samféiaginu HT.- ■ jI ÉðSÍÉÉ'f; Ú, i \ j Hvað höfðinqj hafast að. UMKURTEISIOG MANNLEG SAMSKIPTI D Þá vitum við það, en hvað með fólk sem virðist gjörsamlega fyrir- munað að vera stundvíst? „Fólk á að virða tíma annarra og hafa stundvísi í fyrirrúmi í öllum til- vikum," segir hún. „Óstundvfsi er eitt áberandi vandamál í okkar samfélagi." Hvað til dcemis með það þegar fólk kemur klukkutíma ofseint í mat- arboð. Á ekki bara að bjóða þeim upp á kaldan og ofsteiktan mat?!? „Nei, það gerir gestgjafi aldrei," segir hún og skellihlær. „Við tökum á móti gestum með brosi á vör þó svo þeir komi of seint í matarboðið. Hins vegar er óleyfilegt að koma of seint í boð, hvað þá matarboð, nema því aðeins að rætt hafi verið um það áður. Og það er rétt að bæta því hér við að það er allt í lagi að geyma far- símann heima einstöku sinnum!" Farsímanum ekki boðið „Ég trúi ekki að þú sért að dömpa mér! Ég er I miöri matarveislu!" Farsímanum ekki boðið Örugglega stórfrétt fyrir marga: Það á ekki að spjalla í farsímann í boðum! Það eru heldur ekki manna- siðir að standa upp frá matarborð- inu efsíminn hringir ogfara fram til að tala. En það er fleira sem hafa ber í huga í matarveislum: „Það sest enginn til borðs fýrr en húsmóðir, húsbóndi eða veislustjóri hefur sagt: „Gjörið svo vel," segir Unnur. „Ef herra er með dömu tek- ur hann dömuna með sér að borð- inu, en sest ekki fyrr en hún er sest. Venjulega sitja húsbændur fyrir enda borðsins, en einnig getur ver- ið heppilegt að þeir sitji hvor á móti öðrum fyrir miðju borðsins. Það fer eftir því hvað borðplatan er löng. Heiðursgestir sitja næst húsbænd- unum og yfirleitt sitja hjón eða pör saman." Og er þá sama hvort er hvoru megin? „Nei, daman situr ætíð við hægri hlið herrans," svarar Unnur. „f sum- um tilfellum geta pör þó setið hvort á móti öðru. Að sjálfsögðu byrjar svo enginn að borða fyrr en húsmóðirin hefur sagt „gjörið svo vel" eða „verði ykkur að góðu" eins og tíðkast víða í útlöndum." Mannasiðir varðandi brúðkaup Nú er sá árstími sem flest brúð- kaup eru haldin. Hvaða reglurgilda í sambandi við brúðkaup? „í fyrsta lagi á annaðhvort að þakka fyrir gott boð eða afboða sig, ekki með styttri fyrirvara en einni viku, nema eitthvað óvænt komi til, eins og veikindi," segir Unnur. „Sið- venjan er sú að konur mæta ekki í hvítum kjól til brúðkaups. Hvíti kjóllinn þann dag tilheyrir brúðinni. Við hádegisbrúðkaup mæta konur í drögtum með hatta og herrar mega vera í tvískiptum fatnaði. Stuttir eða hálfsíðir kjólar tilheyra síðdegis- brúðkaupi og síðir kjólar kvöldbrúð- kaupi. Það er líka vert að geta þess hér að við kirkjubrúðkaup eiga gest- ir að fara úr yfirhöfnum þegar gengið er til kirkju. Dömur sitja vinstra meg- in í kirkjunni og herrar hægra meg- in." Er í lagi að senda boð með SMS-i eða gegnum tölvupóst? „Ég er af gamla skólanum," svarar Unnur að bragði. „Mér finnst símtal eða boðskort sem sent er í pósti vera mun persónulegra." Þá að veislunni sjálfri. Gilda sömu reglur varðandi klceðaburð veislu- stjóra og annarra gesta eða á veislu- Leitið og þér munuð finna Karimaður verður að gæta þess að dömuna hans skorti ekkert. Það ernú kannski úþarfi að vera með sérstakan þjón en... stjóri að skera sig úr á einhvern hátt? „Það gilda sömu reglur, en til að aðgreina veislustjóra frá öðrum gest- um, þá er til dæmis hægt að setja blóm í barm hans eða hennar með sömu litum og eru í brúðarvendin- um og ef herra er veislustjóri gæti hann verið í litaðri skyrtu." Hvað má ekki segja í ræðum? Sumir hafa meira gaman en aðr- ir af að halda rœður og fátt er leið- inlegra en of langar rœður. Hver er eðlileg tímalengd rceðu og hvernig á rceðuhaldarinn að bera sig að? „Sá sem ætlar að halda ræðu byrj- ar á að gefa sig fram við veislustjór- ann, sem svo tilkynnir hver talar næst. Það borgar sig að hafa minn- ispunkta á blaði svo ekki sé farið út fýrir efnið. Ræður eiga að vera stutt- ar og hnitmiðaðar með léttu ívafi. Gesturinn þarf að gæta þess að vitna ekki oft í sjálfan sig eða segja frá ein- hverjum gleðskap sem annað hvort brúður eða brúðgumi hafa tekið þátt í - hvað þá drykkju og djammi!" seg- ir hún. „Slíkt tal sem og tal um fýrri ástarsambönd er bæði ókurteisi og hreinn dónaskapur. Aðalatriðið er að muna að það má aldrei særa neinn viljandi. í sumum tilfellum væri hægt að enda ræðuna með því að biðja gesti að standa upp, syngja saman og hrópa ferfalt húrra fyrir brúðhjónunum. Veislustjórinn þarf þó að halda utan um að það sé ekki gert í lok hverrar ræðu!" Einhverjar sérstakar reglur varð- andi drykki? „Sé vín á borðum eru notuð glös á fæti og þá skal halda skal um fót glassins. Það á ekki að byrja að dreypa á víninu fyrr en skálað er. Þegar glösum er lyft er horft í augu gestgjafans. Það er kannski rétt að taka það fram að það er alls ekki skylda að hafa vín með mat. Svo er rétt að benda á að það má aldrei teygja sig eftir fötum á borði, held- ur biðja einhvern að rétta það til sín. Herrann má ekki gleyma dömunni sinni og vera vakandi fyrir því hvað hana vantar." Ræðuhöld Ræðureiga að verastuttar. Það flokkast undir dónaskap að tala um drykkju og djamm. Unnur mín. Hvar á maður að finna mann sem kann slíka manna- siði á þessum síðustu og... ?! „Leitið og þér munuð finna!" svar- ar hún hlæjandi. „Ég get alveg lofað þér því að slíkir menn eru til." „Leitið og þér munuð finna." Hm. Þessi orð festast einhvern veginn í huganum. Er að hugsa um að koma við í smáauglýsingadeildinni: „Kurt- eis maður sem kann að sitja vinstra megin við konu við matarborð og gcetir þess að hana skorti ekki neitt, talar ekki í farsímann um leið og hann borðar, sleikir ekki hnífinn, mœtir stundvíslega til brúðkaups og veislu..." Ja, þessi auglýsing cetti auð- vitað að vera eins og rceða í brúð- kaupi, stutt og hnitmituð: „Óska eftir að kynnast manni sem kann manna- siði." annakristine@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.