Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 55
DV Helgin FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 71 Guðbjörg Alda Þorvaldsdóttir haföi meðal annars starfaö sem fyrirsæta þegar hún fékk óhugnanlega verki í höfuðið aðeins 23 ára gömul. Hún var heppin að vera ekki ein heima þegar hún hneig í gólfið með heilablóð- fall. Henni var haldið sofandi í fjórar vikur og missti allan mátt og mál og þurfti að læra allt upp á nýtt. Saga þessarar fallegu stúlku er kraftaverki líkust. Guðbjörg hefur nú náð sér að fullu og er að ljúka námi í innan- húsarkítektúr frá háskólanum í Mílanó. Falleq kraftaverkastelpa Guðbjörg var 23 ára þegar hún fékk heilablóðfallið en hún var búin að vera með hausverk nokkuð lengi og tengdi það vöðvabólgu. „Verkurinn lá ffá öxl upp í auga," segir Guðbjörg. „Ég var frá vinnu vegna höfúðverks í fimm daga og á þeim tíma var ég búin að vera æl- andi af hausverk og búin að fá næt- urlækni heim. Hann sagði að ég væri með mígreni og gaf mér magnýl sem gerir illt verra þegar maður er með æðagúlp. Þetta gerðist á föstudegi og ég var alveg ónýt um helgina. Hinn 30. október árið 2000 datt ég svo niður heima hjá mér en var svo heppin að kærastinn minn var heima og gat bjargað mér með því að hringja á sjúkrabíl. Þegar ég kom upp á spítala rankaði ég við mér en talaði tóma vitleysu. Ég var send í Catscan og þá kom í ljós að þetta var slagæðagúlpur. Ég þurfti að gangast undir aðgerð sem var gerð 1. nóv- ember og svo var mér haldið sof- andi í öndunarvél í fjórar vikur. Eftír það fór ég niður á almenna deild." Guðbjörg Alda Þorvaldsdóttir Guðbjörg var 23 ára þegar hún fékk heilablóðfall. Hún lamaöist og missti málið og þurfti að læra allt upp á nýtt. Guðbjörg fékk krampaköst eft- ir aðgerðina og þurftí þess vegna að fá ventil í höfuðið tíl tryggja- réttan þrýsting á mænuvökvann. „Þegar ég vaknaði eftir aðgerð- ina var ég í því ástandi að geta mig ekkert hreyft og ég gat ekki talað. Á þessu augnabliki var ekki vitað hversu mikið ef eitthvað hefði skaddast. Fljótlega byrjaði svo end- urhæfingin á Grensásdeildinni, hjá því frábæra starfsfólki." Eldhress í Mílanó Guðbjörg var á þessum tíma- punkti í hjólastól og ekki búin að fá málið aftur. „Það má með góðri samvisku segja að endurhæfing mín getí kallast allur pakkinn," segir Guðbjörg. „Þetta var líkamleg þjálf- un, talþjálfun, iðjuþjálfún, tauga- sálfræðileg endurhæfing og síðast en ekki síst sjúkraþjálfun. Þegar ég síðan útskrifaðist af Grensásdeild í byrjun júlí 2001 hatði mikið unnist til baka en samt sem áður var nóg eftír sem ég náði með hjálp nán- ustu fjölskyldu. Ennþá hrjáði migþó smá lömun í hægra fæti sem nú er með öllu horfin og ekki má gleyma skammtímaminninu sem var slæmt um nokkurt skeið. Ég var bara svo heppin að kom- ast strax um haustið að hjá Hringsjá sem byggði ofan á það sem hin- ir höfðu gert og skilaði mér vorið 2002 tilbúinni tíl að takast á við lífið. Framhaldið er síðan það að ég fékk inngöngu í háskóla í Mílanó og er búin að vera þar 1 þrjú ár, en ég út- skrifast í vor sem innanhúsarkítekt. Ég er núna við hestaheilsu og nýt