Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006 Fréttir DV Svört hola í höggi rf RADARQOir Rússnesk- ur geimfari ætlar að slá golfkúlu þijá milljarða kíló- metra út í geiminn. Mikhail Tyurin mun nota gullhúð- að sex-jám og slá kúluna af sérsmíðuðu téi á alþjóðlegu geimstöðinni. Vísindamenn segja að kúlan muni hrings- óla um jörðina í allt að fjögur ár þar tú hún brennur upp í gufuhvolfinu og Bandaríkja- menn hafa áhyggjur af því að kúlan muni lenda í árekstri við gervihnetti á hringsóli um jörðina. Nataliya Heam, talsmaður golfvörufram- leiðandans Element 21 í Tór- óntó, Kanada, sem stendur fyrir þessu segir hins vegar að NASA hafi ekld gert nein- ar athugasemdir við þessa uppákomu. Heathervar klámstjarna Fortíðin hefur bankað upp á hjá Heather Mills sem stendur í skilnai við Paul McCartney. Breska blaðið The Sun hefur fjallað um feril Mills sem klámstjömuerhún var tvímg. Áður hefur blaðið greint fráþvíað Mills vann fyrir sér um tíma sem fylgdarstúlka fyrir forríka araba. Grófar klám- myndir af Mifls er að finna í þýsku riti frá árinu 1988 sem heitir Die Freuden Der Li- ebe. Á myndunum sést hin þá tvítuga Mills olíuborin í ýmsum samfarastellingum með manni oghjálpartækj- um ástarlífsins. 666-veisla í Helvíti íbúar smábæj- arins Hell, eða Hel- vítis, í Michigan fögnuðu ákaft þegar dagsetningin 6.6.06 rann upp í vikunni. Ferðamenn komu í talsverðum mæli til bæjarins enda höfðu bæjar- búar slegið upp veislu í tílefni dagsins. Alls kyns hlutir með áletruninni 666 voru til sölu og allir sem mættu fengu viðurkenningarskjal með áletruninni „Þú hefur fagn- að 6. júní 2006 í Helvítí." Einn íbúanna, Jason LeTeff, kvart- aði þó. „Hér er ég, búsettur í Helvítí og fer með krakkana í kirkju reglulega til að kenna þeim góða siði. En bærinn efnir svo til 666 veislu," segir Jason. Jessica og gáfurnar Það verður seint sagtumjessicu Simpson að hún vaði í gáfum. Breska blaðiðTheStarbirtí nýlega litla fr ásögn af blondínunni þegar hún rakst á Pamelu Anderson á fömum vegi en Simpson er ætlað að taka við hlutverki Pamelu í nýrri kvikmynd um Baywatch. Jessica gerði Pamelu orðlausa með því að spyrja hvemig hún og liðið í Baywatch hafi getað hlaupið svona hægt í opnunaratrið- inu... „þú veist þar sem þið Jtlaupið eftír ströndinni?" Undrunarsvipurinn leyndi sér ekki á Pamelu sem svar- aði eftír smáhik: „Þetta at- riði var tekið upp á hægum hraða." Morðið á hinum 19 ára Khurram fyrir utan Kristjaníu i Kaupmannahöfn hefur varpað ljósi á það blóðuga stríð sem geysar á hassmarkaðinum í borginni eftir að Pusher Street var lokað fyrir rúmum tveimur árum. Ungmenni af annarri kynslóð innflytjenda hafa reynt fyrir sér með hasssölu í Kristjaníu en slíkt hefur kallað á mjög ofbeldisfull við- brögð hjá heimamönnum. Kristjanía Þótt hassmarkadurinn sé ekki nema svipur hjá sjón er hart slegist um kúnnana. Hassmarkaðurinn í Kaupmannahöfn veltir hundruðum milljóna króna á hverju ári. Og samkeppnin er hörð þar sem dópsalarnir víla ekki fyrir sér að berja eða drepa hver annan. Morðið á hinum 19 ára Khurram rétt íyrir utan Kristjaníu nýlega er gott dæmi um hörkuna í þessum bransa. Khurram var barinn í hel með hafna-- boltakylfum og skóflum af dópsölum úr Kristjaníu. íbúar þar hafa fengið nóg af ofbeldinu og ætla að aðstoða lögregluna við að upp- lýsa málið. Hassmarkaðurinn í Kristjaníu kostaði hinn 26 ára gamla Mor- ten Holmberg lífið þann 21. apríl í fýrra. Hópur innflytjenda úr hinni alræmdu Blágárds Plads-klíku frá Nörrebro stormaði inn á staðinn, flestír vopnaðir skammbyssum, og byrjaði að skjóta tilviljanakennt í kringum sig. Morten hafði ekk- ert með hasssölu að gera. Hann var bara rangur maður á röngum stað og röngum tíma. Þrír aðrir hlutu skot- sár. Flestir bak við lás og slá Skotárásin