Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 41
DV Helgin FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006 57 Á tali med Hemma Gunn Hemmi þotti fara Ótroðnarslóðir ipætti sinum Á rati með Hemma Gunn, ekkisistafþvihann var svo opinn og einleegur. Nú þegar Það var lagið hefur runnið sitt skeið á enda, í bili að minnsta kosti, er Hemmi Gunn enn og aftur kominn á kreik og nú með nýjan þátt sein verður sýndur á Stöð 2 í vetur. Vinnuheiti þátt- arins er Hemmi í sjöunda himni. en það verður þó örugglega ekki nafn þáttarins, sem á að vera afar „professional“ og höfða til breiðs hóps áhorfenda. Sýningum á Það var lagið lýkur nú í júlí en þá hafa verið sýndir 68 þættir í allt. Þrátt fyrir að Hemmi hafi ekki verið sérstaklega spennt- ur fyrir hugmyndinni um Það var lagið þegar hún var kynnt fýrir honum hefur hann notið hverrar mínútu og er mjög sáttur. Honum finnst þó tími til kominn að hvíla þættina og búa til eitthvað nýtt og spennandi. „Ég er mjög sáttur við það sem ég er að gera í dag en ég hef verið að vinna ýmislegt fyrir 365," seg- ir Hemmi. „'Fyrir utan Það var lag- ið mæti ég reglulega í spjall hjá Guðna Bergs í meistaradeildinni í fótbolta og er alltaf í íslandi í bítið á föstudögum. Svo er ég með þáttinn Enn á tali á Bylgjunni á sunnudög- um, en sá þáttur hefur fengið mjög góða hlustun. Ég hef fengið til mín hljómsveitir í stúdíó og það hefur oft verið glatt á hjalla. Ég lít á þenn- an þátt sem litla bamið mitt sem mér þykir afar vænt um. Nú þegar ég breyti til mun ég sjá mjög eftir þessu örverpi mínu." Engir kóngar eða stjörnur Hemmi hefur sumsé tekið til- boði 365 um að gera nýjan sjón- varpsþátt sem verður sýndur um helgar og á helst að geta höfðað til allrar fjölskyldunnar. Hann segist að sjálfsögðu vera með ótal hug- myndir en ánægðastur er hann með að fá Maríönnu Friðjóns- dóttur sem pródúsent. Maríanna stjórnaði upptökum á Það var lag- ið en undanfarið hefur hún verið í Danmörku. „Við Maríanna smellum saman eins og flís við rass," segir Hemmi. „Hún er svo skemmtilega frjó og alltaf með ferskar hugmyndir. Það verður gaman að vinna þetta með henni því hún er líka svo metnað- arfull og hefur frjórri sýn á þessa hluti en aðrir sem ég hef unnið með, með allri virðingu fyrir þeim. Svo velur hún sér alltaf mjög hæft samstarfsfólk sem er lykillinn að svona sjónvarpsþætti. Það þurfa allir að vinna saman eins og smurð vél og vera jafnir," segir Hemmi með áherslu. „Engir kóngar eða stjörnur heldur allir saman eins og einn maður." Enginn áhugamannaþáttur Hemmi getur enn sem komið er ekki gefið upp í smáatriðum með hvaða sniði nýi þátturinn verður enda er öll hugmyndavinna á byrj- unarstigi, en hann ætlar að bjóða upp á faglega unninn þátt. „Við verðum að sjálfsögðu í beinni útsendingu og væntanlega með sérstaka hljómsveit þáttar- ins. Við stefnum líka að því að vera með skemmtiatriði í háum gæða- flokki. Þetta verður ekki áhuga- mannaþáttur. Ég hef áður tekið þátt í slíku og margar af okkar fræg- ustu hljómsveitum stigu sín fyrstu skref í gömlu þáttunum mínum. Þá vorum við að gefa fólki tækifæri en þessi þáttur verður ekki vettvang- ur fyrir það, enda hefur fólk orðið miklu fleiri tækifæri en áður til að koma sér á framfæri. Þetta verða engar æfingabúðir enda kominn tími á þátt sem er „professional"." f sjöunda himni Vinnuheiti þáttarins er Hemmi í sjöunda himni, en Hemmi leggur áherslu á að það sé aðeins vinnu- heiti. Það lýsir þó sálarástandi þátt- arstjórans ágætíega því hann segist aldrei hafa verið í betra formi eða liðið betur. „Ég er svo mikill lukkunnar pamffll," segir hann og hlær. „Ég keypti mér nýlega íbúð með ein- hverju besta útsýni í Reykjavík. Það er bara toppurinn að geta verið úti á svölum með útsýni yfir allan fjallahringinn í austur. Ég er nátt- úruunnandi í eðli mínu og hef líka alltaf tækifæri til að bregða mér í Dýrafjörðinn til fóstru minnar þar. Þar er mín paradís. Fóstra mín er 78 ára unglingur sem hleypur um allt og ríður út daglega með gems- ann sinn. Við eigum