Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 Fréttir DV Brautrúðurog keyrði fullur Borgnesingur á tvítugs- aldri, Haiþór Ingi Waage, er ákærður íyrir eignaspjöll og einnig fyrir að hafa tvívegis keyrt ölvaður. Hafþóri er gef- ið að sök að hafa, sunnu- dagsmorguninn 11. sept- ember síðastliðinn brotið 21 rúðu í grunnskóla Borgar- ness. Skömmu seinna var hamt tekinn af lögreglunni í Borgarnesi en þá hafði hann keyrt á umferðarskilti í bæn- um. Hálfu ári síðar, eða 11. mars, var hann tekinn aftur á sama bíl með mikið magn áfengis í blóði. Þá keyrði hann á ljósastaur og hélt áfram för sinni við íþrótta- miðstöðina í Borgamesi. Ægisborg á afmæli f dag, 9. júní, fagnar leikskólinn ÆgisborgviðÆgi- síðu 25 ára starfs- afmæli. f tilefni dagsins verður efnt til hátíðar í skólan- umsem hefstkl.15 og stendur til kl.17. Bömin verða með skemmti- atriði, elstu bömin útskrifast, harmonikkuleikari spilar fyr- ir gesti og gangandi og sýnt verður atriði úr Hafinu bláa eftir Kikku og Þorvald Bjama. Aukþess hefur verið sett upp sýning á verkum bamanna í leikskólanum. Boðið verður upp á griilaðar pylsur og af- mælisköku. Mótmæla kaffihúsi á Lokastíg Fjölmargir íbú- ar notuðu tæki- færið í grennd- arkynningu og mótmæltu áform- um um að inn- réttaverslunog kaffihús á Lokastíg 28. Sendu íbúar í nærliggjandi hús- um bréf, tölvu- pósta og undir- skriftalista. Skipulagsfulitrúi borgarinnar hafði haldið fund með íbúunum og gert skýrslu um þann fund sem lögð var fyrir skipulagsráð borgarinnar sem frestaði af- greiðslu málsins á miðviku- daginn. Framboðið kynnt Rússum HalldórÁs- grímsson for- sætisráðherra átti í gær fund með Mikhail Y. Fradkov, forsætisráð- herra Rússlands, í Ráðherra- bústaðnum við Tjamar- götu. Ræddu ráðherramir meðai annars tvíhliða sam- sldpti þjóðanna á sviði við- skipta, orku- og umhverfis- máfa, ferðamáia, fiskveiða og menningarmála. Ennfremur ræddu ráðherramir málefni norðurhafa með hliðsjón af aukinni auðlindavinnslu og flutningum á svæðinu. Að lokum kynnti Halldór Ás- grímsson framboð íslands til setu í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna á árunum 2009j2010. Söngvarinn austfirski Magni Ásgeirsson er kominn í þáttinn Rock Star: Supernova. í byrjun apríl fóru fram áheyrnarprufur fyrir þáttinn á Gauki á Stöng þar sem allir helstu rokkararnir mættu til aö spreyta sig. Magni virðist hafa skotið þeim ref fyrir rass. Magni komst inn í Rockstar Supernova Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV hefur Magni Ásgeirsson, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sói, komist inn í þáttinn Rock Star: Supernova. f byrjun apríl fóru fram prufur á skemmtistaðnum Gauki á Stöng en þangað mættu heitustu söngvarar landsins og spreyttu sig. Einn af sextán keppendum Bandaríkjamaðurinn Dean Hous- er kom hingað til lands í apríl og sá um að vega og meta ágæti íslensku söngvaranna. Hann valdi fjóra ís- lendinga sem fóru . til Bandaríkj- anna í svokallað 50 manna úrtak. 16 af þessum 50 voru svo valdir til þess að fara í þáttinn sjálfan. Magni mun vera einn af þessum 16. Útlandasónn hjá Magna Magni er frá Borgarfirði eystri en hann gekk til liðs við hljómsveitina Á móti sól árið 1999. Ef hann vinn- ur þessa keppni mun hann ferðast um Bandaríkin ásamt hljómsveit- inni Supernova og spila á tónleikum sem ættu að vera eUítið frábrugðnir böllum í ídölum eða Miðgarði. í það minnsta fleiri áhorfendur. Ekki náð- ist í Magna við vinnslu fréttarinnar en þegar hringt var í kauða var sónn- inn sá sami og þegar hringt er til út- landa - Bandaríkjanna. Þættirnir sýndir í beinni Á Skjá einum fengust engar upp- lýsingar um keppendur í þættinum. „Þetta verður allt tilkynnt á sunnu- daginn, skilst mér,“ segir Sjöfn Ólafs- dóttir, PR-manneskja Skjás eins. „Við höfum engar upplýsingar um þetta." Sjöfn gat þó sagt að sýning á þátt- unum mun hefjast 2. júní og verða þeir sýndir beint. Mun það vera eitt af stærstu útsendingarverkefnum í sögu íslensks sjónvarps. m » Hreimur reyndi líka Kemurþo til meö að geta státað sig afþvíi framtlðinni að hafa sungið með Magna I Þjóöhátlðarlaginu „Ufíð eryndislegt Þrju þrælgóð Pétur Jesús, Heiða og Matti úr Pöpunum reyndu einnigfyrirsér. Jenni i Brainpolice Reyndi en komst ekki áfram. Magnificent Magni Magni verður fslands sverðogskjöldurí Rock Star: Supernova. Rudolf Reitner tekur niður verk sín og flytur til Kröflusvæðisins Hitinn undir Kröflu klárar verkin Rudolf Reiter, einn af þekktari listamönnum Þýskalands, tók nið- ur verk sín á sýningu í Ketilshús- inu á Akureyri í gær og flutti austur á Kröflusvæðið. Þar var þeim kom- ið fyrir í djúpri gjá í norðanverðu Kröfluhrauni þar sem hitinn und- ir Kröflu á að ljúka við gerð verk- anna. Töluverður fjöldi fjölmiðla- fólks frá Þýskalandi fylgdist með þessu ferli. Að sögn Ragnars Hólm Ragnars- sonar, upplýsingafulltrúa Akureyr- ar, segir að um hafi verið að ræða þrjár strigarúllur sem hangið hafa úr loftinu í Ketilshúsi undanfarin hálfan mánuð. Ætlunin er að verk- in verði í gjánni næstu 3-4 vikurnar og „malli" þar á lágum hita. Þegar verkin eru þannig fullunnin munu þau verða aftur hengd upp til sýnis í Ketilshúsi. Arthúr Björgvin Bolla- son hefur verið Rudolf til halds og trausts fyrir norðan. Rudolf Reitner er frá Bæjara- landi og sem fyrr segir einn af þekktustu samtímamyndlistar- mönnum Þýskalands. Hann telst í fremstu röð þeirra sem fást við það sem Þjóðverjar kalla „Informelle Malerei". Hann hefur oft áður lát- ið náttúruna um að ljúka við fyrri verk sín, meðal annars grafið þau í jörð undir ólympíuleikvanginum í Munchen og sökkt verkum í Atl- antshafið. Rudolf Reitner Vinnur við að taka verkin niður áður en þau voru flutt á Kröflusvæðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.