Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 52
68 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006
Helgin DV
„la, hérna! Ég á ekki til eitt ein-
asta orð,“ sagði Unnur Steinsson
þegar henni voru færðar þær fréttir
að hún hefði verið kosin „fallegasta
kona landsins" af álitsgjöfum DV. „Ég
er alveg gáttuð á þessu en það er gott
til þess að vita að valið stóð á milli
fallegustu kvenna landsins en ekki
stúlkna. Það þýðir líklega að dóttir
mín hafi ekki verið í þeim flokki enda
finnst manni alltaf að börnin eigi að
vera móðurbetrungar," segir Unnur
brosandi.
Fegurðin genetísk
Varðandi leyndarmálið að baki
fegurðinni segist Unnur ekki eiga
mörg ráð. „Ég er eiginlega bara kjaft-
stopp en ég hlýt að vera svona vel
af guði gerð, eða ég vona það. Þetta
er sjálfsagt genetískt en ég átti fal-
lega foreldra," segir Unnur og ítrekar
hversu hissa hún sé að lenda á svona
listum enn þann dag í dag.
„Ég skildi þetta þegar ég var í for-
grunni og var meira áberandi en aðr-
ir en síðustu árin hef ég farið mínar
eigin leiðir og ekki látið mikið á mér
bera. Unnur Birna hefur samt örugg-
lega hjálpað mömmu sinni að ná
þessum titli, ekki það að ég hafi ver-
ið að sækjast eftir honum. Einhvern
tímann hlýtur þetta að hætta og þá
verður maður að læra að bakka út.
í rauninni hélt ég að ég væri löngu
búin að því enda búin að fá ágætis
arftakaíþessu."
Mæðgur í reglulegu sambandi
Unnur segist vera í góðu sam-
bandi við Unni Bimu þótt dóttirin sé
að ferðast um allan heiminn í hlut-
verki Miss World. „Það er afskaplega
gaman að fylgjast með því sem hún
er að gera þessa dagana. Hún er að
„Ég er eiginlega bara
kjaftstopp en ég hlýt að
vera svona velafguði
gerðf eða ég vona það."
ferðast, hitta fólk og fá tækifæri sem
aðrir geta aðeins látið sig dreyma
um. Því er um að gera fyrir hana að
njóta þess. Hún er mjög heppin að
hafa fengið tækifæri til að upplifa
þessa lífsreynslu," segir Unnur og
bætir við að þær mæðgur séu í reglu-
legu sambandi. „Hún kemur talsvert
heim inn á milli enda ekki svo langt
til London þar sem hún hefur aðset-
ur. Svo tölum við líka reglega sam-
an í símann og í gegnum netið svo
sambandsleysið hefur ekki verið að
gera okkur lífið leitt. Við tölum okkar
tungum og stundum skilur karlpen-
ingurinn á heimilinu ekkert og hrist-
ir bara hausinn og segir okkur tala
drottningartal," segir Unnur bros-
andi.
Allt er gott í hófi
Þegar hún er ít-
rekað beðin um ráð
handa öðrum kon-
um segir hún að
allt sé gott í hófi.
„Ég er enginn
rosalegur sport-
isti en ég hreyfi
mig reglulega, fer í
ræktina og í göngu-
túra. En ég er ekki
manísk í neinu. Ég
er mikil náttúrum-
anneskja og nota lít-
ið af snyrtivörum en
hugsa vel um húð-
ina. Mataræðið skiptir líka miklu
máli og þótt ég hafi aldrei þurft að
hafa áhyggjur af því sem ég set
ofan í mig passa ég mig að
hafa rétta samsetningu
í matnum," segir Unn-
ur Steinsson, falleg-
asta kona íslands og
móðir fallegustu
konu í heimi.
indiana@dv.is
V.
Unnur Steinsson hefur verið valin fallegasta kona íslands af
álitsgjöfum DV. Unnur átti ekki eitt einasta orð þegar henni voru
færðar fréttirnar. Hún segir leyndarmálið að baki fegurðinni
vera rétt mataræði, hreyfingu og góða umhirðu húðarinnar.
s-