Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 46
62 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 Menning DV Listamaðurinn er að vísu bam síns tíma, en hitt er verra fyrir hann, ef hann verður skjólstæðingur, eða jafn- vel óskabam síns tíma - Friedrích Shiller: Um fagurfræði- legt uppeldi mannsins, 9. bréf. GRÍMAN er í uppsigl- ingu. Tilnefningar voru birtar á miðvikudag og við það vakna ýmsar spurning- ar. Oft hef- ur brunnið við á þessum fáu árum sem verðlaunin hafa '/JH viðgengist að inn- an leikhúss heyrist raddir sem benda á gallana á starfs- fyrirkomulagi Grímunnar. Ólíkt Eddunni þar sem allur bransinn - yfir sex hundruð einstaklingar velja úr forvali fagnefnda, þá er hópurinn sem velur tilnefningar afar þröngur - munu vera um tuttugu og fimm einstaklingar. ÞEIR eru valdir af Ieikhúsunum sjálfum, Þjóðleikhús velur sína nefndarmenn og svo framvegis. Þetta fyrirkomulag leiðir til þess að hætta er á að starfsmenn til- tekins leikhúss hallast að sínu, velja einkum sýningar og starfs- fólk frá sinni stofnun. Virðist oft vera. Flugur ÞÁ brennur líka við að sumar sýningar sjá meðlimir akademí- unnar aldrei - þess eru dæmi og aðstandendur þeirra bera því skarðan hiut frá borði. Þetta hefur komið fyrir oftar en einu sinni. ERU verðlaunahafar trúverðug- ir sem það besta sem sést hefur það árið? Því fer fjarri. Raunar er það skoðun þess sem hér situr við lyklaborð að verðlaunin séu fjarri því að sýna í öllum grein- um það besta sem sést hefur á sviðum landsins undangeng- ið ár. SIGURVEGARI þessa árs er samt óneitanlega Þjóðleikltús- ið. Sviðsetning Péturs Gauts er tvímælalaust stærsti viðburður ársins sem leið og þar eru marg- ir sem eiga skilið viðurkenningu, leikarar, leikstjóri, leikmynda- höfundur þeirra á meðal. Á það munu margir geta sæst. Þeir bræður Sigurður og Kristján Guðmundssynir-byltingarmenn í íslenskri myndlist - verða með sýningu í SkaftfeÚi á Seyðisfirði í sumar og verður hún opnuð á morgun. Súmmarasumar í Skaftafelli Kristján Guðmundsson Hefur oft staðið I skugga bróður slns en er ekki slður virtur fyrir sína frjóu hugsun. Það verður opnað í Skaftfelli í eftirmiðdag, en menningarmið- stöðin verður opin í allt sumar frá kl. 14 til 21. Þeir bræður eru list- unnendum að góðu kunnir en þeir voru báðir meðal forsprakka SUM- hreyfingarinnar, þegar ungir ís- lenskir listamenn byltu listalífinu í landinu. Þótt list þeirra eigi sterkar rætur í hugmynda- eða konseptlist sem mótaðist á 7. áratugnum hafa þeir farið ólíkar leiðir og aldrei þrætt troðnar slóðir. Myndlist þeirra sprettur af ólíkum meiði. Erfitt er að skilja list Sigurðar frá hugmyndaríkum listamannin- um sjálfum. Sigurður lætur hug- myndina ráða og verkin hans eru margvísleg, allt frá ljósmyndum og skáldsögum til konfektmola í yfir- stærð úr málmi og steini. Sigurð- ur er einn alþjóðlegasti listamað- ur þjóðarinnar, hann býr og starfar í Hollandi, á íslandi, í Svíþjóð og Kína. Undanfarin ár hefur Kristján Guðmundsson unnið verk úr gal- vaníseruðum járnrörum, sem eru stundum lituð, og segja má að verkin fjalli fremur um bilið á milli hlutanna en hlutina sjálfa, eins og heiti verkanna gefa til kynna; t.d. jGular traðiri og jRauð göngi. í þessu samhengi eru göngin innra byrði röranna, en traðirnar ytra byrði þeirra. í teikningum sínum er Kristján sömuleiðis fremur að vinna með efnivið teikningarinnar en teikn- ingu í hefðbundnum skilningi, því hann lætur efniviðinn, þ.e.a.s. blýið, mynda teikninguna sjálfa. Þannig hafa teikningar Kristjáns, eins og málverkin, öðlast nýja vídd sem rýmisverk auk þess að vera teikningar í ramma. Þetta er í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma sem þeir bræður hóa í samsýningu hér á landi og ætti ferðalöngum og Austfirðingum því að verða tíðrætt um tiltæki þeirra bræðra í menningarmiðstöðinni en sjón er sögu ríkari. Desmond Dekker dáinn Desmond Dekker er látinn á Eng- landi aðeins 64 ára gamall. Hann var að búa sig undir Evróputúr þeg- ar hjartaáfall varð honum að aldur- tila. Dekker var frumkvöðull í tónlist Jamaíka. Hann átti hittara á ólíkum skeiðum dægurlagatónlistar heims- ins, hóf feril sinn þegar ska-músik Jamaíka var í upphafi, tók virkan þátt í þróun tónlistar Karíbahafsins yfir í steady-rokk og loks reggí. Hann hét fullu nafni Desmond Dacres og var fæddur i Kingston og alinn upp munaðarlaus. Ferill hans hófst í kirkjukórum þar sem hann var mikilsmetinn fyrir háa rödd. Hann lærði til logsuðu en tók að syngja opinberlega sem dægurlaga- söngvari 1961 á vegum þarlendra umba. Dekker benti þeim á félaga sinn í logsuðunni, Bob Marley, sem tók að hljóðrita á sama merki 1962. Taldi Marley alla tíð Dekker vera sinn stærsta góðgerðarmann. Sjálfur átti hann vinsæl lög eins og Honor thy Mother and Father, Sinners Come Home og síðast en ekki síst King of Ska. Þaðan í frá tóku ^ evrópskir listamenn að leita eft- ir Jamaíka-tóni í sínum hörpum og þarlendir listamenn að komast inn á lista Evrópu, eins og Millie með My Boy Lollipop. Ska naut lengi hylli í Bretlandi. Þangað sótti Tommy Steele takta og Lennon og McCartn- ey voru áhugamenn um ska. Löngu síðar varð ska uppistaða í nýbylgju- böndum á borð við Madness, Spec- ials og Clash. Kirkjuleg áhrif voru lengi fram- an af rík í tónlist Dekkers. Poor me Israelites dró saman reynslu hinna fátæku í fátækrahverfum Jamaíka og herleiðingar ísraelsmanna. Lagið varð feikivinsælt í Evrópu og Dekk- er varð fyrsti Jamaíkinn sem komst á Top of the Pops í Bretlandi. Hann flutti sig tíl Bretlands og átti það- an í frá feril með hæðum og lægð- um. Hann samdi við útgáfuna Stiff seint á áttunda áratugnum en lenti í gjaldþroti 1984, fór samt um og hélt áfram að spila. W OESMOND^G' DEKKER THEDEFINITIVECO DV- mund Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.