líka sameigin- lega tík sem heitir Lubba og þarna hleð ég batteríin. Ég naut síðustu þriggja jóla einn með fóstru minni í Dýrafirðinum, en við höfum þekkst frá því ég var lítill pjakkur. Hún hafði séð mig á Bárugötunni þegar hún, ung stúlka af Snæfells- nesinu, var á leið vestur. Hún tók eftir að ég kunni ekki að ganga, bara hlaupa, og taldi víst að ég yrði fínn í beljurnar. Það kom líka á daginn. Ég var hjá þessum yndis- legu hjónum í sjö sumur og tengd- ist þeim tilfinningaböndum. Þau voru með ótal börn í sveit en auðn- aðist aldrei að eignast börn sjálf. Fóstri lést fyrir þremur árum en fóstra er enn spræk og hress og ég mun örugglega fara þangað í sum- ar til að hlaða mig orku áður en ég fer í gang með nýja þáttinn." Bíður eftir að guð sendi honum lífsförunaut Annars segist Hemmi ekkert vera of mikið að vinna og er far- inn að raða verkefnum allt öðruvísi en hann gerði. Hann hefur sagt frá því hvernig hann endurfæddist eft- ir alvarlegt hjartaáfall fýrir tæpum þremur árum, en þá hætti hjarta hans að slá í bókstaflegri merk- ingu. „Nú hugsa ég fýrst og fremst um mínar þarfir og langanir. Ég var í því í 30 ár að þóknast öðru fólki og þó ég ætti frítíma hafði ég enga orku til að njóta hans. Nú gef ég mér tíma fyrir mín áhugamál og nýt lífsins. Eg fer mikið í sund í Laugaskarði í Hveragerði því þar er besta laugin á landinu með gufubaði og heitum potti. Ef ég er duglegur að synda verðlauna ég mig með rjómatertu í Eden. Þarna sameina ég það að fara út í nátt- úruna og rækta andann og líkam- ann. Ég fer lflca oft upp í Heiðmörk og labba þar eða leggst í grasið og finn smæð mína. Svo fer ég mikið út að borða og í leikhús. Það er svo margt hægt að gera skemmtilegt ef maður ber sig eftir því. Mér líður lflca ákaflega vel með sjálfum mér heima. Það er auðvitað forsenda þess að geta liðið vel með öðrum og jafnvel einhverjum lífsförunaut síðar." Hemmi segist aðpurður vera einn og kærustulaus og ekki í nein- um eltingarleik við konur. „Ég er alveg sannfærður um að hann þarna uppi sendir mér réttu konuna þegar ég er tilbúinn. Hún mun koma á hárréttum tíma. Ég veit að ég finn ekki konu á pöbb- unum eða skemmtistöðunum þar sem fólk er í allavega ástandi, ég er búinn með þann skammt. Ég er pollrólegur og veit að allt ger- ist þegar það á að gerast og treysti guði fýrir þessu eins og öðru í mínu lífi." Uppfyllti síðustu ósk þroskaheftrar stúlku Hemmi hefur oft verið harðlega dæmdur fyrir að vera of einlæg- ur og jafnvel væminn en hann er löngu hættur að taka það nærri sér. Eitt eftirminnilegasta og tilfinn- ningaþrungnasta atvik þáttanna Á tali með Hemma Gunn var þeg- ar hann sendi kveðju til deyjandi þroskaheftrar stúlku á Akureyri en fyrir það uppskar hann geðvonsku- leg lesendabréf í blöðunum. Hemmi rifjar þetta upp og seg- ist ekki skilja í fólki sem getur ekki opnað hjarta sitt fýrir þeim sem eiga bágt. „Það var þannig að ég fékk mik- ið af bréfum frá þessari þroskaheftu stúlku á Akureyri. Ég var í miklu uppáhaldi hjá henni og einhverju sinni þegar ég var að fara norð- ur að dæma í fegurðarsamkeppni Norðurlands ákvað ég að hafa með mér tökumann og taka viðtal við hana. Ég á marga þroskahefta vini og þeir hafa kennt mér óendan- lega mikið hvað varðar einlægni og hreinleika hjartans. Stúlkan, sem var 15 ára gömul,' var mjög glöð að fá mig í heimsókn og ég eyddi með henni dagstund. Við gáfum önd- unum og borðuðum saman og svo fékk hún að ganga rauða dregilinn inn í Sjallann um kvöldið. Nokkrum vikum seinna hringdi mamma hennar og sagði mér að hún væri mjög veik og lægi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Hún hafði samt beðið um að rúmið hennar yrði keyrt fram svo hún gæti horft á þáttinn minn og mamma hennar bað mig að senda henni kveðju og koss. Ég man svo vel eftir þessu því ég hálftáraðist sjálfur þegar ég sendi henni kossinn og bestu kveðjur frá okkur öllum sem hún hafði gefið svo mikið. En þá komu þessi les- endabréf í blöðunum um að þetta hefði verið svo væmið. Mér fannst að höfundar bréfanna