Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006
Fréttir DV
Þingvallanefnd segir sér óheimilt að upplýsa um söluverð sumarbústaða í þjóðgarðin-
um. Opinberlega er sagt stefnt að því að nýta forkaupsrétt ríkisins á sumarhús i friðland-
inu en Þingvallanefnd blandar sér þó aldrei i viðskipti auðmanna og fyrirfólks með bú-
staðina. DV hefur kært Þingvallanefnd til úrkskurðarnefndar um upplýsingamál.
Baugur
tengir hús
Engar athugasemdir
bárust í grenndarkynn-
ingu við þær áætlanir Baugs
Group að sameina tvær
lóðir sínar og hús á þeim
við Grjótagötu. Tengja á
húsin með glerbyggingu,
stækka húsið á númer 9 og
gera á því þakkvista til suð-
urs. Á lóð númer 9 á síðan
að koma fyrir tveimur bíla-
stæðum. Skipulagsráðs
borgarinnar tekur ákvörðun
um hvort framkvæmdirnar
verða leyfðar.
Bílarónáða
Garðbæinga
fbúar í parhúsi við Espi-
lund í Garðabæ eru ósáttir
við ónæði sem þeir verða
fyrir vegna mikillar um-
ferðar um Vífilsstaðaveg.
Hafa þeir farið fram á það
við bæjaryfirvöld að komið
verði fyrir hljóðmön til að
skýla þeim fyrir hávaðan-
um. Vegurinn liggur sérlega
nálægt parhúsinu vegna
stórra gatnamóta rétt hand-
an við húshornið. Bæjarráð
hefur falið Gunnari Einars-
syni bæjarstjóra að láta
framkvæma mælingar á há-
vaða við Vífilsstaðaveg.
Lóðarhafi
stefnir
Kópavogi
Handhafi lóðarréttinda á
1,6 hektara lóð í Vatnsenda
hefur stefnt Kópavogsbæ
fyrir héraðsdóm
vegna deilna
um greiðslu fyr-
ir þann hluta
lóðarinnar sem
bærinn þarfn-
aðist vegna nýs
deiliskipulags. Lóðarhaflnn
og bærinn gerðu samkomu-
lag um að láta Matsnefnd
eignarnámsbóta meta verð
fyrir þá 4.253 fermetra
sem bærinn þurfti og taldi
nefndin að bærinn ætti að
greiða 19,2 milljónir. Bær-
inn sætti sig ekki við það
og lét dómkveða sérstaka
matsmenn. Viðbrögð lóð-
arhafans voru þau að stefna
bænum og krefjast 64,2
milljóna fyrir sldkann.
Ljós ofan í
gangstéttir
Lagt hefurveriðtilí
Framkvæmdaráði Reykja-
víkurað könnuð verði hag-
kvæmni þess að sett verði
ljós í þá gangstéttarsteina
borgarinnar sem standa
næst götum. Telur Jóhann-
es Sigursveinsson sem situr í
ráðinu að slíkt geti komið vel
út með tilliti til fegurðar og
notagildis. Þessi lausn kom í
stað lágreistra ljósastólpa.
Valhallarstígur Fjörug viðskipti
hafa verið hjá auðmönnum með
sumarbústaði við Valhallarstíg
síðasta árið. Ágúst Guðmundsson
IBakkavör, Eirlkur Sigurðsson
stofnandi 10-11, Bogi Pálsson
fyrrverandi forstjóri Toyota og
Björn Leifsson og Hafdls
Jónsdóttir I Laugum keyptu hús.
HöteílValhöll
kValhallarstigui
■ • -• b rr.
Harðneita að upplýsa um
söluverð sumarhúsa í
þjóðgarðinu
Þrátt íyrir að hafa heimild á fjárlögum og skýra stefnu um að nýta
forkaupsrétt í þjóðgarðinum á Þingvöllum skiptir Þingvallanefnd
sér ekki af viðskiptum einstaklinga með sumarhús í friðlandinu.
DV hefur kært Þingvallanefnd til
úrskurðarnefndar um upplýsinga-
mál fyrir að neita að afhenda blað-
inu afrit af kaupsamningum vegna
viðskipta með sumarhús í þjóðgarð-
inum.
DV fjallaði nýlega um viðskipti
með nokkra sumarbústaði við Val-
hallarstíg í þjóðgarðinum við Þing-
vailavatn. Kom þar fram að Þing-
vallanefnd hafði neitað að upplýsa
DV um kaupverð húsanna í þessum
viðskiptum. Vísaði nefndin í þá grein
upplýsingalaga sem kveður á um að
óheimilt sé að upplýsa um atriði sem
eðlilegt og sanngjarnt þyki að fari
leynt vegna einkahagsmuna þeirra
sem í hlut eiga.
Alfarið óheimilt
Samskonar synjun barst síðan frá
Þingvallanefnd þegar DV óskaði eft-
ir aðgangi að kaupsamnignum sjálf-
um:
„Þingvallanefnd er alfarið óheim-
ilt að senda DV umbeðin skjöl; kaup-
samninga og bréfaskipti varðandi
umrædd fasteignaviðskipti með
vísan til 5. gr. upplýsingalaga með
sama hætti og nefndinni er óheim-
ilt að veita upplýsingar um kaup-
verð í sömu fasteignaviðskiptum," er
afdráttarlaust sjónarmið Þingvalla-
nefndar í málinu.
