Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 31
PV Helgin FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006 31 DV heldur áfram umfjöllun sinni um aðstæður geðfatlaðra en um síðustu helgi greindu tveir starfsmenn á Kleppi frá þeim hrikalegu aðstæðum sem sjúklingar þar búa við. Nú er sjónum beint að einstaklingi sem náði bata eftir erfið veikindi og samtökum sem stofnuð voru fyrir 40 árum til að rjúfa einangrun geðfatlaðra. læknis á Kleppi með þá hugmynd að heija sjáílboðastarf á Kleppsspít- alanum. Meginmarkmiðið var að rjúfa félagslega einangrun sjúkling- anna. „Þetta fannst okkur Pétri að væri verðugt verkefni því þarna væri að finna fólkið sem væri verst statt í þjóðfélaginu, fólk sem hefði verið hafnað af samfélaginu og dæmt úr leik. Þessu vildum við breyta," segir Sveinn Rúnar. Það þarf ekki að orðlengja um að Sveini Rúnari og Pétri var afar vel tekið þegar þeir kynntu verkefnið og þeir hófu strax starfið á deildunum með lítinn tilraunahóp sem í voru tólf manns. Þar urðu Tenglar til. „Starf Tenglanna fólst í því að hópurinn fór og spjallaði við sjúk- lingana en við þróuðum þetta líka út í að reyna einstaklingsstarf og tengdumst einhverjum einum sjúk- lingi sem við heimsóttum, hringd- um í eða vorum í bréfasambandi við. Okkur var afskaplega vel tekið af starfsfólki á Kleppi og ekki síður sjúklingunum sem tóku okkur fagn- andi. Við voru reyndar svolítið að slást við að við værum ekki að koma til að skemmta fólki heldur miklu frekar að koma og skemmta okk- ur öll saman. Við áttum það til að fá harmonikkuleikara til að slá upp balli á deildinni og svo fengum við aðgang að salnum og skipulögðum kvöld unga fólksins einu sinni í viku og kvöldvökur á fimmtudögum. Við komum þarna á dagskrá sem hélst löngu eftir að starf Tenglanna hætti. Við vorum líka með skemmtanir úti í bæ, miklar veislur með fínustu skemmtikröftuin fyrir sjúklingana og okkur." Starfsemi Tenglanna eykst Hinn tólf manna hópur Tengl- anna stækkaði í 50 manna hóp um haustið. „Þetta jókst jafnt og þétt ingur starfandi, einn félagsráðgjafi og örfáir geðlæknar. Tenglarnir fóru því með fjölritað fræðsluefni í hvern einasta framhaldsskóla þar sem nemendur voru kallaðir á sal og ég þrumaði yfir þeim og kynnti þeim ný störf í geðheilbriðgiskerf- inu. Ég tel að sú fræðsla hafi gert mikið gagn og margir hafi í fram- haldi af því valið sér nám og starfs- vettvang á þessum sviðum." Kom sjálfur á Klepp sem sjúklingur „Upp úr þessu fór að þynnast í Tenglahópnum því fólk fór í fram- haldsnám til útlanda og í ýmis önnur verkefni eins og gengur," segir Sveinn Rúnar. „Ég kom svo sjálfur inn á Kleppsspítalann sem sjúklingur árið 1971 og var mjög veikur." Hann hlær þó við minning- una og segist hafa átt erfitt með að fá sig sjálfan viðurkenndan seiri sjúkling meðal þeirra sjúklinga sem þekktu hann fyrir. „Þeir þóttust sjá að þetta væri nýtt skref í þróun Tengla, nú dygði ekki lengur að koma í heimsókn heldur flyttum við alveg inn," segir hann hlæjandi. Sveinn Rúnar, sem greindist með geðhvörf, segist ekki hafa orð- ið var við mikla fordóma. „Sterk- ustu fordómarnir eru oft í manni sjálfum. Ég var í viðkvæmu starfi þegar ég var að veikjast á árunum 1980-85 en ég varð ekki nema einu sinni fyrir því að missa vinnu út af sjúkdómnum. Ilin skiptin var ég í veikindaleyfum og naut skilnings minna atvinnurekenda." Eigin fordómar alltaf aðalverkefnið Sveinn Rúnar kom ekkert að starfi Geðhjálpar fyrr en árið 2000 Tenglarnir fagna 40 ára tímamótum Pétur Guöjónsson, Tómas Helgason og Sveinn Rúnar Hauksson fögnuðu 40 ára afmæli Tenglanna i fjölmennu teiti sem haldiö var I liúsi Geðhjálf'ir á Túngötu. „Þeir þóttust sjá að þetta væri nýtt skrefí þróun Tengia, nú dygði ekki lengur að koma í heimsókn heldur flytt- um við alveg inn" en þegar Geðhjálp tók til starfa fannst honum að þar væri að vissu leyti haldið áfram þar sem Tengl- unum sleppti. „f dag er Geðhjálp annars vegar hagsmunasamtök notenda geðþjónustunnar og að- standenda