Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006 Helgin DV Hver fangi íafplánun á íslandi er dýr fyrir skattborgarana. DV reiknaði kostnað á hvern fanga miðað við svokallað fangaár. Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun segir þá gera fleira en halda föngunum á bak við lás og slá. Sakna þín! Harosvlruð- ustu fangar íslands eru á Litla-Hrauni. i Fangi kostar ríkið sex milljónir aari Afþlánun refsidóma er íslenska ríkinu kostnaðarsöm. Fangelsis- málastofnun heldur utan um refsivist fanga og í fjárlögum ís- lenska ríkisins fyrir 2006 eru stofnuninni ætlaðar tæpar 818 millj- ónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun eru fangels- isdagar um 50 þúsund ár hvert og er þá miðað við fangaárið, sem er 365 dagar. Til að auðvelda útreikninga er stuðst við slétt 50 þúsund. Dagur- inn á hvern fanga innan fangelsa ríkisins kostar um 16 þúsund krón- ur og fangaárið þá um 6 milljónir króna. Margt annað „Þetta getur verið vandmeð- farið, að bera saman við eina fyrir fram gefna forsendu. Því stofnun- in gerir meira en að halda föngum uppi," segir Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. „Hér erum við með sálfræðinga fyr- ir aðstandendur fanga, fyrrverandi fanga, úrræði fyrir skilorðsfanga og menn sem vistaðir eru á áfanga- heimilum og meðferðarstofnunum og samfélagsþjónustu. Allt þetta kostar eitthvað," segir hann. Morðingi kostar 60 milljónir Fangar á fslandi afplána í flest- um tilfellum tvo þriðju þeirra fang- elsisdóma sem þeir fá. Ef tekið er dæmi um morðingja sem hlýtur sextán ára fangelsisdóm má gera ráð fyrir að hann afpláni 10,6 ár. Sé miðað við ofangreindar töl- ur, að dagur fangans innan veggja kosti um sextán þúsund krónur mun hann kosta íslenska ríkið um 60 milljónir króna og er þá einungis átt við fangavist hans - en ekki rekst- ur málsins sjálfs fyrir dómstólum og fleira. 3.000 krónur í mat Vinnulaun í fangelsum hér á landi eru almennt hærri en gengur og gerist erlendis eða um 400 krón- ur á tímann. Erlendur segir það mega rekja til þess að fangar þurfi að verða sér út um meira af hlutum en erlendir fangar. Kostnaður vegna matar- og dagpeninga fanga á ís- landi er svo aftur um þrjú þúsund krónur á dag en sú upphæð er inni í rekstri fangelsanna. Lúxusvist? Mikið hefur verið rætt um að fangelsi á íslandi séu í raun lúxus- vist fyrir afbrotamenn. Erlendur segir viðmiðin svipuð og erlend- is: „Við erum í meðaltali á Norður- löndum," segir Erlendur og bend- ir á að mikill munur sé hér á landi og í fjarlægari löndum. „í fangelsi sem ég sá í Rússlandi eru til dæm- is átta í klefa en einungis fimm rúm. í Bandaríkjunum er dæmi um fang- elsi sem byggt er fyrir 2000 manns en þrátt fyrir það eru 6000 manns að afplána dóma þar." Engu að síður kostar íslenska fangelsismálakerfið skattborgarana mikið, eða eins og áður segir sex milljónir - hvert fangaár. gudmundur@dv.is Erlendur Segir að Fangelsis- málastofnun geri fleira en að halda föngum föngnum. Barnaníðingur - 20 milljónir Barnaníðingurinn Ágúst Magnús- son hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn sex drengjum og fyrir að hafa undir hönd- um gríðarlegt magn grófs barnakláms. Ágúst mun að líkindum afplána 3,3 ár af dómnum. Ágúst mun því kosta íslenska ríkið um tuttugu milljónir í það minnsta. Landsímaþjófur -18 milljónir Landsímaþjófurinn Sveinbjörn Kristjánsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm fýrir að hafa komið 260 milljónum undan þegar hann var aðalféhirðir Landsímans. Hann var meðal annars í slagtogi við þá Árna Þór Vig- fússon og Kristján Ragnar Kristjánsson í mál- inu sem var gífurlega umfangsmikið. Svein- bjöm mun að líkindum afplána þrjú ár af dómnum. Hann mun kosta íslenska ríkið um átján milljónir í það minnsta. Nauðgari og morðingi - 72 milljónir Nauðgarinn og morðinginn Rún- ar Bjarki Ríkharðsson hlaut átján ára fangelsidóm fýrir að myrða nítján ára vinkonu fyrrverandi sambýliskonu sinnar á hrottafenginn hátt þann 15. apríl árið 2000. Þar áður hafði hann nauðgað sambýliskonu sinni fyrrver- andi og tekið upp á myndband. At- hæflð var hrottalegt. Hann mun, í það minnsta afplána tólf ár af dómnum. Þrátt fyrir það mun hann kosta ís- lenska ríkið yfir 72 milljónir króna. Morðingi -60 milljónir Morðinginn Hákon Eydal var dæmd- ur til sextán ára fangelsisvistar fyrir að myrða sambýfiskonu sína fyrrver- andi, Sri Rhamawati á hrottafenginn hátt. Má gera ráð fyrir að hann afþláni 10,6 ár þess dóms. Hákon Eydal mun I því kosta íslenska ríkið yfir 60 milljón- ir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.