hvers augnabliks," segir Guðbjörg, eldhress í Mílanó þar sem hún er að undirbúa lokasýningu við skólann. í skóla (Mílanó Guðbjörg hefur nú náð sérað fullu og er að útskrifast úr háskólanum i Mllanó. iila. Ég gæti til dæmis alveg keyrt bíl ef ekki væri fyrir sjónleysið." Eitt misstí þó Steinunn aldrei í veikindunum en það var húmorinn. „Ég er með nokkuð sem fýlgir heilablæðingu sem er kallað gaumstol eða „neglect" á enskunni. Það lýsir sér þannig að ég gef engan gaum því sem er vinstra megin við mig. Læknamir hafa sagt foreldrum mínum að ef þeir vilji að ég taki mark á þeim verði þau að standa hægra megin. Ég sný auð- vitað miskunnarlaust að þeim vinstri hliðinni ef þau eru eitthvað að tuða í mér. Svo finnst mömmu leiðinlegt að ég kalli sjálfa mig kryppling svo nú er ég farin að kalla mig þækling. Mömmu þóttí það nú ekki fyndið til að byrja með," segir Steinunn og hlær. Æðagúll frá fæðingu Áður en Steinunn veiktíst grunaði hana ekki að nokkuð væri að henni. „Ég hef alltaf verið á fullu og lifað lífinu hratt. Ég eignaðist fyrra bamið mitt, Jakob Axel, sem er 11 ára, þegar ég var aðeins átján ára, og seinna barnið, Halldóm, sem nú er átta ára, þegar ég var 21 árs. Ég var á kafi í hundarækt- inni og mjög virk í félagslífinu, ofboðs- lega dugleg að vera á kaffihúsum og allt í öllu alls staðar. Ég hafði alltaf ver- ið hraust nema hvað ég var gjöm á að fá lungnabólgu enda reykti ég eins og strompur. Ég hætti því 17. apríl síðast- liðinn, þegar ár var liðið frá heilablæð- ingunni. En ég fann ekki fyrir nein- um einkennum. Ég var reyndar með vöðvabólgu og höfuðverk sem lækn- irinn minn taldi að stafaði af vöðva- „Ég sný auðvitað miskunnarlaust að þeim vinstrí hliðinni efþau eru eitthvað að tuða í mér" bólgunni. En málið var að ég var með gúl við heilann. Sennilega hef ég ver- ið með hann frá fæðingu en lífsstíll- inn valdið því að hann sprakk. Sumir em með svona gúl allt sitt líf og deyja gamlir án þess að nokkuð komi fyrir." Ömurlegt að eiga við kerfið Steinunn var lögð inn á Grens- ásdeildina mánuði eftir hefiablæð- inguna og við tók erfið endurhæfing. „Ég var inniliggjandi í ár, í sjúkra- þjálftín tvisvar á dag og hélt áfram að mæta á deildina eftir að ég útskrifað- ist. Ég fluttí til mömmu og pabba sem ákváðu að taka mig heim þangað til ég fengi þessa íbúð. Þetta er sko endur- hæfingaríbúð íslands og sú eina sinn- ar tegundar," segir Steinunn og verð- ur ómyrk í máli þegar þessi mál ber á góma. „Ég var á biðlista í eitt og hálft ár og fæ að vera hér í ár. Þetta er eina íbúðin sem er í boði fyrir ungt fólk sem veikist eða lendir í slysum og þetta kalla þeir velferðarkerfi. Það em allir að hrósa þessu kerfi, en þá spyr maður; bíddu, hefur þú lent í að þurfa á þessu kerfi að halda? Foreldrar mín- ir em búnir að standa í ströngu frá því ég veiktist að reyna að fá fyrir mig það Hundaræktarstelpan Hundarækt er ástriða hjá Steinunni en þarna erhún á hundasýningu skömmu áður en áfallið reið yfir. Steinunn ræktar hunda afBasenji-kyni en það eru afriskir veiðihundar sem gelta ekki. sem mér ber. Það er ekki til sú stofn- un sem