Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 Fréttir DV Brautrúðurog keyrði fullur Borgnesingur á tvítugs- aldri, Haiþór Ingi Waage, er ákærður íyrir eignaspjöll og einnig fyrir að hafa tvívegis keyrt ölvaður. Hafþóri er gef- ið að sök að hafa, sunnu- dagsmorguninn 11. sept- ember síðastliðinn brotið 21 rúðu í grunnskóla Borgar- ness. Skömmu seinna var hamt tekinn af lögreglunni í Borgarnesi en þá hafði hann keyrt á umferðarskilti í bæn- um. Hálfu ári síðar, eða 11. mars, var hann tekinn aftur á sama bíl með mikið magn áfengis í blóði. Þá keyrði hann á ljósastaur og hélt áfram för sinni við íþrótta- miðstöðina í Borgamesi. Ægisborg á afmæli f dag, 9. júní, fagnar leikskólinn ÆgisborgviðÆgi- síðu 25 ára starfs- afmæli. f tilefni dagsins verður efnt til hátíðar í skólan- umsem hefstkl.15 og stendur til kl.17. Bömin verða með skemmti- atriði, elstu bömin útskrifast, harmonikkuleikari spilar fyr- ir gesti og gangandi og sýnt verður atriði úr Hafinu bláa eftir Kikku og Þorvald Bjama. Aukþess hefur verið sett upp sýning á verkum bamanna í leikskólanum. Boðið verður upp á griilaðar pylsur og af- mælisköku. Mótmæla kaffihúsi á Lokastíg Fjölmargir íbú- ar notuðu tæki- færið í grennd- arkynningu og mótmæltu áform- um um að inn- réttaverslunog kaffihús á Lokastíg 28. Sendu íbúar í nærliggjandi hús- um bréf, tölvu- pósta og undir- skriftalista. Skipulagsfulitrúi borgarinnar hafði haldið fund með íbúunum og gert skýrslu um þann fund sem lögð var fyrir skipulagsráð borgarinnar sem frestaði af- greiðslu málsins á miðviku- daginn. Framboðið kynnt Rússum HalldórÁs- grímsson for- sætisráðherra átti í gær fund með Mikhail Y. Fradkov, forsætisráð- herra Rússlands, í Ráðherra- bústaðnum við Tjamar- götu. Ræddu ráðherramir meðai annars tvíhliða sam- sldpti þjóðanna á sviði við- skipta, orku- og umhverfis- máfa, ferðamáia, fiskveiða og menningarmála. Ennfremur ræddu ráðherramir málefni norðurhafa með hliðsjón af aukinni auðlindavinnslu og flutningum á svæðinu. Að lokum kynnti Halldór Ás- grímsson framboð íslands til setu í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna á árunum 2009j2010. Söngvarinn austfirski Magni Ásgeirsson er kominn í þáttinn Rock Star: Supernova. í byrjun apríl fóru fram áheyrnarprufur fyrir þáttinn á Gauki á Stöng þar sem allir helstu rokkararnir mættu til aö spreyta sig. Magni virðist hafa skotið þeim ref fyrir rass. Magni komst inn í Rockstar Supernova Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV hefur Magni Ásgeirsson, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sói, komist inn í þáttinn Rock Star: Supernova. f byrjun apríl fóru fram prufur á skemmtistaðnum Gauki á Stöng en þangað mættu heitustu söngvarar landsins og spreyttu sig. Einn af sextán keppendum Bandaríkjamaðurinn Dean Hous- er kom hingað til lands í apríl og sá um að vega og meta ágæti íslensku söngvaranna. Hann valdi fjóra ís- lendinga sem fóru . til Bandaríkj- anna í svokallað 50 manna úrtak. 16 af þessum 50 voru svo valdir til þess að fara í þáttinn sjálfan. Magni mun vera einn af þessum 16. Útlandasónn hjá Magna Magni er frá Borgarfirði eystri en hann gekk til liðs við hljómsveitina Á móti sól árið 1999. Ef hann vinn- ur þessa keppni mun hann ferðast um Bandaríkin ásamt hljómsveit- inni Supernova og spila á tónleikum sem ættu að vera eUítið frábrugðnir böllum í ídölum eða Miðgarði. í það minnsta fleiri áhorfendur. Ekki náð- ist í Magna við vinnslu fréttarinnar en þegar hringt var í kauða var sónn- inn sá sami og þegar hringt er til út- landa - Bandaríkjanna. Þættirnir sýndir í beinni Á Skjá einum fengust engar upp- lýsingar um keppendur í þættinum. „Þetta verður allt tilkynnt á sunnu- daginn, skilst mér,“ segir Sjöfn Ólafs- dóttir, PR-manneskja Skjás eins. „Við höfum engar upplýsingar um þetta." Sjöfn gat þó sagt að sýning á þátt- unum mun hefjast 2. júní og verða þeir sýndir beint. Mun það vera eitt af stærstu útsendingarverkefnum í sögu íslensks sjónvarps. m » Hreimur reyndi líka Kemurþo til meö að geta státað sig afþvíi framtlðinni að hafa sungið með Magna I Þjóöhátlðarlaginu „Ufíð eryndislegt Þrju þrælgóð Pétur Jesús, Heiða og Matti úr Pöpunum reyndu einnigfyrirsér. Jenni i Brainpolice Reyndi en komst ekki áfram. Magnificent Magni Magni verður fslands sverðogskjöldurí Rock Star: Supernova. Rudolf Reitner tekur niður verk sín og flytur til Kröflusvæðisins Hitinn undir Kröflu klárar verkin Rudolf Reiter, einn af þekktari listamönnum Þýskalands, tók nið- ur verk sín á sýningu í Ketilshús- inu á Akureyri í gær og flutti austur á Kröflusvæðið. Þar var þeim kom- ið fyrir í djúpri gjá í norðanverðu Kröfluhrauni þar sem hitinn und- ir Kröflu á að ljúka við gerð verk- anna. Töluverður fjöldi fjölmiðla- fólks frá Þýskalandi fylgdist með þessu ferli. Að sögn Ragnars Hólm Ragnars- sonar, upplýsingafulltrúa Akureyr- ar, segir að um hafi verið að ræða þrjár strigarúllur sem hangið hafa úr loftinu í Ketilshúsi undanfarin hálfan mánuð. Ætlunin er að verk- in verði í gjánni næstu 3-4 vikurnar og „malli" þar á lágum hita. Þegar verkin eru þannig fullunnin munu þau verða aftur hengd upp til sýnis í Ketilshúsi. Arthúr Björgvin Bolla- son hefur verið Rudolf til halds og trausts fyrir norðan. Rudolf Reitner er frá Bæjara- landi og sem fyrr segir einn af þekktustu samtímamyndlistar- mönnum Þýskalands. Hann telst í fremstu röð þeirra sem fást við það sem Þjóðverjar kalla „Informelle Malerei". Hann hefur oft áður lát- ið náttúruna um að ljúka við fyrri verk sín, meðal annars grafið þau í jörð undir ólympíuleikvanginum í Munchen og sökkt verkum í Atl- antshafið. Rudolf Reitner Vinnur við að taka verkin niður áður en þau voru flutt á Kröflusvæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.