Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 Fréttir DV Þingvallanefnd segir sér óheimilt að upplýsa um söluverð sumarbústaða í þjóðgarðin- um. Opinberlega er sagt stefnt að því að nýta forkaupsrétt ríkisins á sumarhús i friðland- inu en Þingvallanefnd blandar sér þó aldrei i viðskipti auðmanna og fyrirfólks með bú- staðina. DV hefur kært Þingvallanefnd til úrkskurðarnefndar um upplýsingamál. Baugur tengir hús Engar athugasemdir bárust í grenndarkynn- ingu við þær áætlanir Baugs Group að sameina tvær lóðir sínar og hús á þeim við Grjótagötu. Tengja á húsin með glerbyggingu, stækka húsið á númer 9 og gera á því þakkvista til suð- urs. Á lóð númer 9 á síðan að koma fyrir tveimur bíla- stæðum. Skipulagsráðs borgarinnar tekur ákvörðun um hvort framkvæmdirnar verða leyfðar. Bílarónáða Garðbæinga fbúar í parhúsi við Espi- lund í Garðabæ eru ósáttir við ónæði sem þeir verða fyrir vegna mikillar um- ferðar um Vífilsstaðaveg. Hafa þeir farið fram á það við bæjaryfirvöld að komið verði fyrir hljóðmön til að skýla þeim fyrir hávaðan- um. Vegurinn liggur sérlega nálægt parhúsinu vegna stórra gatnamóta rétt hand- an við húshornið. Bæjarráð hefur falið Gunnari Einars- syni bæjarstjóra að láta framkvæma mælingar á há- vaða við Vífilsstaðaveg. Lóðarhafi stefnir Kópavogi Handhafi lóðarréttinda á 1,6 hektara lóð í Vatnsenda hefur stefnt Kópavogsbæ fyrir héraðsdóm vegna deilna um greiðslu fyr- ir þann hluta lóðarinnar sem bærinn þarfn- aðist vegna nýs deiliskipulags. Lóðarhaflnn og bærinn gerðu samkomu- lag um að láta Matsnefnd eignarnámsbóta meta verð fyrir þá 4.253 fermetra sem bærinn þurfti og taldi nefndin að bærinn ætti að greiða 19,2 milljónir. Bær- inn sætti sig ekki við það og lét dómkveða sérstaka matsmenn. Viðbrögð lóð- arhafans voru þau að stefna bænum og krefjast 64,2 milljóna fyrir sldkann. Ljós ofan í gangstéttir Lagt hefurveriðtilí Framkvæmdaráði Reykja- víkurað könnuð verði hag- kvæmni þess að sett verði ljós í þá gangstéttarsteina borgarinnar sem standa næst götum. Telur Jóhann- es Sigursveinsson sem situr í ráðinu að slíkt geti komið vel út með tilliti til fegurðar og notagildis. Þessi lausn kom í stað lágreistra ljósastólpa. Valhallarstígur Fjörug viðskipti hafa verið hjá auðmönnum með sumarbústaði við Valhallarstíg síðasta árið. Ágúst Guðmundsson IBakkavör, Eirlkur Sigurðsson stofnandi 10-11, Bogi Pálsson fyrrverandi forstjóri Toyota og Björn Leifsson og Hafdls Jónsdóttir I Laugum keyptu hús. HöteílValhöll kValhallarstigui ■ • -• b rr. Harðneita að upplýsa um söluverð sumarhúsa í þjóðgarðinu Þrátt íyrir að hafa heimild á fjárlögum og skýra stefnu um að nýta forkaupsrétt í þjóðgarðinum á Þingvöllum skiptir Þingvallanefnd sér ekki af viðskiptum einstaklinga með sumarhús í friðlandinu. DV hefur kært Þingvallanefnd til úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál fyrir að neita að afhenda blað- inu afrit af kaupsamningum vegna viðskipta með sumarhús í þjóðgarð- inum. DV fjallaði nýlega um viðskipti með nokkra sumarbústaði við Val- hallarstíg í þjóðgarðinum við Þing- vailavatn. Kom þar fram að Þing- vallanefnd hafði neitað að upplýsa DV um kaupverð húsanna í þessum viðskiptum. Vísaði nefndin í þá grein upplýsingalaga sem kveður á um að óheimilt sé að upplýsa um atriði sem eðlilegt og sanngjarnt þyki að fari leynt vegna einkahagsmuna þeirra sem í hlut eiga. Alfarið óheimilt Samskonar synjun barst síðan frá Þingvallanefnd þegar DV óskaði eft- ir aðgangi að kaupsamnignum sjálf- um: „Þingvallanefnd er alfarið óheim- ilt að senda DV umbeðin skjöl; kaup- samninga og bréfaskipti varðandi umrædd fasteignaviðskipti með vísan til 5. gr. upplýsingalaga með sama hætti og nefndinni er óheim- ilt að veita upplýsingar