þeirra og raunar fyr- ir fólk almennt sem hefur áhuga á þessum málum. Á hinn bóginn er líka í starfi Geðhjálpar heilmik- ið félagsstarf fyrir geðsjúka og þá er líka húsaskjól hjá Geðhjálp fyrir sjálfshjálparhópa sem eru að skila miklum árangri." Þó margt hafi breyst og margir hafi stigið fram og sagt frá sínum sjúkdómi telur Sveinn Rúnar enn mikið óunnið til að vinna á for- dómum og einangrun geðsjúkra. „Sjúkdómurinn sjálfur felur í sér mikla einangrun og fólk er ekki bara einangrað á stofnunum held- ur líka heima hjá sér. Fordómarnir sem búa í okkur sjálfum verða þó alltaf aðalverkefnið, við losnum aldrei alveg við þá. Sem betur fer höfum við núna fleiri verkfæri og betri aðstæður til að vinna á for- dómunum." Tenglarnir hittust á dögunum og héldu upp á fjörutíu ára af- mæli en Sveinn Rúnar telur ótrú- legt að Tenglarnir verði endur- vaktir. „Nýir menn hafa tekið við kyndlinum í nýjum félögum með ný verkefni. Það er fekar ósenni- legt að við, þessir miðaldra, tökum aftur upp þráðinn," segir hann og hlær. „Það er alltaf þörf fyrir fólk með hugsjónir, fólk sem lætur sig náungann varða og ég er enn jafn ákveðinn og ég var þegar ég kom heim frá Bandaríkjununi að okk- ur beri sannarlega að gæta bróð- ur okkar." edda@dv.is því við vorum farin að fara á fleiri stofnanir. Svo varð aðalspreng- ingin árið 1968 þegar við tókum að okkur verkefni í tengslum við skiptin úr vinstri yfir í háegri um- ferð. Menn áttuðu sig á því og ekki síst Pétur Sveinbjarnarson hjá Umferðarráði, að áróðurinn í blöðunum og þessi almenni áróð- ur myndi ekki ná til allra. Til dæm- is yrðu blindir og alJraðir og fólk inni á stofnunum útundan. Það var því leitað til okkar um að taka að okkur þennan þátt í fræðslunni og þarna réðum við í fyrsta skipti starfsmann á launum." Verk að vinna - byggjum geðdeildir Starf Tenglanna náði svo há- marki haustið 1968 þegar þeir stóðu fyrir átta daga geðheil- brigðisviku, undir heitinu „Verk að vinna, byggjum geðdeildir og menntum starfsfólk". „Ég hafði farið til Bretlands og í júní '68," segir Sveinn Rúnar, „og verið þar gestur breska geðvernd- arfélagsins. Þar kynnti ég mér rekstur á vegum félagsins og her- ferðir sem þeir höfðu staðið fyrir til að auka skilning fólks og draga úr fordómum. Það vantaði líka sárlega starfsfólk í geðheilbrigð- isgeirann heima á þessurn tíma. Þegar við vorum að byrja á Kleppi var til dæmis aðeins einn sálfræð- Sveinn Rúnar Hauksson læknir var einn stofnenda Tengla. Hann hafði farið 17 ára gamall sem skiptinemi til Bandaríkjanna og komið heim ári seinna, bókstaflega að springa úr hugsjónum. „Þetta kom þannig til að við stofnuðum þarna um haustið sam- tök skiptinema sem við kölluðum KAUS, sem stóð fyrir Kristileg al- þjóðleg ungmennaskipti. Nú er þetta kristilega dottið niður og sam- tökin heita bara AUS. Ég nefni þetta vegna þess að stór hluti þess fólks sem kom inn í Tenglana kom ein- mitt úr þessum samtökum," segir Sveinn Rúnar. „Ég kynntist svo Pétri Guðjóns- syni sem hafði líka verið í Banda- ríkjunum, reyndar á vegum AFS, en við vorum kannski ekki svo ólík- ir og langaði báða að gera eitthvað til að virkja ungt fólk til þjóðfélags- legrar ábyrgðar. Svona sem svar við spumingunni „Á ég að gæta bróður míns?" Ég var á þessum tíma mjög kristilega þenkjandi og hafði kynnst frekar róttækri hlið kristindómsins úti, í þeim skilningi að kristindóm- ur væri eitthvað annað og meira en að mæta til kirkju á sunnudögum. Kristindómur snerist um að láta sér ekki standa á sama um annað fólk. Þar sem ég dvaldi var mikil umræða um ástandið í heiminum, stríð og frið, ranglæti, arðrán, bil milli ríkra og fátækra, kynþáttahatur og stöðu svartra í Bandaríkjunum. Þegar ég kom heim var ég alveg ópólitísk- ur en fannst ég sem kristinn maður verða að taka afstöðu." Vildu sinna þeim sem samfélagið hafði hafnað Það var svo upp úr áramótunum sem Sveinn Rúnar og Pétur gengu á fund Tómasar Helgasonar yfir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.