Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006 Sakamál DV veðleyfl að láni sem hann greiddi að endingu. Fyrir þrifin hafði Þórunn átt að fá 40 þúsund krónur á mánuði. Við einfaldan útreikning má sjá að þessar 23 milljónir sem hún fékk, deilast í rúmlega átta hundruð þúsund krónur á mánuði. Bótakröfur dregnar til baka Eins og venja er í málum sem þessum eru lagðar fram bótakröf- ur, sem var gert. En þegar líða tók á bæði rannsókn málsins og málsmeðferð þess fyrir dómi voru dregnar til baka fjórar af átta bóta- kröfum sem lagðar höfðu verið fram á hendur henni. Við með- ferð málsins hafði Þórunn haft samband við mennina og beðið þá um að falia frá kröfum sínum: „Ég á enga peninga," sagði Þór- unn fyrir dómi. Þrátt fyrir það var hún sakfelld og gert að greiða rúm- lega þrjár milljónir í skaðabæt- ur til hinna fjögurra auk helmings málskosmaðar. Tveimur hlutum ákærunnar var vísað frá dómi og sonur hennar var sýknaður. Um þetta mál sagði fjölskipað- ur héraðsdómur: „Ákærða beitti ótrúlegum ósannindum gagnvart einstökum karlmannanna eins og þeim að segja börn sín alvarlega veik og jafnvel að þau væru látin. Þetta er til merkis um styrkan og einbeittan brotavilja hennar." Þórunn var dæmd til tveggja ára fangelsisvistar og frá dróst gæslu- varðhaldsvist hennar. Það var virt henni til refsiþyngingar að hún hafði árið 1991 fengið dóm í Saka- dómi Reykjavíkur fyrir fjársvik. Þar var aðferðafræðin eins. Einnig var hún dæmd fyrir aðild að skjalafalsi árið 1987. ídag Þórunn afplánaði þann hluta refsingarinnar sem henni var gert að gera innan fangelsisveggja. í dag hefur hún flutt úr íbúðinni sem hún notaði til að pretta menn- ina og býr í vesturbæ Reykjavíkur og hefur breytt eftimafni sínu. Mál Þórunnar vakti og vekur enn mikla athygli. Kona sem nýtir sér góðmennsku roskinna manna til að svíkja þá og pretta er vafa- laust ekki títt rannsóknarefni lög- reglumanna. Þessir rosknu menn áttu það líka flestir sameiginlegt að vera sparsamir á sína peninga, sem í flestum tilfellum voru af- rakstur ævistarfsins. gudmundur@dv.is „Engan þessara manna grunaði að þeir voru hver um sig einungis hluti hóps manna, sem allir voru fastirí þeim svikavef sem Guðrún ófsvo listilega árum saman." Það var í júlímánuði árið 2000 að íslandsbanki lét lögregluna vita af stórri millifærslu roskins karlmanns á Ólafsvík inn á reikning 65 ára gamallar konu, Þórunnar Aðalsteinsdóttur. Hér var ekki verið að tala um lán fyrir mjólkurpotti, heldur nokkur hundruð þúsund króna lán. Einhleypir rosknir bónd- ar og flestir einstæðingar. Á þessa leið mátti lýsa nær öllum þeim sem urðu fyrir barðinu á fjárglæfrakonunni Þórunni Að- alsteinsdóttur. Svikin sem þetta mál íjallar um spanna árið 1992 og allt þar til rannsókn hófst um aldarmótin síðustu. Þegar þetta sérstæða sakamál kom upp hófu lögreglumenn í efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra að undirbúa skýrslutökur af fómarlömbum Þórunnar sem allt voru gamlir menn. Samhliða var fengin heimild til húsleitar og handtöku í þágu rannsóknar máls- ins. Það var í september árið 2000. Lögmaðurinn örn Clausen var að beiðni barna Þórunnar skipaður verjandi hennar strax í upphafl. Aðferð hennar vakti athygli lög- reglunnar. Hún hafði hringt í rosk- na einbúa úr símaskránni. Menn sem hún þekkti ekkert áður og áttu það flestir sameiginlegt að koma að búskap að einhverju leyti. Það kom fram í málsmeðferð að Þór- unn hafði logið því að mönnunum að hún hefði komist að því að þá vantaði ráðskonu eða kunningja- konu. Athygli vakti að Þórunn reið blint á hvort að mennirnir væru kvæntir eða ekki. Ef fólkvill ímynda sér hvernig fómarlömb Þórunnar vom væri hægt að lýsa þeim svo: Rosknir karlmenn, sveitamenn og flestir hver úr sínum landsluta. „Hún sagðist eiga tvö börn og dóttirin væri nýrnaveik. Svo dó dóttirin og ég borgaði brúsann. Þá varð son- urinn veikur. Hann dó líka og aftur borgaði ég brúsann." Börnin mín eru látin! Þómnn hringdi í mennina og bauð þeim í