Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 49
DV Menning
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006 65
Síðasti viðburður Listahátiðar vorsins var frumflutningur á nítjándu aldar óperu,
Galdraskyttunni, i Þjóðleikhúsinu. Þótt ekkert hafi verið til sparað var sviðsetning
Jóns Gunnars Þórðarsonar um margt viðvaningsleg, enda flestir flytjendur námsfólk.
Dagur kominn á
disk
*
Skot geigar njá
skyttunni
Er boðlegt að ljúka Listahátíð,
I sem skal sýna atvinnumennsku
í ílestum ef ekki öllum greinum,
i með sýningu áhugamanna og
| byrjenda?
Sumaróperan sem Hrólfur Sæ-
mundsson stofnaði af miklum
dugnaði fýrir þremur árum er hið
þarfasta fyrirbæri. Hugmyndin að
U baki henni er að gefa nýliðum og
nemendum tækifæri til að stíga á
svið og setjast í gryfju og flytja stór
verk. Raunar var umfang Galdra-
skyttunnar slíkt að mann sundlaði:
fullskipuð hljómsveit í gryfju og
stórir kórar á sviði auk einsöngv-
ara. Hrólfi er ekki fisjað saman og
ekki vantar metnaðinn.
Eins manns gaman
En óperuflutningur er ekki eins
manns gaman og sá grunur læð-
ist að þeim sem fylgst hafa með
verkefnum Sumaróperunnar að
þar ráði mestu hvað Hrólfi og hans
nánustu samverkamönnum þykir
spennandi fyrir sig sem söngvara.
Og þegar við bætist að hljómsveit-
arstjórinn hefur litla reynslu og á
þýddan texta fyrir óperuna vakna
ýmsar spurningar.
Raunar má minna á að nálægð
i stjórnarmanna í íslenskum lista-
stofnunum hefur oft áður orðið
þeim að fótarkefli. Önnur ópera
sem flutt var á Listahátíð var und-
ir stjórn Stefáns Baldurssonar sem
er svo óheppinn að vera kvæntur
listrænum stjórnanda hátíðarinn-
ar. Ekki að Stefán eigi ekki fyllilega
skilið að takast á við óperusvið-
setningar en er þetta ekki vafa-
samt? Þarf ekki að taka á siðaregl-
um fyrir stjórnendur opinberra
listviðuburða eða þykir nepotismi
- sposlur til ættingja þar sjálfsögð
regla?
Við alþýðu hæfi
Galdraskyttan er frá sögulegu
sjónarmiði merkilegt verk. Þar
mátti heyra ýmsar strófur sem
minntu á Wagner, margt var þar
beint úr deiglu eldri meistara. Sem
áfangi í þróunarsögu óperunnar er
hún merkileg, en sem efni fyrir nú-
tímaáhorfendur er hún fjarlæg og
barnaleg. Eitt þekkt popplag trygg-
ir henni ekki vinsældir.
Það er aftur pólitískt rétt að
syngja hana á íslensku og ætti að
gera sem oftast, leyfi tónlistin það.
En til hvers að syngja á íslensku ef
nánast ekki heyrist orðaskil? Er þá
ekki eins gott að syngja á frummáli
og nota textaskjá?
Offlæði og skortur
Margt var fallegt í útliti sýn-
ingarinnar: búningar, leikmynd,
lýsing. En listrænir stjórnend-
ur kunnu sér ekki hóf, hlaðið var
inn á sviðið margskonar minn-
um: andlit sem auga (Bauhaus)
og handleggir úr vegg (Svoboda).
Myndbandskeyrslu var ofaukið á
tungl eða jörð sem var efst á svið-
inu. En allt var þetta ríkmennlega
útbúið og flott.
Dansatriðum var líka ofaukið í
sýningunni en þau gáfu til kynna
hugarástand hins illa geranda í
verkinu. Það var sama hvað dans-
ararnir djöfluðust að allt var það
utanborðs og óþarft. En það tók
athygli frá frumstæðum leikmáta
hjá mörgum sem fóru með burð-
arhlutverk í sýningunni.
Raunar fannst mér kórinn
standa sig langbest í sýningunni
og sjaldnast án þess að vera vand-
ræðalegur á sviðinu. f mín eyru
skorti á bassaraddir, en kvenna-
kórinn var fallegur.
Það er ánægjulegt að sjá full-
skipaða hljómsveit í gryfju Þjóð-
leikhússins, þar til það rifjast upp
að þessir krakkar voru að vinna
langt undir töxtum. Er það niður-
staðan eftir öll þessi ár að íslensk-
Galdraskyttan er frá
sögulegu sjónarmiði
merkilegt verk. Þar
mátti heyra ýmsar
strófursem minntu
á Wagner, margt var
þar beint úr deiglu
eldri meistara.
ir tónlistarmenn eru enn að koma
fram á Listahátíð fyrir lítið fé?
