Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006
Fréttir DV
Ákærðurfyrir
vanhirtan kött
Karlmaður á fertugs-
aldri, Guðmundur Freyr
Ævarsson, sætir ákæru
Sýslumannsins í Borgarnesi
fýrir brot á dýraverndunar-
lögum. Honum er gefið að
sök að hafa skilið kött eftir
á heimili sínu vikum sam-
an án nokkurs eftirlits eða
umönnunar. Þá hafði hann
ekki tryggt honum viðun-
andi vistarverur, fullnægj-
andi fóður, drykk og hirti
ekki um köttinn eins og seg-
ir í ákæru. Lögreglan í Borg-
arnesi fann köttinn í íbúð-
inni þann 16. mars 2005 þar
sem hann var beinhoraður
og í slæmu ástandi.
Bærinn borgar
ekki skjólvegg
Eigendum hússins á Álf-
hólsvegi 15 verður ekki að
þeirri ósk sinni að Kópa-
vogsbær kosti skjólvegg
vestan við lóðina. Bæjarráð
samþykkti þetta eftir tillögu
bæjarverkfræðingsins. Á
hinn bóginn var ósk hús-
félagsins á Álfhólsvegi 15
um að fá lóðina stækkaða
ekki hafnað heldur vísað tii
skipuiagsnefndar. Umferð-
arnefnd bæjarins á síðan að
fjalla um þær atlrugasemdir
húseigendanna sem lúta að
umferð við húsið.
Voftorðfilsölu
Undanfama daga hef-
ur mörgum á íslandi bor-
ist sérkennilegt til-
boð með tölvupósti.
Fólki er boðið að fá
vottorð um að hafa
lokið langskólastig-
um, allt frá BA-prófi
upp í það að hafa
doktorsgráðu. Sagt er
að ferlið byggi á mati á lífs-
hlaupi viðkomandi og taki
aðeins fáa daga. Engum sé
vísað frá. Tiltekið er að þeir
sem aðeins hafi lokið fram-
haldsskóla fái fjórfalt minni
ævitekjur en þeir sem hafa
doktorsgráðu. Áhugasamir
geta hringt í Leanna Hutton
prófessor í síma 1-206-984-
0002.
Vilja þjóðskrá
til Eyja
Vestmanna-
eyingar vilja að
þjóðskrá Hag-
stofu íslands
verði flutt til
Eyja. Bæjarráð
Vestmannaeyja
hefur ítrekað
ályktun bæjarstjórnar frá
mars um þetta efhi. Vilja
Eyjamenn viðræður við
Björn Bjarnason, dóms- og
kirkjumálaráðherra, um
flutning þjóðskrár og al-
mannaskráningar til Vest-
mannaeyja. Stéttarfélög í
Vestmannaeyjum styða við-
leitni bæjarstjómarinnar í
þessu máli.
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir útvarpsþula fékk heilablóðfall í vikunni. Ragnheiður
Ásta var stödd í Minneapolis hjá yngstu dóttur sinni þegar atvikið varð. Ragnheiður
Gyða, stjúpdóttir hennar, segir þuluna vinsælu að ná sér eftir áfallið.
Ofurþula á bataveqi eftir
heilablóðfall
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, útvarpsþulan ástsæla, er nú að
jafna sig eftir heilablóðfall sem hún fékk í heimsókn í Bandaríkj-
unum.
Ragnheiður Ásta Pétursdóttur
þula er stundum talin vera tákn-
gervingur ríkisútvarpsins.
Rödd Ragnheiðar Ástu hefur
hljómað á öldum ljósvakans í rúma
þrjá áratugi. Eiginmaður hennar,
Jón Múli Árnason, sem lést fyrir
tæpum fjórum árum, var líka ást-
sæll útvarpsmaður svo og faðir
hennar Pétur Pétursson þulur.
Erfitt með mál
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir,
fjölmiðlakona og dóttir Jóns Múla,
segir að veikindin séu að ganga til
baka og Ragnheiður Ásta sé á bata-
vegi.
„Hún var farin að æfa sig að
ganga upp og niður stiga á mánu-
dag, en hún á enn í einhverjum
vandræðum með mál
og á erfitt
með að
skrifa."
„Hún var farín að æfa
sigað ganga upp og
niðurstiga á mánudag"
Börn í fjölmiðlum
Börn þeirra Ragnheiðar Ástu og
Jóns Múla tengjast sum einnig fjöl-
miðlum. Pétur Gunnarsson, son-
ur Ragnheiðar Ástu, var um ára-
bil blaðamaður á Morgunblaðinu
og er nú fréttastjóri Fréttablaðsins.
