Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006 Fréttir DV Földu dópið í skóginum Haukur Geir Jóhannsson og Árni Gunnarsson, báðir Akureyringar á þrítugsaldri sæta áikæru fyrir að hafa í vörslu sinni 130 e-pillur, um 130 grömm af hassi sem þeir földu í skógi við bæinn Skúta á Akureyri í desem- ber. Talið er að þeir hafi ætl- að að selja efnin fyrir norð- an. Þá fundust í híbýlum þeirra á Akureyri ríflega 400 grömm af hassi og marihú- ana og á þriðja tug e-taflna. Drengirnir virðast vera um- fangsmiklir í fíkniefiiaheim- inum á Akureyri en þeir eru einnig ákærðir fyrir að selja um 150 grömm af hassi frá september til desember 2005. Tekínnmeð hasshjá Becthel Tuttuguogeinsárs maður hefur verið ákærður fyrir að hafa ætlað að selja hass á Reyðarfirði. Lögregl- an „hafði afskipti" af mann- inum á pósthúsi Bechtel á Reyðarfirði. Samkvæmt ákæru sýslumannsins á Seyðisfirði fékk maður- inn send tæp 14 grömm af hassi með flugi til Egils- staða þaðan sem ftkniefn- inu var ekið niður á Reyð- arfjörð. Telur sýslumaður að hinn ákærði hafi ætl- að að selja hluta hassins í gróðaskyni. Glæfraakstur ígöngunum Bílstjóri á flutningabíl setti sig og aðra í talsverða hættu á miðvikudaginn var þegar grafa sem var á palli bfls hans skall á stálbita í opi gangnanna. Mikil slysa- hætta skapaðist þegar glussi sprautaðist yfir akbraut og nærlæg ökutæki. Loka þurftí göngunum á meðan stál- bitinn, flutningabíUinn og grafan voru fjarlægð tii að tryggja öryggi vegfarenda. Flutningabíllinn var á leið frá Kópavogi upp í Borgarfjörð og reis farmur hans 4,9 metra upp í loftið. En lög gera ráð fýrir 4,2 metra hámarkshæð. Vatnsberinn fær bætur Þórhallur Ö. Gunnlaugsson, auknefndur Vatns- berinn, á rétt á þjáningabótum frá íslenska ríkinu eftír líkamsárás er hann varð fyrir á Hrauninu árið 2002. Hæstirétt- ur hefur staðfest þá niður- stöðu Héraðsdóms Reykja- víkur. Bæturnar eru vegna þess að hann fékk ekki við- hlítandi tannlæknaþjón- ustu vegna tannáverka í árásinni. Samkvæmt hérðs- dómi er fanginn sem árás- ina gerði, Sigurður Hólm Sigurðsson, einnig bóta- skyldur. Málskostnaður var felldur niður. Á Akureyri hafa síðustu ár komið upp hrottaleg ofbeldismál sem öll tengjast fikniefna- neyslu að einhverju leyti. Ofbeldismennirnir Steindór Hreinn Veigarsson, Kristján Halldór Jensson og Gunnar Freyr Þormóðsson eru grunaðir um hrottalega líkamsárás þar sem putti var klipptur af karlmanni á fertugsaldri. Tveir Akureyrarhrottanna afplána fangelsisdóm Steindór Hreinn Veigarsson og Kristján Halldór Jensson sæta nú fangavist og afplána reynslulausn gamalla fangelsisdóma. Gunnar Freyr Þormóðsson á að losna úr gæsluvarðhaldi í dag en það veltur þó allt á því hvort að lögreglunni takist að ljúka rann- sókn málsins í dag. Þeir eru allir þekktir fyrir alvarleg afbrot á Ak- ureyri og þess skal getið að Steindór Hreinn og Gunnar Freyr hlutu báðir dóm í mars fyrir hrottalega líkamsárás. Einhverjir kynnu að vera fegnir þeim fregnum að Steindór Hreinn og Kristján Halldór losni ekki út fýrr en að þeir hafa lokið afplánun reynslu- lausnar fyrri dóma. Þeir eru grunað- ir um að hafa klippt framan af putta manns með garðklippum að morgni uppstigningardags, 25. maí. f árásinni eru þremenningarnir taldir hafa ráðist á þrjá aðra menn í húsi við Hafnarstræti. Hlutu tveir þeirra töluverð meiðsli, þess á meðal nefbrot. Alvarlegast í þessu máli var þó þegar klippt var framan af fingri manns á fertugsaldri með garðklipp- um. Rannsókn í gangi „Rannsókn er fullum gangi og vonandi fer að styttast í að henni ljúki," segir Björn Jósef Arnviðar- son, sýslumaður á Akureyri. Hann staðfesti að e meintra ofbeldismanna væri í gæslu- varðhaldi og að Itinir tveir væru í af- plánun. Hann vildi ekki tjá sig efnislega um puttaklippumálið og sagði of- beldi á Akureyri ekki hafa aukist til muna. Hann sagði þó að brotin séu orðin harkalegri og þau eigi við um tiltekinn þröngan hóp í bænum. „Það er líka þannig að hluti