Tóm tvímæli
Enginn söngvaranna bar af.
Kolbeinn Ketilsson var sýnilega
sjóaður á sviði, en Elísa Vilbergs-
dóttir hefur flöktandi vfbrató og
náði ekki að heilla. Hlín Péturs-
dóttir var kátleg og kómísk. Hrólfur
er raddsterkur maður og efnilegur,
en öll þrjú líða fyrir þjálfunarleysi
á sviði. Sá flutningsmáti að syngja
allt úti í sal takmarkar verulega
samband milli söngvara og það
drama sem þó er í þessu ævintýri.
Semsagt - ekki nógu gott þó
miklu væri tjaldað - og spurning-
unni ósvarað hvort þetta eigi er-
indi á opinberan vettvang sem
fullburða atriði sem Ijúka skal
Listahátíð. En fyrir það þarf líklega
enginn að svara - allavega ekki á
opinberum vettvangi.
pbb@dv.isj
Sú var tíðin að Dagur Sigurðarson,
stórskáld og pörupiltur afguðs
náð, bannaði félögum I Leikarafé-
laginu að lesa Ijóðin sín opinber-
lega. Hann las því perlurnar sinar
mestsjálfur. Fátt er varðveitt af
lestri hans. Nú hefur Þór Eldon
smalað saman á disk upptökum
með Degi og lagt við tónlist.
Þetta varð tíska um það leyti sem
menn gátu farið að flytja með sér
segulbandstæki á vettvang og var
talsvert stundað, einkum lögðu
djassistar hljóma við lestur. Beat-
skáldin sóttust eftir þessu svo
Dagur er i góðum félagsskap. Hér
á landi var það fyrst Karl Runólfs-
son sem samdi hljómlist við Ijóð
skömmu eftir 1960.
Smekkleysa sm/ehf gefur út í
takmörkuðu upplagi. Diskurinn
inniheldur 7 af meistaraverkum
Dags, sem hann flytur sjálfur við
undirleik Þórs. Upptökurfóru fram
á timabilinu 1985 til2005, í
Reykjavik, Hudiksvall og La Fare
les Oliviers.
Djassádisk
Andrés Þór Gunnlaugsson hefur
sent frá sér nýjan geisladisk með
frumsaminni djasstónlist. Hann
kallar diskinn Nýjan dag.
Djasskvartett leikur með Andrési á
diskinum, en auk Andrésar, sem
leikur á gítar, skipa kvartettinn
Sigurður Flosason á altó saxófón,
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á ’
kontrabassa og Scott McLemore á
trommur.
Nýr dagur er fyrsti geisladiskur
Andrésar í eigin nafni og ein-
göngu með frumsömdum verkum
hans, en fyrir tveimur árum kom
út diskurinn It was a very good
year með hollensk-íslenska
tríóinu; Wijnen, Winter & Thor. A
þeim diski varm.a. verkið
Þórdísardans eftir Andrés, en það
var tilnefnt til Islensku tónlistar-
verðlaunanna 2004 sem djasstón-
smíð ársins.
Nýr dagur var hljóðritaður í
hjóðveri FÍH. Upptökumaður var
Stefán Örn Gunnlaugsson, en um
hljóðblöndun og hljómjöfnun sá
Gunnar Smári Helgason. Hönnun
umslags varihöndum Kristjáns
Freys. Dimma ehf. gefur Nýjan dag
út og dreifir i verslanir. Leiðbein-
andi söluverð er kr. 1.999.
Meek gerir það
gott
JamesMeek,
breski rithöf-
undurinn sem
hingað kom á
Bókmenntahá-
tíðina í fyrra og
kynnti skáld-
sögu slna, The
Peoples Act of
Love sem Árni
Óskarsson
kallaðii
þýðingu sinni I
nafni kærleik-
ans, hefur
notið mikillar hylli. Hann var
tilnefndur til Whitbread-verðlaun-
anna og Booker, og var verðlaun-
aður ísíðustu viku Ondatje-
prisnum fyrir bestu
staðarlýsingarnar í sögunni.
Þá getur hann glatt sig við að
Johnny Depp er búinn að kaupa
réttinn afsögunni þó ekki fylgl á
þessu stigi neinar fréttir hvað
Depp ætlar sér í fjölskrúðugu
persónugallerii sögunnar.
tiie
people's'^
ACT of LOVE
.TAjMES iMEEK