um kaup- verð í sömu fasteignaviðskiptum," er afdráttarlaust sjónarmið Þingvalla- nefndar í málinu. Langt frá síðustu kaupum Sumarhúsin í þjóðgarðinum á Þingvöllum eru í einkaeigu en standa á leigulóðum í eigu ríkisins. Þingvallanefnd hefur átt forkaups- rétt að þessum húsum. Var þetta ákvæði sett til að rfkið gæti leyst til sín sumarhúsin og rýmt þau af lóð- unum. Síðast var þetta gert fyrir tæp- um áratug þegar hús sem frá árinu 1930 hafði staðið við Valhallarstíg, kippkorn frá hótelinu, var keypt af Þingvallanefnd og síðan rifið. Þingvallanefnd er alfar- ið óheimilt að senda DV umbeðin skjöl. Hafa heimild í fjárlögum f júní 2004 var í nýrri stefnumörk- un fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum lögð sérstök áhersla á að framvegis yrði stefnt að því að nýta forkaups- rétt ríkisins í friðlandinu. í fjárlög- um hefur verið að finna heimild til að kaupa slíkar eignir sem og jarðir á Þingvallasvæðinu. Þrátt íyrir þetta hefur Þingvallanefnd ekki í eitt ein- asta skipti nýtt forkaupsrétt sinn í þeim líflegu viðskiptum einkaað- ila sem verið hafa með sumarhús í þjóðgarðinum. Er verðið of hátt fyrir ríkið? Sú skýring hefur verið gefin að Þingvallanefnd hafi ekki fjárhags- legt bolmagn til að leysa til sín sum- arhús. Fyrir almenning er óhægt um vik að leggja mat á það sjónarmið nefndarinnar nema vita hvert söluverð eignanna í þjóð garðinum er. Af þeirri ástæðu hefur ákvörðun Þingvallanefndar um að synja DV um aðgang að þeim upplýsingum ver- ið kærð til úrskurðar- nefndar um upplýsinga- mál. Úrskurðarnefndin hef- ur veitt Þingvalla- nefnd frest til mánudags til að rök- styðja synjun sína á af- hendingu gagn- Sumarhús a Valhallarstig Hjónin Björn Leifsson og Hafdls Jónsdóttir I líkamsræktarstöðinni Laugum keyptu fyrir ári petta sumarhús við Valhailarstlg fyrir 30 milljónirkróna. Uppiýsingar um kaupverðið fengust ekki hjá Þingvattanefnd. ■■ .1-4.». ' *: -r íiWSft: Þingvallanefnd Björn Bjarnason, Össur Skarphéðinsson og Guðni Ágústsson skipa Þingvallanefnd sem nýtir ekki forkaupsrétt ríkisins að sumarbústöðum I friðlandinu og heldur kaupverði eignanna teyndu fyrir aimenningi. iBEGLAN Auglýst eftir óskráöum byssum Málið í rannsókn lögreglu Skammbyssa Auglýst var eftir byssum og skotum og er máliö I rannsókn iögregiu. „Við erum með þetta í skoðun," seg- ir Hörður Jóhann- esson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, vegna auglýsingar um óskráðar byssur. í smáauglýsingum Fréttablaðsins á mið- vikudag var auglýst eft- ir óskráðri haglabyssu, riffli eða skammbyssu og sagt að skot yrðu að fylgja. Þá var l-ögreglan Að sögn Harðar Jóhannessonar er vitað hverjir stóðu að baki augiýsingunni. símanúmerið 8640331 gefið uppsemnúm- er væntanlegs kaupanda sem kallar sig Steina, sam- kvæmt upplýsingum DV. Þegar DV hringdi í uppgefið númer náðist einungis samband við talhólf númersins. Hörður segir að vitað sé hverj- ir stóðu að baki auglýsingunni og málið sé í farvegi rannsóknar. Eins og eðlilegt er fór lögregl- an strax á stúfana eftir auglýsand- anum enda er ekki vitað hvað gerst hefði ef auglýsandinn hefði gengið laus með hlaðið skotvopn á götum Reykjavíkur. gudmundurtgidv.is Engin hörpuskel í Breiðafirði Engin veiði verður leyfð á hörpudiski í Breiðafirði á næsta veiðiári þar sem stofninn hefur ekki náð sér á strik. Talið er að sjávarhiti og frumdýrasýking hafi áhrif á afföllin í stofninum. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að ekki verði úthlutað heimild- um til hörpudiskveiða í Breiða- firði á næsta fiskveiðiári og verði farið að þeim tillögum verður það fjórða fiskveiðiárið í röð sem eng- ar veiðar eru heimilaðar á hörpu- diski.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.