í fyrra átti sér stað ári eftir að lögreglan jafnaði hassmark- aðinn í Pusher Street við jörðu með jarðýtum. Og á eftír fylgdi ár af rass- íum og löngum gæsluvarðhaldsúr- skurðum yfir þeim sem höfðu verið með bása í Pusher Street. Þótt flest- ir höfuðsalarnir væru á bak við lás og slá héldu kaupendur áfram að streyma inn í Kristjaníu í leit að hassi. Og þetta leiddi tíl þess að nýir aðilar komu að sölunni. Hin „hefðbundna sala" fór algerlega úr skorðum. Eftirlitssveitin ónýt Og það voru ekki bara hasssal- arnir sem ruku inn í fangelsi. Hin þjóðsagnakennda CET, eða Christi- anias Efterretnings Tjeneste, eftír- litssveit sem hafði það verkefni að aðvara hasssalana á Pusher Street um yfirvofandi lögregluaðgerðir er einnig meira og minna ónýt. Sveitin var á vöktum með talstöðvar og gsm- síma. Hún hafði einnig það verkefni að viðhalda innri aga á markaðnum. Síðasta haust fengu 19meðlimirCET samtals 34 ára fangelsisdóma. AIl- ir nema fimm ákváðu að áfrýja ekki dómunum. Minni sala „Hasssalan í Kristjaníu hefur minnkað töluvert en við höfum ástæðu til að ætla að vaktmenn séu enn til staðar þótt slíkt sé ekki eins í gamla segir Steffen Th. Steffen- sen aðstoð aryfirio regluþjón viðfíkni- efna- deild lögregl- unnar í Kaup- mannahöfn í samtali við Ekstra Bladet. Hann vill ekki, frekar en aðrir, giska á hver stóð að baki árásinni á Khurram. Vitni sem hafði samband við Ekstra Bladet segir að Khur- ram og félagar hans hafi boðið hon- um hass til sölu fyrir utan Kristjan- íu. Hann keypti ekki en þegar hann gekk inn á staðinn kom að hon- um hasssali og spurði hvort hon- um hefði verið boðið eitthvað. Þegar hann staðfestí það kall- aði salinn: „Nú tökum við þá." Og stór hópur manna rauk af stað með kylfur og skófl- ur. Síðan heyrði vimið slagsmálin í fram- haldinu. Lögreglan Eftirað lögreglan lokaði Pusher Street hefur ofbeldið aukist. Margar konur færa sig af skrifborðinu og fara bak við það Klámstjörnur sem kaupahéðnar Tera Patrick og Jenna Jameson eru meðal klámstjarna af veikara kyninu sem hafa sest á bak við skrifborðið en ekki bara ofan á það. Klámbrans- inn er harður heimur þar sem marg- ir eru étnir lifandi, en fleiri og fleiri af stjörnum hans hafa skipt um feril og fundið út að þær hafa viðskiptavit í góðu lagi. í nýlegri umfjöllun Ekstra Bladet um málið segir að stjörnur eins og Tera og Jenna þéni nú milljónir á fyrirtækjarekstri sínum. Tera Patrick spurði sig þeirrar spumingar 2003 af hverju konumar í klámbransanum hefðu ekki stjórn á markaðssetning- unni. Þær eru jú sú „vara" sem allur iðnaðurinn byggir á. í ffamhaldinu stofnuðu hún og maður hennar Evan Seinfeld fyrirtækið Teravision. „Ég hugsaði sem svo, ég er Tera Patrick. Ég hef möguleika á að selja mikið af myndum. Ég á stóran aðdáendahóp og ég hef gáfur," segir Tera í samtali við AVN, eða Adult Video News. En Tera hefur rekið sig á marg- ar lulctar dyr síðan. „Ég hef verið á markaðsfundum þar sem fólk trúði því að ég væri heimsk gála. Það bros- ir að mér og gefur í skyn að það sé heimskulegt að tala við mig," seg- ir hún. „En nú er ég með fullkomna stjórn á ferli mínum og það er dás- amlegt." Það var Candida Royalle fyrrver- andi klámstjama sem var sú fyrsta Candida Royalle Var fyrsta klámstjarnan sem stofnaði fyrirtæki, Þaðvarárið 1984. Tera Patrick Stofnaði fyrirtækið Teravision en er ekki hættað leika I klámmyndum. sem stofnaði eigin framleiðslufýrir- tæki árið 1984. „Það að ég var fyrr- um klámstjarna , j með eigið fyrir- * tæki þótti fjöl- miðlum mjög forvitnilegt," segir Candida. „Þetta drap þjóð- sögnina um að klámstjörnur eru skilgreind- ar sem gálur, fórnarlömb eða taparar án hæfileika." Jenna Jameson Er forstjóri Clubjenna og gengur vel I starfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.