Langt frá síðustu kaupum
Sumarhúsin í þjóðgarðinum
á Þingvöllum eru í einkaeigu en
standa á leigulóðum í eigu ríkisins.
Þingvallanefnd hefur átt forkaups-
rétt að þessum húsum. Var þetta
ákvæði sett til að rfkið gæti leyst til
sín sumarhúsin og rýmt þau af lóð-
unum. Síðast var þetta gert fyrir tæp-
um áratug þegar hús sem frá árinu
1930 hafði staðið við Valhallarstíg,
kippkorn frá hótelinu, var keypt af
Þingvallanefnd og síðan rifið.
Þingvallanefnd er alfar-
ið óheimilt að senda DV
umbeðin skjöl.
Hafa heimild í fjárlögum
f júní 2004 var í nýrri stefnumörk-
un fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum
lögð sérstök áhersla á að framvegis
yrði stefnt að því að nýta forkaups-
rétt ríkisins í friðlandinu. í fjárlög-
um hefur verið að finna heimild til
að kaupa slíkar eignir sem og jarðir
á Þingvallasvæðinu. Þrátt íyrir þetta
hefur Þingvallanefnd ekki í eitt ein-
asta skipti nýtt forkaupsrétt sinn í
þeim líflegu viðskiptum einkaað-
ila sem verið hafa með sumarhús í
þjóðgarðinum.
Er verðið of hátt fyrir ríkið?
Sú skýring hefur verið gefin að
Þingvallanefnd hafi ekki fjárhags-
legt bolmagn til að leysa til sín sum-
arhús. Fyrir almenning er óhægt um
vik að leggja mat á það sjónarmið
nefndarinnar nema vita hvert
söluverð eignanna í þjóð
garðinum er. Af þeirri
ástæðu hefur ákvörðun
Þingvallanefndar um að
synja DV um aðgang að
þeim upplýsingum ver-
ið kærð til úrskurðar-
nefndar um upplýsinga-
mál.
Úrskurðarnefndin hef-
ur veitt Þingvalla-
nefnd frest til
mánudags
til að rök-
styðja
synjun
sína á af-
hendingu
gagn-
Sumarhús a Valhallarstig
Hjónin Björn Leifsson og
Hafdls Jónsdóttir I
líkamsræktarstöðinni
Laugum keyptu fyrir ári
petta sumarhús við
Valhailarstlg fyrir 30
milljónirkróna. Uppiýsingar
um kaupverðið fengust ekki
hjá Þingvattanefnd.
■■ .1-4.». ' *: -r
íiWSft:
Þingvallanefnd Björn Bjarnason, Össur Skarphéðinsson
og Guðni Ágústsson skipa Þingvallanefnd sem nýtir ekki
forkaupsrétt ríkisins að sumarbústöðum I friðlandinu og
heldur kaupverði eignanna teyndu fyrir aimenningi.
iBEGLAN
Auglýst eftir óskráöum byssum
Málið í rannsókn lögreglu
Skammbyssa Auglýst
var eftir byssum og
skotum og er máliö I
rannsókn iögregiu.
„Við erum með
þetta í skoðun," seg-
ir Hörður Jóhann-
esson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík,
vegna auglýsingar um
óskráðar byssur.
í smáauglýsingum
Fréttablaðsins á mið-
vikudag var auglýst eft-
ir óskráðri haglabyssu,
riffli eða skammbyssu
og sagt að skot
yrðu að
fylgja.
Þá var
l-ögreglan Að sögn
Harðar Jóhannessonar
er vitað hverjir stóðu að
baki augiýsingunni.
símanúmerið
8640331 gefið
uppsemnúm-
er væntanlegs
kaupanda sem
kallar sig Steina, sam-
kvæmt upplýsingum DV.
Þegar DV hringdi í
uppgefið númer náðist
einungis samband við
talhólf númersins.
Hörður segir
að vitað sé hverj-
ir stóðu að baki
auglýsingunni og
málið sé í farvegi
rannsóknar.
Eins og eðlilegt er fór lögregl-
an strax á stúfana eftir auglýsand-
anum enda er ekki vitað hvað gerst
hefði ef auglýsandinn hefði gengið
laus með hlaðið skotvopn á götum
Reykjavíkur.
gudmundurtgidv.is
Engin hörpuskel
í Breiðafirði
Engin veiði verður leyfð á
hörpudiski í Breiðafirði á næsta
veiðiári þar sem stofninn hefur
ekki náð sér á strik. Talið er að
sjávarhiti og frumdýrasýking hafi
áhrif á afföllin í stofninum. Þetta
kemur fram á vef Skessuhorns.
Hafrannsóknastofnun hefur lagt
til að ekki verði úthlutað heimild-
um til hörpudiskveiða í Breiða-
firði á næsta fiskveiðiári og verði
farið að þeim tillögum verður það
fjórða fiskveiðiárið í röð sem eng-
ar veiðar eru heimilaðar á hörpu-
diski.