Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 Viðskipti DV Vísitölur: ICEXMAIN 5.202 ▼1,52% - DowJones 10.930 ▼1,07% - NASDAQ 2.151 v0,82% - FTSE100 5.706 tO,97% - KFX 371 v1,56% Wðskipti ✓ vikufok deCODE sveiflast áfram Sveiflurnar I veröi hlutabréfa i deCODE halda áfram. I mai lækkaöi verðið niður undir 6 dali á hlut og hafði þá ekki verið lægra fráþvllma! f fyrra. Verðið tók þó nokkurn kipp eftir það og hækkaði upp yfir 7 dali. Siðustu daga hefurþó sigið á ógæfu- hliðina á ný og stóö verðiö I gær i 6,15 dölum á miðjum viðskiptadegi á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum og hafði þá lækkað um 5 prósent. A síðastliðnum tólf mánuöum hefur verð deCODE-bréfanna fariö i 10,7 dali um miðjan janúar á þessu ári. Kári Stefánsson Stofnandi deCODE og forstjóri. Markaðsmaðurinn Kristinn Vilbergsson Starf; Forstjóri Pennans Fæðíngardagur: 30. oktober 1972 Mahi: í sambúð Kristinn Vilbergsson forstjóri I’ennans keypti i vikunni fyrir höml eiganila Pennans, 73% hiut í lett ■ iieska rekstrarvönifyrirtívk- inu AN Office sem er þriðja stærsta slika fyrirttekiö á KystrasultssyæAinu með veltu upp ú 1,3 milljarö ís- lenskra króna á ári. Kristinn er stúdent frá Verziunarsknla íslands og inarkaðsfræðingur frá Tæknihásknla lslands. Afi hans og nafni var kristinn Kolheinn Alberts- son, stofnandi Myilunnar, sem var mikill frumkvöð- ull á sinu sviði. Kristinn var einn af stofnendum og framkvæmdastjóri Dreif- ingainiðstöðvarinnar og Vörubíls sem var saineiu- að rekstri Pósthússins. Árið 3003 leiddi kristinu hóp tjárfesta sem keyptu Pennann og í kjöifarið varð hann furstjóri fyrirtækis- ins. Kristinn er áliugamaður um st jórnmál og var a lista sjálfstæðismanna til liorg- arstjórnarkosninga. Ilanii spilaði og þjáifaði körfu- bolta hjá KR en sýnir sínar mýkri hliðar í eldhúsinu þar sem honum finnst gaman að búa til góðan mat. Pálmi Haraldsson stærsti hluthafinn í lággjaldaflugfélaginu FlyMe segir að þeir séu að vinna að yfirtöku á öðrum lággjaldaflugfélögum á Norðurlöndunum. Samkvæmt dönsk- um fjölmiðlum er yfirtaka á Sterling þar inni í myndinni. Pálmi segir að hann geti ekki tjáð sig um einstök dæmi þar sem FlyMe er skráð á hlutabréfamarkað. Hins vegar sé ljóst að FlyMe ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Stefnum að 10 milljón farþegum eftir tvö ár FlyMe Erágóðu flugi þessa dagana. Danska blaðið Börsen velti upp þeirri spumingu í vikunni hvort lággjaldaflugfélagið FlyMe væri að yfirtaka Sterling en rekstur Sterling hefur verið mjög erfiður.á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Pálmi Haraldsson er stjórnarformaður Sterling og jafn- framt stærsti hluthafinn í hinu sænska FlyMe. „Ég get ekki einu sinni sagt að við séum að íhuga það mál þar sem FlyMe er skráð á hlutabréfamarkaði og þar gilda strangar reglur um upp- lýsingagjöf," segir Pálmi Haraldsson í samtali við DV. „Við erum hins vegar að vinna að yfirtökum á öðrum lág- gjaldaflugfélögum á Norðurlöndun- um enda ætlum við okkur stóra hluti á þessum markaði. Við höfum sett okkur það markmið að vera komnir með 10 milljón farþega á ársgrund- velli eftir 2 ár." Stærstir á Norðurlöndunum FlyMe er þegar stærsta lággjalda- flugfélagið á Norðurlöndunum og hið fjórða stærsta í Evrópu. Á þessu ári áformar félagið að opna 12 nýj- ar leiðir. „Þetta er harður markaður en á móti er eftir miklu að slægjast á honum," segir Pálmi. „Ég get nefnt sem dæmi að Ryanair ædar að opna nýja stöð í Frankfurt fyrir 5 millj- ón farþega og þeir æda að eyða sem svarar 75 milljörðum króna til þessa verkefn- is. Við stefnum einnig að því að verða stærri því það er leið- in. Rekstur FlyMe gengur samkvæmt þeim áætíunum sem við gerðum um hann." Maersk kostaði mikið Samkvæmt danska blaðinu Bör- sen hefur yfirtaka Sterling á Maersk Air verið afar kostnaðarsöm. Blað- ið