Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 Fréttír DV Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hefst í dag og þar verður eitt mesta pólitíska klúður íslandssögunn- ar til umræðu. Á fundinum verður lögð fram tillaga um að flokksþing verði haldið eins fljótlega og auðið er en ekki beðið til hausts eins og Halldór Ásgrímsson hefur lagt til. Öruggt er talið að Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir bjóði sig fram í formannsembættið. Ný rikisstjórn bíður þar til í næstu viku. Jónína Bjartmarz talin nokkuð örugg í ráðherrastól „Strákarnir í bakherbergi mínu munu tala við strákana í bakher- berginu þínu." Eitthvað á þessa leið hljómar ein persónan í gamalli svart- hvítri mynd um spillingu í banda- rískri stórborg. Og stóra spurning- in í stjórnmálum dagsins er hvaða strákar úr bakherbergi Halldórs Ás- grímssonar formanns Framsóknar- flokksins töluðu við hvaða stráka í bakherbergi Finns Ingólfssonar. Það liggur ljóst fyrir að niðurstaðan og framhaldið er eitthvert mesta pólit- íska klúður íslandssögunnar og þó víðar væri leitað. Halldór stendur eftir með flokkinn í rjúkandi rúst og ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi. Finnur hefur ekkert haft upp úr krafsinu annað en óþægilega upp- rifjun á þeim líkum í lestinni sem hann burðaðist með á fyrri ferli sín- um í stjórnmálum. Miðstjórnarfundur Framsóknar- flokksins hefst í dag þar sem ræða á málin. Það liggur fyrir að á fundinum verður lögð fram tiliaga um að halda flokksþing eins fljótt og lög flokks- ins leyfa, sennilega eftir viku eða svo. Sú tilíaga verður að öllum líkindum samþykkt. Margir framsóknarmenn geta ekki hugsað þá hugsun til enda að hafa þetta klúður hang- andi um hálsinn það sem eftir er sumars en Halldór vildi halda flokksþing ið í haust. Og þaðliggureinnig nokkuð ljóst fyrir að bæði Guðni Ág- ústsson og Siv Friðleifsdóttir munu bjóða sig fram í formannskjörinu. Annars er erfitt að átta sig á þeirri flækju sem komin er upp. Greinilegt er þó að Halldór og klíkan í kringum hann hafa ofmetið Finn Ingólfsson talsvert. Þeir hafa haldið að Finn- ur gæti stigið fram á völlinn eins og Kristur á pálmasunnudag, eins og einn viðmælenda DV orðaði það. Þegar þetta fór að spyrjast út komu miklar vöflur á marga. Finnur er ekki bara með mörg lík í lestinni heldur er hann holdgervingur þess vanda sem plagað hefur Framsókn hingað til og eru tengslin við S-hópinn og leifamar af gamla SÍS-veldinu. Hvern velur Halldór? í samtölum DV við nokkra sem þekkja vel til innan Framsóknar- flokksins kemur meðal annars fram að fleiri framboð en þessi tvö munu koma fram á flokksþinginu því hvorki Guðni né Siv em Halldóri og klíku hans að skapi. Halldór vill vera arki- tektinn að því hver eftirmaður hans verður. Vandamálið er að „bygging- arefhið" er ekki til staðar. Vanda- málið liggur einnig í því að Halldór er drottnunargjarn og einráður og hefur safnað um sig hirð já-manna. Enginn þeirra er augljós kandídat í stöðuna. Valgerður Sverrisdóttir yrði hugsanlega neyðarlending- in fyrir Halldór ef honum tekst að tala hana til framboðsins. Og Val- gerður ætti töluverða möguleika ef < kosið verður milli þriggja eða fleiri I á flokksþinginu. Raunar má nefna hér að sá möguleiki er einnig í stöðunni að Valgerður fái Pál Magnússon aðstoðarmann sinn til að bjóða sig fram. Baklandið í lagi Guðni og Siv eru þau einu af þingmönnum flokksins sem hafa virkt bakland í flokkn- um. Sökum andstöðu sinnar við Halldór hafa þau komið sér % Valgeröur Sverrisdóttir Gæti orðið kandidat Halldórs i formannsembættiö. Halldór Asgrfmsson Tók ákvörðun um að hætta I pólitík á þessu kjörtlmabili fyrir löngu slðan. upp baklandinu til að verja stöðu sína. Einn af viðmælendum DV nefndi til sögunnar að kannski væri það sterkasti leikurinn fyrir Guðna og Siv á flokksþinginu að bjóða sig fram saman sem formann og vara- formann. Það væri leikur