Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 38
54 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006
Helgin 33V
„Báðar systur mínar og kærastinn
minn eru grænmetisætur svo
þetta er ekkert vesen og að mínu
mati er enginn maður með mönn-
um nema s/eppjo hveiti og sykri."
•Víl'-'X
Helga Braga „Ég á þrjá troðfulla skápa
og eina geymslu afnýlegum fötum og næ
alls ekki að fara I þetta allt,“segir hún.
■ :':vani WMM
Megrunarkúrar virka ekki
Leikkonan Helga Braga Jónsdóttir gerðist grænmetisæta fyrir
nokkrum árum. Hún léttist strax um tíu kíló og heldur
áfram að léttast. Helga segir megrunarkúra ekki virka því þá
fái líkaminn misvísandi skilaboð og ríghaldi í hverja einustu
kaloríu sem honum berst.
„Ég er alvörugrænmetisæta og
borða hvorki fisk eða kjöt né sykur og
hvítt hveiti," segir Helga Braga Jóns-
dóttir leikkona. Helga lifir því á græn-
meti, baunum, speltpasta og ávöxtum
og hefur gert síðustu árin. „Ég borða
allt þetta góða,“ segir hún brosandi og
bætir við að henni líði mun betur.
„Þetta kom bara til mín en ég vissi að
sykur myndi veikja mig og ég er viss
um að ef sykur væri uppgötvaður í dag
þá væri hann bannaður. Hann er svo
örvandi og hræðilegur," segir Helga
sem drekkur ekki áfengi þar sem það
inniheldur mikinn sykur.
Megrunarkúrar virka ekki
Aðspurð segh Helga þennan UfsstQ
ekki vera mikið vandamál. Margir í
kringum hana séu einnig græn-
metisætur sem auðveldi ýmislegt.
„Báðar systur mlnar og kærastinn
minn eru grænmetisætur svo þetta er
ekkert vesen og að mínu mati er eng-
inn maður með mönnum nema
sleppa hveiti og sykri,“ segir Helga létt
í bragði. „Það er miklu meira vesen að
bólgna út eins og rjómabolla en að
borða rétt,“ segir hún en Helga missti
strax tíu kíló þegar hún breytti mata-
ræðinu. „Þetta gerðist mjög auðveld-
lega, það var ekkert eins og ég væri í
megmn enda veit ég að megrunarkúr-
ar virka ekki á mig. Þá fyrst byijar fíkn-
in. Líkaminn fær misvísandi skilaboð
og heldur að það sé hungursneyð og
rígheldur því í hverja einustu kaloríu."
Kínakál með kokteilsósu
Helga segist passa upp á að hún fái
öll nauðsynleg næringarefni úr fæð-
unni og fæðubótarefhum. „Það þýðir
ekkert að ætla að lifa á speltpasta alla
daga og því passa ég mig að fá prótein
og fæ ómega-fitusýmmar úr hörfræ-
hylkjum." Helga borðar þó mjólkur-
vömr og býst við að halda því áfram.
Þegar talið berst að veitingahúsum
borgarinnar segh Helga mikfa breyt-
ingu þar á síðan hún gerðist græn-
metisæta. „Ég fer mikið á Maður lif-
andi, Á næstu grösum og þessa staði.
Úrvalið er orðið mikið og það er allt
annað að vera grænmetisæta í dag en
hér áður fýrr. Einu sinni var ég til
dæmis í tökum þar sem við fengum
bakkamat frá fýrirtæki og þar sem ég
var grænmetisæta fékk ég kínakál
með kokteilsósu. Viðbjóður! Þá var
ekkert hugmyndaflug en í dag er þetta
í mjög góðum málum."
Ætlar að selja fötin sín
Helga er á fullu að leika í Viltu
finna milljón í Borgarleikhúsinu. Auk
þess stefnir hún á að leigja bás á fata-
markaðnum hennar Elmu Lísu til að
selja eitthvað af fötunum sfnum. „Ég
er búin að leggja af og þarf að losa mig
við föt. Ég á þijá troðfulla skápa og
eina geymslu af nýlegum fötum og næ
alls ekld að fara í þetta allt,“ segh
Helga Braga hress og kát að vanda að
lokum.
indiana@dv.is
10 sniðug húsráð
# Salat og grænmeti helst lengur ferskt ef þú vefur það inn í dagblöð.
® Ef þú átt ekki rjóma til að bæta í sósuna geturðu blandað saman mjólk og smjöri og notað í staðinn.
# Settu olíu á barma pottsins þegar þú sýður mjólk svo hún sjóði síður upp úr.
# Stingdu gat á eggið með nál svo skurnin brotni síður við suðuna.
® Geymdu soðin egg í köldu vatni í fimm mínútur og þá verður mun auðveldara að ná af skuminni.
# Skerðu soðin egg með heitum hníf svo þau fari ekki í klessu.
® Soðin egg geymast betur í köldu vatni inni í ísskáp.
% Haltu brauðhnífnum nálægt kertaljósi ef brauðið er of mjúkt til að skera niður.
% Settu möndlur í heitt vatn áður en þú afhýðir þær.
® Settu örlítið salt út í vatnið þegar þú sýður spínat til að halda græna litnum.