skýrir frá því að FL Group hafi sett sem nemur um 3,5 milljörðum króna í rekstur Sterling vegna rekstr- artaps að undanförnu. Rekstrartap í fyrra nam tæpum 3,5 milljörðum króna og um 2,5 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi í ár. Slök afkoma skýrist að stórum hluta vegna kostnaðarsamrar yfirtöku MaerskAir. Kemur ekki á óvart Pálmi Har- aldsson seg ir í sam tali við ■- Pálmi Haraldsson FlyMe er að skoða yfirtöku á öðrum lággjaldaflugfélög- um á Noröurlöndunum. Börsen að slök afkoma Sterl- ing komi mönnum ekki á óvart enda hafi verið búist við því. Hins vegar vildu menn sjá hvernig afkoma fyrsta Ijórðungs yrði áður !yí en frekari ákvarðanir um v aukið fjármagn í rekstur- inn yrðu teknar. Börsen ® veltír því fyrir sér hvernig 3,5 milljarða króna fjárfram- lagi FL Group verði ráðstafað og spyr hvort því sé ætí- gera Sterling söluvænna. I framhald- inu nefnir blaðið raddir þess efnis að FlyMe muni yfirtaka Sterling. Pálmi vildi hins vegar ekki tjá sig um þær vangaveltur blaðsins. Sterling Reksturinn erfiðurog FL Group ætlar að setja 3,5 milljarða króna i félagið. Fréttadr ifinn markaður Greining Glitnis fjallar um sveiflumar á hluta- bréfamarkaðnum undir fyrirsögninni „Viðkvæmur hlutabréfamarkaður". Kemur þar fram að Greining telur markaðinn fremur fréttadrifinn en að mið sé tekið af rekstrarhorfum fyrirtækja. „ICEX-15 hluta- bréfavísitalan hefirr í gærmorgun lækkað um 1,1% í tiltölulega litlum viðskiptum og er það þriðji dagur- inn í röð sem vísitalan lækkar. Kemur þetta í kjölfar hækkunar sex viðskiptadaga í röð sem nam sam- tals 8,3%. Ljóst er að tilkynning alþjóðlega matsfyr- irtækisins S&P fyrr í vikunni um breytingu á horfum á lánshæfi íslenska rQdsins hafði neikvæð áhrif á fjárfesta" segir Greining Glitnis. „Hins vegar er eðli- legt að fjárfestar innleysi hagnað eftir mjög skarp- ar hækkanir á fáum dögum. Þegar horft er á þróun ICEX-15 á undanfömum mánuðum sést að vísital- an hækkar og lækkar á víxl um nokkur prósentustig á fáeinum dögum. Markaðurinn virðist fréttadrif- inn og tekur að okkar matí minna mið af rekstrar- horfum fyrirtækja." Markaður Greining Glitnis segir markaðinn fremur fréttadrifinn en að rekstrarafkoma ráöi sveiflum. í þessu sambandi má nefna að verðmat grein- ingardeilda bankanna á einstökum fyrirtækjum er oft langt yfir raunverulegu hlutabréfaverði á ICEX. Má í því sambandi nefiia sem dæmi að verðmatið á Landsbankanum er um 30 krónur á hlut að mati deildanna á sama tíma og raunverulegt verð bréfa í bankanum sveiflast í kringum 20 krónur. Kökufyrirtæki á 500 þúsund Fyrir þá sem hafa ekki mikiö fé til ráðstöfunar en vilja vera í eigin rekstri felst ef tíl vill tækifæri í örsmáu fyrirtæki sem nú er auglýst hjá Fyr- irtækjasöluíslands. Fyrirtækið sem um ræöir framleiðir fimrn teg- tmdir af kökumixi og tvær tegundir af brauðmixi og fæst keypt á 500 þúsund krónut „Það sem fylgir eru vörumerkið Köxumix, hömtun núverandi umbúða, miðar í pakkana, uppskriftir, aðferðin, viðskiptasambönd," segir á heimasíðu Fyrirtækjasölu ísland. í hverrri pakkningu af kökum er ál- form, kökuduft og olia. „Brauðpakkinn Kökumix Ódýrt fyrirtæki fyrir áhugasama. inniheldur efrú í 2 brauð og 2 gerbréf. Ein pakkning inni- heldur eitt jöklabrauð og eitt ítalskt brauð," segir á fyrirtækjasölu íslands. Úrviimslan fyrir neyt- endur virðist einföld ef marka má auglýsinguna: „H1 að gera kökurnar þarf aðeins að hræra öllu saman og bæta smá vatni út í." Ekki er upplýst um veltu þessa litía fyrirtækis. Hins vegar er gefið upp að hver eining sé seld á 154 krón- ur án virðisaukaskatts og að kostnað- arverð sé aðeins tæplega þriðjungur af þeirri upphæð. Nokkur lager fylgir með í kaupunum, meðal annars níu þúsund gerbréf og „slatti af olíubréfum".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.