Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. JÚNl2006 Fréttir DV • Ágústa Eva, öðru nafni Silvía Nótt, skaust inn á mynd með Bruce Willis í vikunni, sem ekki er í frá- sögur færandi. Fyrir aftan hana í myrkrinu sat ungur aðdáandi Silvíu og fylltist furðu og ótta yfir að álfadrottning- in væri sest fyrir fram- an hann. Hún lyktaði svo vel, sagði strák- ur. En sælan varð skammvinn: þegar áttamínúturvoru liðnar af mynd- inni stóð gyðjan upp og gekk út og kom ekki aftur. • Nú er komið í ljós að Hilmir Snær verður á sviði Börgarleikhússins í vetur í fantinum Salieri í Amadeus. Hina ungu elsk- endur Mozart og Konstönsu leika nýliðarnir Víðir Guðmundsson og Birgitta Birg- isdóttir sem fá þá þraut að fylla upp í Stóra sviðið. Stefán Baldurs- son leikstýrir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir samstarfskona hans frá fomu fari gerir leikmyndina. Samlestur var á föstudag. • Það hrukku allir í kút á Skógum þegar þar var á gestalista hótelsins G. Armani og sáu menn fyrir sér grá- hærðan ítalskan bisnissmann og klæðskera sem þekktur er af aug- lýsingum og vönduðum fötum. Því urðu allir hálfsvekktir þegar í ljós kom smávaxin ítölsk kona sem hefur lengi komið hingað á vorin að skoða fugla. Staffið huggaði sig við að hún gæti verið frænka hans. • Tilkynnt var í gær að Steingrím- ur EyfjBrð Kristmundsson yrði fulltrúi íslands á tvíæringnum í Fen- eyjum eftir rúmt ár. Síðast var það Gabriela sem skrapaði saman pen- ingum úr öllum áttum til að ná end- um saman í sýningarhaldi sínu þar á eyjunum. Steingrímur er ekki frekur til ijár og eru menn þegar teknir að hafa áhyggjur af björgum hans. • Menningarhátíð Grand Rokks var haldin með glæsibrag að vanda um síðustu helgi. Eins og venja er til komu fjölmargir myndlistarmenn á staðinn, máluðu hver sitt verk sem síðan fóru á uppboð á sunnudegin- um. Venjulegt verð fyrir hvert verk hefur verið á bilinu frá 5 til 30 þús- und kr. Nú bar svo við að verk eftir Stefán Berg fór á 86 þúsund kr. Sagan á bakvið það ku vera að Þor- steinn Þórsteinson núverandi vert á Grand og Karl Hjaltested fyrrver- andi vert á Grand buðu á móti hvor öðrum í verkið. Þegar upphæðin var komin í yfir 80 þúsund kom Gfsli Maack endurskoðandi og „stal" verkinu fyrir framan nefið á þeim fyrir fyrrgreinda upphæð. • Og meira teng þessu uppboði. Það mun hafa gerst í fyrsta skipti | að ljósmynd var einnig boðin upp á þessu uppboði. Var hún sUÍiseruð mynd af Kristjáni I Þorvaldssyni fyrr- verandi ritstjóra Séð og heyrt. Mun Þorsteinn Þórsteinsson hafa keypt þessa mynd á 15 þúsund kr. Ætíar Steini víst að láta ramma hana inn og hengja upp á barnum. Er það vel við hæfi þar sem Kristján er einn af öflugustu fastagestum Grand Rokks til fjölda ára. Herbjörn Sigmarsson. sem var fimmti og síöasti maðurinn sem handtekinn var í Stóra BMW-málinu, er sá eini sem nú gengur laus. Honum var sleppt í síðustu viku þar sem einu tengsl hans við málið, samkvæmt heimildum DV, voru framburður Harðar Eyjólfs Hilmarssonar. Dópbflabraskari flæ Herbjörn í Stóra BMW-málið Herbjörn Sigmarsson var handtekinn þriðjudaginn 26. apríl vegna gruns um að hafa komið að smygltilraun á 25 kílóum af amfetamíni og hassi í bensíntanki BMW-bifreiðar. Viku áður höfðu ijórir einstaklingar, Ólafur Ágúst Ægisson, Ársæll Snorra- son, Hollendingurinn Johan Hendrik og Hörður Eyjólfur Hilm- arsson, verið handteknir vegna gruns um þátttöku í hinu svokall- aða Stóra BMW-máli. Herbjörn gengur laus í dag á meðan fjórmenningarnir munu sitja í gengur. Heimildir DV herma að ástæða þess að Herbjörn hafi verið hand- tekinn og dreginn inn í Stóra BMW-málið hafi verið framburð- ur bílabraskarans Harðar Eyjólfs en BMW-bifreiðin sem dópið var flutt í var á hans nafni. Innflutnirtgur að beiðni Herbjörns Hörður Eyjólfur á að hafa hald- ið því fram við yfirheyrslur að Her- björn, sem er með þrjá dóma á bak- inu vegna fíkniefnainnflutnings, hafi fengið sig til að flytja bílinn inn á sínu nafni. Heimildir DV herma að Herbjörn hafi neitað þessu við.yfir- heyrslur og ekki sagst kannast neitt við innflutning á dópi eða BMW-bif- reiðinayfir höfuð. Taldi sig svikinn Samkvæmt heimildum DV hef- ur Hörður Eyjólfur gefið það út að hann hafi átt að fá bílinn að laun- um fyrir viðvikið en aðeins talið að um smygl á kannabisefnum væri að ræða. Hörður sagðist hafa feng- ið mikið áfali þegar