pabbi hefur ekki heimsótt og þurft að rífa sig niður í rassgat. Manni finnst viðhorfið vera þannig að mað- ur sé nógu góður þegar maður vinnur og borgar skattana sína en þegar eitt- hvað bjátar á og maður þarf á aðstoð að halda getur maður bara étið það sem úti frýs." Steinunn vill þó ítreka að starfs- fólk í heilbrigðisstétt hafi reynst henni ákaflega vel. „Starfsfólkið á Grensás- deildinni vinnur kraftaverk daglega," segir hún. „Þar em allir jafii yndisleg- ir og líka hér í Hátúninu. Svo er þetta fólk á lúsarlaunum," segir hún og þarf að draga djúpt andann tíi að róa sig niður. Svo hlær hún. „Fyrirgefðu, ég verð bara svo æst þegar ég hugsa um þetta." Vinirnir hverfa Líf Steinunnar hefur auðvitað gjör- breyst fr á því hún veiktist og fleira sem fór en heilsan eins og til dæmis vinim- ir. „Ég á eina vinkonu sem heftír stað- ið með mér eins og klettur og einn vin sem ég reyndar eignaðist eftir að ég veiktist. Hinir létu sig hverfa." Steinunn segist ekki vita hvað veld- ur því að fólk lætur sig hverfa undir svona kringumstæðum. „Ætli það sé ekki hvort tveggja óör- yggi og svo að maður er náttúrulega ekki sama manneskjan eftir á. Ég finn að fólk veigrar sér við að segja mér frá sínum vandamálum af því þau séu svo léttvæg miðað við mín. Jú, ég er veik ennþá, en ég hef eyru og heym og get alveg hlustað. Jafiivel gefið ráð því ég hef þroskast og vitkast heilmikið á þessu öllu saman." f góðu sambandi við börnin Böm Steinunnar búa hjá föður sín- um sem var búsettur á ítalíu þegar áfallið reið yfir, en er nú fluttur heim og býr með bömin í Mosfellsbænum. „Hann var á leiðinni til íslands í frf þegar ég veiktist en þegar haim fréttí af þessu tók hann búslóðina með sér og ákvað að vera hér þangað tii égyrði frísk. Hann heftir staðið sig rosalega vel sem faðirog ég er í góðu sambandi við börnin mín. Þau hafa líka verið óskaplega dugleg í gegnum þetta allt saman." Batahorfur Steinunnar eru nokk- uð góðar og hún býst við að geta geng- ið óstudd aftur. „Ég þarf örugglega að vera með þessa hækju í nokkur ár og svoerþaðspurningmeðhöndina. Ég get orðið aðeins hreyft þumalfingur- inn og er alltaf í þjálfunfjómm sinnum í viku. Égætlaaðhalda áfram í hunda- ræktinni, á núna þrjá hunda sem em í vist hjá góðum einstaklingum og það er einmitt von á gotí í haust. Ég er far- in að vinna einn dag í viku hjá Hunda- ræktarfélaginu og með hjálp vinanna og fjölskyldunnar hefst þetta hægt og sígandi. Svo stefni ég auðvitað að því að komast í eigin íbúð. Af hverjuég? Lífssýn Steinunnar heftír líka gjör- breyst eftir áfallið en hún er ánægð með líf sitt núna. „Það var allt tekið frá mér á nokkmm sekúndum, vinnan, heimilið, bömin, hundamir, köttur- inn, páfagaukurinn og kunningjam- ir," segir hún og brosir. „En nei. Ég er ekki beisk. Það var tímabil sem ég var mjög þunglynd og vildi bara deyja. Svo var annað tímabil semégvarósátt við að þetta hefði komið fyrir mig. Ég sat kannski í bíó og horfði á allt heil- brigða, unga fólkið í kringum mig og bölvaði innra með mér. „Af hvequ ég?