hlytu að vera fólk sem gæti ekki einu sinni tekið utan um sín eigin börn. Að geta verið að væla út af hlýju sem ég sýndi veikri stelpu sem fékk sína síðustu ósk uppfýllta. Hálftíma eft- ir þáttinn var hún dáin." Dauðvona vinur í beinni útsendingu Hemmi verður dapur á svip- inn og þó einkunnarorð hans séu hressleiki er hann mikil tilfinn- ingavera og óhræddur við að við- urkenna það. „Þó gleðin væri oftast allsráð- andi í þáttunum voru mörg erfið atvik. Ég var alltaf með einn aðal- gest og einn þeirra var Ingimar Ey- dal heitinn. Hanrt kom til mín dagr inn sem þátturinn var tekinn upp til að máta sófann en þurfti svo að fara til læknis. Þegar hann kom aft- ur hálftíma fyrir útsendingu sagði hann mér að hann hefði fengið dauðadóm hjá lækninum og væri með ólæknandi krabbamein. Ég bauð honum að hætta við en hann tók það ekki í mál. Mér fannst ótrúlega erfitt að spjalla við hann þetta kvöld á léttum nót- um og dóttir hans, sem kom hon- um á óvart í þættinum og söng íýr- ir hann, gat varla sungið lagið sitt. Þetta var mjög erfitt og mér leið ör- ugglega ekki betur en honum, þó það hljómi kannski eigingjarnt að segja það." Kunnu ekki að herma eftir sjálfum sér En Hemmi á auðvitað lflca hell- ing af skemmtilegum minningum frá þessum tíma. „Þetta var allt í beinni útsendingu nema síðustu tvö árin og alltaf hætta á að eitthvað klikkaði. Eg var mjög ósáttur þeg- ar þættimir hættu að vera í beinni þó mörgum fýndist ég hálfbilað- ur að vilja það frekar en fýrirfram upptekna þætti. Það urðu auð- vitað mörg mistök og mörg mjög skemmtileg atvik," segir Hemmi og er hvattur til að rifja meira upp. „Það var til dæmis mikið af heimsfrægu fólki sem kom til að skemmta á íslandi sem hafði við- komu í þættinum hjá mér. Þeg- ar hljómsveitin Dr. Hook kom til landsins var ákveðið að þeir tækju eitt lag í þættinum en þeir komu frá Bandarflcjunum daginn sem þátturinn var sendur út. Við vorum auðvitað vissir um að þeir myndu mæta og „mæma" eitt lag. Þeg- ar þeir mættu klukkutíma fýrir út- sendingu var ákveðið að þeir tækju Sylvias Mother og við spurðum hvort þeir væru ekki með „play- bacldð". Þá ráku þeir upp skelli- hlátur og sögðust ekkert lmnna að „mæma". „Við vorum bara í Bandaríkjun- um að reykja maríjúana þegar við urðum aÚt í einu heimsfrægir og við kunnum ekkert að herma eft- ir sjálfum okkur," sögðu þeir. Það varð því að redda hljóðmönnum og hljóðfærum í grænum hvelli og svo ætíuðu þeir aldrei að vilja hætta að spila." Hemmi hlær hjartanlega. „Það var líka athyglisvert hvað frægustu gestirnir voru þægileg- ir og ljúfir meðan hinir sem þótt- ust vera eitthvað voru með sífelld vandræði." Heldur áfram að hola steininn Hemmi segist ætía að halda áfram að vera hann sjálfur og gefa ómælt af sjálfum sér. „Ég held mér hafi bara orðið býsna vel ágengt," segir hann. „Þegar ég byrjaði hér á Stöð 2 og Bylgjunni tóku allir utan um mig og föðmuðu mig að sér. Það hefði ekki gerst fyrir nokkrum árum. Ég held að fslendingar séu sem betur fer að opnast aðeins en það er kannsld ekki skrýtið þó þjóð sem er með þrettán vindstig í fang- ið flesta mánuði ársins lokist og jafnvel harðlæsist. Við tölum ekki um tilfinningar. Svo þegar allt í einu kemur maður sem segir „mér þykir vænt um ykkur" þá hríslast um alla ónotin. Ég ætía að halda ótrauður áfram að reyna að hola steininn svo við getum öll haldið áfram að brosa. Eg tek ákvörðun um það á morgnana að vera sátt- ur við menn og málefni og þakka fýrir það á kvöldin. Ég hef lflca öðl- ast nýjan skilning á máltækinu að hver sé sinnar gæfu smiður og tel að hver maður geti haft býsna mik- il áhrif á líf sitt sjálfur. Ég hef líka kynnst myrkrinu og þess vegna nýt ég kannski sólarinnar enn meir," segir Hemmi og í þeim orðum töluðum vinda sér tveir menn að honum og heilsa - með faðmlagi að sjálfsögu. Ég þarf að bíða þolin- móð í nokkrar mínútur þangað til kemur að mér, því auðvitað skilur maður ekki við Hemma nema fá eitt hlýtt faðmlag að lokum. eddaHPdv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.