hann komst að því að amfetamín væri einnig í bíln- um en að Herbjörn hefði róað hann niður og fullvissað um að hann fengi aukapening fyrir. Samkvæmt heim- gæsluvarðhaldi þar til dómur Austurbrún 2 ildum DV neitaði Herbjörn þessu við yfirheyrslur Borgaði út bílinn Hörður mun jafnframt hafa hald- ið því fram að Herbjörn hafi borgað sér rúmlega hálfa milljón til að leysa BMW-bifreiðina úr tollinum. Her- björn ku hafa neitað þessu alfarið í yfirheyrslum. Hörður Eyjólfur Hilmarsson Dópbílabraskarisem bendlaði nágranna sinn Herbjörn Sigmarsson við Stóra BMW-málið. Herbirni hefur verið sieppt. Svo virðistsem einu tengsl Herbjörns við málið liggi í framburði Harðar Eyjólfs. Nágrannar í Austurbrún Hörður Eyjólfur og Herbjörn hafa búið í sama stigagangi í Austurbrún undanfarið en BMW-bifreiðin var geymd þar eftir að hún hafði verið leyst út úr tolli og þar til að hún var færð upp á Krókháls þar sem losa átti efnin úr henni. Herbjöm hefur ekki neitað því að töluverður samgangur hafi verið þeirra á milli. Sá samgangur hafi hins vegar eingöngu verið vegna vinskap- ar en ekki vegna dópinnflutnings. Áusturbrún 2 Iþessari blokk búa þeir Hörður Eyjólfur Hilmarsson og Herbjörn Sigmarsson. Framburður Harðar einu tengslin Svo virðist sem einu tengsl Her- björns við málið liggi í ffamburði Harðar Eyjólfs því Ólafur Ágúst, Ár- sæll og Johan hafa samkvæmt heim- ildum DV allir neitað að tjá sig um hlut annarra en þeirra sjálfra í mál- inu. Því hafi lögreglunni verið nauð- ugur einn sá kostur að sleppa Her- bimi. oskar@dv.is draga BM W-inn á bíl sinum upp i iðnaðarhúsnæði við Krókháls þarsem þremenningarnir hugðust afferma bilinn. Lögreglan brýst inn ihúsnæðið og handtekur þremenningana. Hörður Eyjólfur er handtekinn síðar um kvöldið á heimili sinu. Gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum Herði Eyjólfi, Ólafi Ágústi, Ársæli og Johan er framlengt um tvær vikur og er þeim haldið i einangrun að undanskild- um Herði Eyjólfí sem er fluttur í lausa- gæslu. Hörður Eyjólfur Hilmarsson gengur frá nauðsynlegum pappirum varðandi flutning BMW-bifreiðarinnar til íslands á skrifstofu Eimskips í Rotterdam. Fjórmenningarnir Hörður Eyjólfur, Ólafur Ágúst, Ársæll og Johan eru allir úrskurðaðir i þriggja vikna gæslu- varðhald og er haldið í einangrun. Goðafoss leggur afstað frá Rotterdam með BMW- bifreiðina, fulla affikniefnum, innanborðs. Gæsluvarðhald yfir Herbirni Sigmarssyni er framlengt um tiu daga, eða til 2. júní. ’ innanborðs. Tollverðir finna 25 kiló afamfeta- míni og hassifalin í bensintanki bifreiðarinnar. Fíkniefnin eru tekin og önnur efni sett í staðinn auk þess sem hlerunarbún- aði er komið fyrir í bílnum. Herbjörn Sigmarsson leystur úr haldi lögreglunnar vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. Lögreglan handtekur tvo menn en þeim erslepptsíðar sama dag eftiryfirheyrslur. ÓlafurÁgúst, Ársæll og Johan Hendrik losna allir úr einangrun. Herbjörn Sigmarsson mtr erhandtekinnvegna f'WB grunsumaðildað j fTH Stóra BMW-málinu. Hann er úrskurðaður í i I tveggja vikna 6 ■ gæsluvarðhald og haldið i einangrun. Hann er handtekinn í kjölfar yfiheyrslna yfir Herði Eyjólfí, samkvæmt heimildum DV. kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Héraðs- dómur fellst ekki á frekara gæsluvarðhald yfír Herði Eyjólfí. Lögreglan kærir þann úrskurð til Hæstaréttar. Hörður Eyjólfur I Hilmarsson leysir út BMW-bifreiðina i tollinum í Sundahöfn. I ™ Hann fer með bilinn að heimili sinu að Austurbrún 2 þarsem hann er geymdur næturlangt. Gæsluvarðhaldyfirfjórmenningunum Herði Eyjólfí, Ólafí Ágústi, Ársæli og Johan er framlengt um tvær vikur og erþeim enn haldið i einangrun. - r Hollendingurinn Johan . i Hendrikkemurtillandsins ■ r ’ • ogersótturafgömlum » lrT “ 32 ■ _ “■j vini sínum, Ársæli — __ * - ~ Snorrasyni. Ársæll og '»<!/£. JohanhittaÓlafÁgúst Ægisson á veitingastað og halda síðan upp í Austurbrún til að ná í BMW- bifreiðina. Hún reynist biluð og þarfÁrsællþvíað Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfír Ólafí Ágústi, Ársæli og Johan Hendrik auk þess sem úrskurði héraðsdóms varðandi Hörð Eyjólf er snúið og hann dæmduri sex vikna gæsluvarðhald, til 14.júlí, líkt og þremenningarnir. Gæsluvarðhald yfír Herbirni Sigmarssyni er framlengt um tvær vikur og er honum enn haldið i einangrun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.