af of- beldismönnum virðast tengjast inn- byrðis," segir sýslumaðurinn. Þekktir hjá lögreglu í fréttum RÚV af málinu var við- tal við Ólaf Guðmundsson, fórnar- lamb garðklippuárásarinnar. Sagði _ hann að málið sem að sér sneri tengdist fíkniefnum ekki á i nokkurn hátt og að hann kann- | aðist ekki við að skulda hvorki einum né neinum. Engu að síður eru þeir Stein- dór, Kristján og Gunnar Freyr allir þekktir hjá lögreglu fýrir margvísleg afbrot. Meðal þeirra eru alvarleg ofbeldisbrot og fíkni- efiiabrot. .Sum hver stór- felld. Haf narstræti Ofbeldisverkið var framið I þessari götu. Þessi mynd sýnir þó ekki húsið sem verknaðurinn var framinn ienda gatan stór. Nýdæmdir ofbeldismenn Þeir Steindór Hreinn og Gunnar Freyr hlutu báðir dóm í umtöluðu líkamsárásarmáli sem átti sér stað á Akureyri í mars á síðasta ári. Þá tóku þeir ungan mann og settu í skott á bíl. Óku með hann á iðnaðarsvæði þar sem hann fékk spark í andlitið og reynt var að trampa á höfði hans. Því næst drógu þeir hann úr bolnum og svo eftir malbiki á malarplani. Að því loknu stálu þeir fötum hans og síma og skildu hann eftir sárþjáðan. Verði þeir sakfelldir í þessu máli bíð- ur þeirra þungur dómur. Ógn við bæjarbúa íbúar Akureyrar sýndu of- beldisverkum sem skóku þenn- an friðsæla bæ í fyrra rauða spjaldið. Þrátt fýrir það virðast hrottaleg ofbeldisverk í bænum ekki hætta að láta á sér kræla. Drengimir hafa samkvæmt heimildum DV allir sem einn verið ógn við bæjarbúa vegna ofbeldis- verka Puttinn af Hér sést hönd Ólafs Guðmunds- sonar en putti hans var klipptur afmeð garðklippum. Þremenningarnir eru grunaðir um verknaðinn. Myndin er birt með leyfi RÚV. sinna. Það er því ljóst að íbúar Akureyrar geta andað léttar - í bili. Ofbeldismenn Kristján Halldór Jensson og Steindór Hreinn Veigarsson afptána nú eidri dóm en eru grunaðir um hrottalega llkamsárás á Akureyri að morgni uppstigningardags. GunnarFreyr Þormóðsson sætireinnig gæsluvarðhaldi vegna málsins en gæti losnað úti dag. Sýslumaðurinn Björn Jósef Arnviðarson segir að ofbeldisbrot i bænum virðist tengjast innbyrðis. Á Akureyri og annars staðar. Ættingjar þeirra sem fórust á Viðeyjarsundi Vilja Jónas úr forsvari sjómanna Ættingjar Friðriks Ásgeirs Hermannssonar og Matthildar V. Harðardóttur sem fórust í sjó- slysinu á Viðeyjarsundi í september á síðasta ári krefjast þess að Jónas Garðarsson segi af sér stöðu formanns Sjó- mannafélags Reykja- víkur og störfum sem hann gegnir innan Sjómannasambands íslands. Jónas situr sem gjaldkeri í stjórn sambandsins og einnig í nefndum. „Að sjálfsögðu verður þetta skoðað," segir Sævar Gunnarsson formaður Sjó- mannasambands íslands, aðspurður um hvort sam- bandið muni beita sér í mál- inu. „Við förum fram á að hann segi af sér öllum ábyrgðarstöðum fyrir hönd sjómanna í ljósi dómsins, eitt af því sem Sjómanna- félag Reykjavíkur gerir er að tryggja hagsmuni og öryggi sjómanna og við teljum að Jónas sé vanhæfur í þeim efn- um,“ segir Baldur Her- mannsson, bróðir Frið- riks heitins. „Það er forkast- anlegt að dæmdur maðurinn skuli vera í forsvari fyrir Sjó- Jónas Var sakfelldur IHéraðsdómi Reykjavlkur fyrir brot á hegningar- og sigiingalögum vegna sjóslyssins viö Skarfasker. mannafélag Reykjavíkur, eftir að hafa jafnframt þverbrotið siglinga- lög. Það hlýtur að vera blettur á félaginu að sitja uppi með slíkan málsvara og varla til hagsmuna fé- lagsmanna," segir Guðný Harðar- dóttir, systir Matthildar heitinnar og vísar í dóminn. „Formaðurinn er jú ráðinn til að gæta hagsmuna félagsins og félagsmanna fyrst og fremst en ekki til að setja sína eig- in hagsmuni öðrum ofar. Ber ekki formanni, sem andliti félagsins að sýna gott fordæmi og vera öðrum félagsmönnum til fyrirmyndar?" segir hún og varpar fram spurn- ingu til sjómanna: „Eiga sjómenn ekki rétt á betri málssvara?" gudmundur@dv.is Harpan Báturinn sem steytti á Skarfaskeri undirstjórn Jónasar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.