Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 44
DV-mynd Hörður 60 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 Helgin DV Signý Þóra Ólafsdóttir Verslunaistjóri i Marimekko d Laugaveginum. y/'ti '>"t/(/(f/ur llmvatn - Armani Mania „Nota það á hverjum degi. Mér finnst það mjög gott." Chanel-andlitsfarði „Frábært fyrir kvöld- ið. Felur allt og heldur manni eins út dag- inn." Clinique-gloss „Brúnbleikt. Nota gloss- ið ef ég finn ekki varalitinn rninn." armam nvmií Helena Rubenstein- varalitur „Þessi heitir Wanted 09 og liturinn Fetish rose. Mjög góður, hentar við öll tæki- færi. Hægt að nota hann dagsdaglega og spari. Alltaf góður.“ Clinuque- augnskuggar „Kremaðir og of- boðslega þægi- - legir. Hald- , ast vel all- | an daginn og út alla nóttina." Dior- augnblýantur „Hef farið í gegnum marga svona enda sá besti í heimi." •—— „Sumarvörurnar eru komnar, fallegir kjólar og bolir fyrir sumarfríið," segir Signý Þóra ólafsdóttir verslunarstjóri í Marimekko sem sjálf er á leið í sum- arfrf f dag. „Fyrst fer ég til Nice í Frakklandi og svo til Cinque Terre. Verð viku á hvorum stað og ætla svo að enda á Hróarskeldu," segir Signý og ' bætir aðspurð við að verslunin Marimekko hafi verið f rúmt ár á fslandi, fyrst f Lækjargötu en frá áramótum á Laugaveginum. „Ég er mjög ánægð að vera komin á Laugaveginn. Við vorum dálítið falin f Lækjargötunni en nú taka fleiri eftir okkur og þvf er umferðin meiri." Athafnakonan Ingibjörg Stefánsdóttir jógakennari og leik- kona opnaði sína eigin jógastöð fyrir tæpu ári. Þetta er í fyrsta skipti sem Ingibjörg kemur nálægt viðskiptarekstri en rekstur Yoga Shala gengur vel. Ingibjörg skellti sér á viðskiptanámskeið og lét drauminn sinn rætast og sér ekki eftir því í dag. Ingibjörg Stefánsdóttir „Miv fannst fltirspúmin ordm það miktiog vildi gera þetta út fra minum eigin forsenclutn og geta skapaSþad andrumsloft sem mer finfist skipta mdjþ * » <9 mrAW? TM' Æ : : Frábært að reka eigið fýrirtæki „Þetta fer rosalega vel af stað og ég held að mér hafi tekist að skapa það andrúmsloft sem ég stefndi að,“ segir Ingibjörg Stefánsdóttir leik- kona sem rekur Jógastöðina Yoga Shala, sem þýðir einfaldlega: Stað- urinn þar sem þú stundar jóga. Ingi- björg er ánægð með stöðina sína en hún opnaði í september á síðasta ári eftir að hafa gengið með drauminn í maganum í þónokkurn tíma. Æfingar sem þarfnast styrks „Ég býð upp á ashtanga yoga sem er ákveðin tegund af hatha yoga. Þetta eru seríur af líkamsstöðum og æfingum sem fólk lærir smám sam- an ufan að,“ segir Ingibjörg og bætir við að um kraftmiklar æfingar sé að ræða. „Margir gleyma að jóga er gíf- urlega styrkjandi en ekki aðeins teygjur og slökun og því kemur oft á óvart hversu margar æfingarnar þarfnast mikils styrks." Krakka- og paranámskeið Ingibjörg verður með krakka- námskeið í júní þar sem húri ætlar að blanda leiklist saman við jógað og stefnir á paranámskeið síðar. Hún segist sífellt finna fyrir meiri og meiri áhuga hér á landi á jóga og að það sé mikil breyting frá því hún byrjaði að stunda íþróttina. „Það er mikil vakning í þjóðfélaginu. Fyrst þegar ég byrjaði að kenna var þetta aðallega ungt fólk en nú kemur allur aldur, bæði unglingar og eldra fólk," segir hún og bætir við að jóga geri ótrúlega mikið fyrir líkamann. „Það er mikilvægt að halda líkamanum heilbrigðum og þar sem líkami og höfuð tengjast verður maður með- vitaðri I kjölfarið því það er viss íhugun sem fylgir jóganu. íhugun er rosalega góð og fleiri og fleiri rann- sóknir sanna svart á hvítu að íhugun getur hreinlega breytt huganum og hjálpað mörgum." Eins og áður sagði hafði Ingibjörg gengið lengi með drauminn um að opna eigin jógastöð. „Mér fannst eftirspurnin orðin það mikil og vildi gera þetta út frá mínum eigin for- sendum og geta skapað það and- rúmsloft sem mér finnst skipta máli. Ég skellti mér því á námskeið í Brautargengi og lærði þar að gera viðskiptaáædun og fékk visst öryggi og ákvað svo að kýla á þetta og sé ekki eftir því. Það er frábært að reka eigið fyrirtæki og axla þessa ábyrgð," segir Ingibjörg að lokum. indiana@dv.is Jhugun er rosalega góð og fíeiri og fíeiri rann- sóknirsanna svart á hvítu að íhugun getur hrein- lega breytt huganum og hjálpað mörgum." Láttu fjarbúðina ganga Ákveddu hvað þú vilt Sestu niður með manninum þín- um og skipuleggið fram í tímann. Setjið ykkur reglur. Sú mikilvægasta er hvort þið ætlið að hitta annað fólk á meðan á fjarbúðinni stendur. Tjáðu þig Pör sem búa saman eiga oft í erf- iðleikum með að tjá tilfinningar sín- ar. ímyndaðu þér hversu miklu erf- iðara það verður þegar þú sérð maka þinn ekki reglulega. Mundu að láta hann vita að þú saknir hans með setningum eins og: „Ef þú værir hjá mér myndi ég kyssa þig núna." Byrj- aðu að tala um hversdagslega hluti svo þið verðið ekki eins og ókunn þegar þið hittist en breyttu fljótt yfir í persónulegri samræður. Njóttu frelsisins Notaðu tímann til að þroska þig sem einstakling. Farðu út með vin- um og upplifðu þig sem einstakling þótt þú sért í föstu sambandi. Ekki bjóðast til að rífa þig upp og flytja til hans án þess að hugsa þig vel um. Hristu upp í sambandinu Kynlíf virkar að sjálfsögðu best þegar þið eruð í sama herbergi en þið getið gert ýmislegt í gegnum símann. Notaðu hugmyndaflugið og fjárfestu í handfrjálsum búnaði. Ekki missa trúna Aðskilnaðurinn er erfiður en passaðu þig að einblína ekki bara á það neikvæða. Spilaðu þig sem ör- ugga, þótt þú sért það kannski ekki. En falaðu við hann ef þú ferð að hafa áhyggjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.