sem Hall- dór ætti erfitt með að sjá við. Senni- lega mun þó póiitískur memaður Sivjar standa í veginum fyrir shku bandalagi. í augnablikinu er ekki að sjá aðra í framboði til formanns. Þó skyldi aldrei afskrifa Bjöm Inga Hrafnsson borgarfulltrúa flokksins. Hann hefur ekkert blandað sér í þá umræðu sem verið hefur í gangi. Sumpart vegna þess að hann hefur haft í nógu að snúast við að semja um verkaskiptinguna við Sjálfstæð- isflokldnn og sumpart vegna þess að hann er nógu skynsamur til að halda sér til hlés þegar allir aðrir tjá sig um málin út og suður. Gömlu gildin Sem sagt, þeir sem gleggst til þekkja telja að baráttan um for- mannsstöðuna muni standa á milli Guðna Ágústssonar og Sivjar Frið- leifsdóttur. Guðni stendur betur að vígi þar sem hann er varaformað- ur flokksins og flokkshefðin segir að sækist varaformaður eftir embætti formanns sé nær sjálfgefið að hann verði kosinn. Guðni er þar að auki fyndinn og orðheppinn maður og fulltrúi hinna „gömlu og góðu" gilda og á sem slíkur vísan stuðning lands- byggðarfólksins. Hins vegar þykir hann hvorki höfða til yngri kjósenda né borgarbúa en ef flokkurinn á að ná einhverjum árangri í næstu kosn- ingum er mikilvægt að hafa mann í brúnni sem gerir það. Mjög metnaðarfull Siv Friðleifsdóttir er talin höfða meir til yngri kjósenda en Guðni. Hún mun örugglega eiga léttara með að ná til kjósenda á höfuðborgar- svæðinu en Guðni. Þar að auki er hún Evrópusinnuð og síðast en ekki síst er hún kona. Margir telja að það yrði sterkur leikur hjá Framsókn að tefla ffam konu sem formanni. Og eins og Össur Skarphéðinsson benti réttilega á í einu af bloggum sínum í vetur er Siv gríðarlega metnaðarfull. „Hún hefur hæfileika til að laða fólk að sér en líka til að koma sumum upp á móti sér. Það vita allir Fram- sóknarmenn. Hún er giska hörð við andstæðinga sína innan flokks - og hefur minni fílsins" sagði össur þá. Jónína ráðherraefni En það er ekki bara vandamál inn- an flokksins sem Halldór glímir við þessa dagana. Ríkisstjómarsamstarf- ið er í uppnámi og ekki ræðst hvern- ig ný rfldsstjóm verður skipuð fyrr en einhvern tímann í næstu viku. Jón- ína Bjartmarz er langlíklegasti kost- urinn sem nýr ráðherra Framsóknar sökum þess að án hennar væri eng- inn úr Reykjavfloirkjördæmunum í ráðherrastól. Raunar er það nefnt til sögunnar að sennilega sé það ekki minna klúður af hálfu Hall- dórs að hafa ekki samið um og gengið frá ráðherraskipt- unum og þar með nýrri rík- isstjórn áður en hann efndi til blaðamannafundarins á Þingvöllum. Spurningin sem eftir stendur er hvern- ig nýr ráðherralisti Fram- sóknar muni líta út að loknum samningaviðræð- unum við Geir Haarde. Það er illmögulegt að spá um það á þessari stundu, utan að sennilega heldur Guðni land- búnaðarráðuneytinu og varla hefur Jón Kristjánsson geð í sér að taka við þriðja ráðherraembættinu á jafhmörgum árum. Lengi vitað Það hefur legið lengi fýrir að þetta yrði síðasta kjörtímabil Halldórs Ás- grímssonar og að hann hafi tekið ákvörðun sína síðla vetrar. Á þeim tíma sá Halldór ekki vandamál með eftirmann sinn. Árni Magnússon var erfðaprinsinn og átti að taka við embættinu. Sæmileg sátt var um það innan flokksins. En eins og Bjarni Harðarson ritstjóri Sunn- lenska benti á í spjallþætti á NFS í vikunni sá Árni að það var ekkert að erfa eftir Halldór og lét sig því hverfa. Halldór aftur á mótí hélt áfram og saup síðan seyðið af afhroði flokks- ins í sveitarstjórnarkosningunum. Kristinn Gunnarsson benti á það á heimasíðu sinni að ef fylgið er skoð- að þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin merkjum hrapaði fylg- ið úr 23% á landsvísu og niður í tæp 12%, eða um helming. I þeirri stöðu áttí Halldór fáa aðra kosti en að segja af sér formennsku og gefa öðrum tækifæri til að bjarga því sem bjargað yrði í næstu þingkosningum eftir ár. fri@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.