“- syndrómið. Ég gat heldur ekki grátíð, það var einhvem veginn allt frosið, en um áramótin 2004 og 2005 brast stíflan. Þá sat ég í hjólastóln- um á bílaplaninu heima hjá mömmu og pabba með bömin mín sitt hvom megin við mig og pabbi sagði: „Jæja, þá er klukkan alveg að verða tólf." Þá allt í einu fór ég að snökta og hugsa um að versta ár lífs míns væri liðið. Svo opnuðust flóðgáttimar og ég bara grét og grét og gat ekki hætt. Fjölskyldan í bata Steinunn er hins vegar hætt að gráta og er sátt þótt hún verði aldrei söm. „Eg kann miklu betur að meta það sem ég á núna. Ég hlakka til hvers nýs dags og er ánægð og glöð að vera á lífi og geta gengið með hækju. Ég er komin miklu lengra en mér var nokkum tíma spáð. Fjölskyldan er líka að jafna sig en þetta hefur verið óskap- lega erfitt fyrir mömmu og pabba og systkini mín tvö sem hafa staðið við Jfiiðina á mér í blíðu og stríðu. Þú ætt- ir eiginlega frekar að taka viðtal við þau," segir Steinunn. „Það voru ófá skiptin sem mamma fór grátandi út af fjölskyldufundum því læknamir vildu ekki gefa neinar gyllivonir og mál- uðu frekar skrattann á vegginn. Þau hafa oft furðað sig á því að ekki fari í gang eitthvert flæði fyrir aðstandend- urþegar svona atburðir gerast enþað er ekki." Lúðar reyna við stelpu í hjólastól Steinunn er aftur farin að stunda félagslífið og var til dæmis á Áslák um síðustu helgi. Hún segir mér hlæjandi að hún velji að drekka bara kaffl eða vatn því hún getí orðið svotítíð hams- laus í drykkjunni. „Ég hef aldrei átt í neinum vand- ræðum með áfengi en nú er það þannig að ef ég fæ mér í glas verða foreldrar mínir að vera innan seiling- ar. Ef ég er með vinum mínum drelck ég bara og drekk. Það heftír að gera með hömluleysið eða gaumstol-ein- kennið sem fylgir heilablóðfallinu." Steinunn segist verða vör við að karlmenn ættí að notfæra sér ástand hennar og haldi að stelpa í hj ólastól sé auðveld bráð. „Það eru alls konar lúð- ar að reyna við mann, en nei, ó, nei. Standardinn minn heftír ekkert lækk- að þótt ég hafi lækkað í loftinu. Nú er ég reyndar hætt að fara í hjólastólnum og fer bara með hækjuna," segir hún og skellihlær. Síminn hringir stanslaust hjá Stein- unni, en hún er á leiðinni á stofitítínd Faðms að loknu viðtatínu. Faðmur er sjóður til styrktar ungu fólki sem fær heilablóðfall. „Það veitir ekki af að sfyðja þetta fólk," segir hún og hvetur alla til að leggja málefninu lið og kynna sér starfsemi Heilaheilla. „Það er gríðarlegt atriði að kynnast fótíd í sömu aðstæðum og ég vil bara fá að undirstrika slagorð félagsins, sem er að „áfall er ekki endirinn". Lífið er ekld búið þrátt fyrir heiiablóðfall, það gæti allt eins verið upphafið að ein- hverju nýju. Og þótt ég sakni stundum gamla lífsins míns þykir mér ofsalega vænt um það Uf sem ég á í dag." edda@dv.is Söfnunarátak Faðms Miðvikudaginn 7. júní hófst formlegt söfnunarátak fyrir Faðm, sem er stuðningssjóður fyrir unga foreldra sem hafa fengið heilablóðfall. Heilaheill eru samtök folks sem fengið hefur heilablóðfall, aðstandenda þeirra og fagfólks. Reikningsnúmer söfnunarinnar er: 0101 -05-290900. Kennitala: 611294-2209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.