Oddrún Vala og Ragnheiður Gyða,
dætur Jóns Múla, störfuðu báðar
hjá RÚV þangað til þær færðu sig
yfir á DV fyrir nokkrum árum og
síðar á Talstöðina og NFS.
Missti mátt í útlimum
Ragnheiður Ásta var stödd í
Minneapolishjáyngstudóttur sinni
þegar hún veiktist en hún mun
hafa valcnað þvoglumælt
og máttlítil í höndum og
öðrum fótlegg. Strax var
hringt á sjúkrabifreið og
Varð að fresta heimför
Að sögn Ragnheiðar
Gyðu líður Ragnheiði
Ástu ágætlega.
Hún hafi
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir
Ragnheiður fékk heilablóðfall þar
sem hún varstödd íheimsókn hjá
dóttur sinni í Bandarikjunum.
Pétur Gunnarsson Btaðamaðurinn erson-
ur RagnheiðarÁstu og fyrri eiginmanns
hennar, Gunnars Eyþórssonar fréttamanns
sem lést fyrir nokkrum árum. Pétur var lengi
blaðamaður á Morgunblaðinu enernú
fréttastjóri hjá Fréttablaðinu. Eyþór
Gunnarsson tónlistarmaður er albróðir
Péturs.
mi
Ragnheiður Ásta og Jón Múli Arnason Eigimaður Ragnheiðar Ástu lést fyrir tæpum fjórum
árum. Myndin er tekin þegar hjónin héldu upp á afmælin sín ímal 1991.
.*
ið útskrifuð af sjúkrahúsinu vestra
og sé væntanleg heim í næstu viku.
Upphaflega ætlaði hún að koma
heim til íslands síðastliðinn föstu-
dag. Enn er ekki vitað hve-
nær nákvæmlega hún verð-
ur nægilega hress til að
fljúga heim.
edda@dv.is
Ragnheiður Gyða Ragnheiður
Gyða er dóttirJóns Múla. Hún er
kunn útvarpskona og vann lengi á
rikisútvarpinu. Undanfarin árhefur
Ragnheiður unnið hjá 365, bæði á
Talstöðinni og NFS.
^ Svarthöföi
Lengsti brandarinn búinn
Það er enginn leið að hætta,
söng félagshyggjuflokkurinn Stuð-
menn um árið. Allir vegir enda þó
einhvers staðar - nema náttúrlega
hringvegurinn - en hver vill aka í
hringi endalaust?
Samkvæmt nýjustum skipa-
fregnum er á von á móðurskip-
inu Halldóri Ásgrímssyni til hafn-
ar eftir langa siglingu um ólgusjói.
Engu er líkara en Halldór hafi
sjálfur talið að hann mætti ekki
koma að landi því þá myndi ógæf-
an dynja yfir - svona eins og
krakki sem forðast að stíga á strik
á gangstétt. En nú skríður skipii
að landi og Halldór er á leiðinni
sem hann hefur alltaf verið á þótt
hann hafi ekld fattað það - á leið-
inni á þurrt.
Nú loks mun Halldór geta sýnt
okkur sinn innri mann - þenn-
an hláturmilda sprelligosastrák
sem allir honum nákomnir segja
að kallinn sé í góðra vina hópi.
Svarthöfði sér fýrir að Halldór
verði innan tíðar kominn með eig-
in spjallþátt á NFS eða Omega eða
örugglega við sjálfan
sig og brosir í kampinn.
Sá hlær best sem
síðast hlær.
Svarthöfði
einhverri annarri svoleiðis stöð.
Láti gott af sér leiða með sinn
smitandi hlátur.
Það er því ekki bara Halldór
sjálfur sem er fullur tilhlökkun-
ar yfir komandi frelsi mannsins
sem hefur verið múlbundinn eins
og dráttarhestur framan við vagn
góðærisins. Almenningur allur
u spenntur.
Helst er að einhverjir hafi
áhyggjur af hver verður nýi al-
vöruþrungni maðurinnn við stýr-
ishjól hamingjunnar á íslenskri
grund. Verður það Guðni Á. sem
teymir okkur áfram til góðs götuna
fram eftir veg? Eða kannski Björn
I. varaborgarstjóri? Nei, hann er of
brosmildur. En Siv F. mótorhjóla-
gella? Þetta er trikkí.
Hey! Það stefnir bara í massí-
van hausverk. Gott á ykkur, hlát-
urpúkamir ykkar, segir Halldór