nokkrum tilfellum að- stoð við þrif eða þá að hún sóttist eftir starfi ráðskonu sem hún sagð- ist hafa heyrt að þeir þyrftu. Fyrir þrifin þáði hún háar greiðslur sem þeir töldu sig vera að lána. Aðrar aðferðir hennar voru heldur ófyr- irleimari. Þórunn fékk lánað fé frá mönnum sem í sakleysi sínu töldu sig vera að hjálpa roskinni konu sem lifði erfiðu lífi. Það var eftir að hún hafði logið til um bága stöðu sína og sinnar fjölskyldu. Ymist að börn hennar væru við dauðans dyr og einnig að þau væru einfaldlega látin. Þannig þyrfti hún peninga til að standa undir læknismeðferðum ogjarðarförum. Mennirnir sem Þórunn hafði fé af voru átta talsins. í nær öllum til- fellum þekktu þeir Þórunni ekki að öðru leyti en í gegnum símtölin um hve miidð bágt hún og hennar fjöl- skylda ættu. Þórunn sagði í ntörg- um þeirra að hún væri á barmi gjaldþrots og að íbúð hennar væri við það að vera tekin af henni. Sem fyrr segir komu fram veikindi barna hennar. Og ofan á veikindin kom dýrt nám barnanna. Ýmist flug- nám sonarins eða lismám dóttur- innar. Fjárhæðir lánanna voru frá nokkrum þúsundum hverju sinni og upp í milljónir. Ráðherra dreginn í lygavef Þorsteinn Pálsson, þáverandi ráðherra og núverandi ritstjóri Fréttablaðsins dróst eitt sinn inn í lygavef Þórunnar. Óafvitandi. Þannig varmál með vexti að Þór- unn þurfti lán hjá rosknum bónda á níræðisaldri, einbúa í Austur- Húnavamssýslu. Sem dæmi um ósvífni Þórunnar sagði hún að lög- fræðingur sinn hefði gert hrikaleg mistök við vinnslu skattaskýrslu sem gerði það að verkum að hún, öldruð konan, þyrfti að borga tvær milljónir í sekt ella þyrfti hún að sæta fangelsi í nokkra mánuði. Þórunn sagði að Þorsteinn hefði, í embætti ráðherra, fellt nið- ur átta hundruð þúsund krónur af sekt þessari. Hún þyrfti samt sem áður að reiða af hendi 1,2 millj- ónir til ríkisvaldsms og bað þenn- an roskna bónda því um peninga- greiðann sem hann samþykkti. „Hún sagðist eiga tvö börn og dóttirin væri nýrnaveik. Svo dó dóttirin og ég borgaði brúsann. Þá varð sonurinn veikur. Hann dó líka og affur borgaði ég brúsann," sagði þessi sami bóndi í réttarsal. Hann lánaði Þórunni ríflega 8,3 milljónir á fjögurra ára tímabili. „Ég var nógu Iengi vitlaus til að trúa henni." Rannsókn málsins Eftir fyrrgremda tilkynningu frá íslandsbanka, þann 31. júlí árið 2000 fór í gang lögreglurannsókn sem síðar leiddi til sakfellingar. En lögreglumönnum bar saman um að hér væri óvenjulegt og flókið mál á ferðinni. Hvað var saknæmt við að fá lánaða peninga hjá góðviljuðum mönnum? Það var einmitt það sem efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra var fengin til að rann- saka og hófst rannsókn málsins í ágúst árið 2000. Farið var í að rannsaka innborg- anir á bankareikninga Þórunnar og var lögreglu ljóst í upphafi að miklir fjármunir höfðu farið inn á reikning Þórunnar frá mönnum: „sem við nánari athugun kom í ljós að voru allir einhleypir, bjuggu flestir einir, voru flestir barnlausir og sumir jafnvel einstæðingar í fé- lagslegu tilliti." Svona kemst lög- reglufulltrúinn Birgir Sigmunds- son að orði í frásögn af máli Þórunnar í bókinni Norræn saka- mál, 2004. Þórunn hlaut dulnefnið Guðrún í bókinni. Það var eftir að hún hafði logið til um bága stöðu sína og sinnarfjölskyldu. Ým- ist að börn hennar væru við dauðans dyr og einnig að þau væru einfaldlega látin. Lögreglumenn frá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra lögðu land undir fót í upphafi málsins enda voru hugsanleg fóm- arlömb sem yfirheyra þurfti stað- sett í nær öllum landshlutum. Listilegur svikavefur Útkoman úr þeim yfirheyrslum varð sú að lögreglan var með mál í höndunum sem leitt gæti til útgáfu ákæru fyrir bæði fjársvik og mis- neytingu. Ákæra var gefin út í mál- inu þann 9. mars 2001 eða rúmum átta mánuðum eftir að það komst upp. „Engan þessara manna gmn- aði að þeir voru hver um sig ein- ungis hluti hóps manna, sem all- ir voru fastir í þeim svikavef sem Guðrún óf svo listilega árum sam- an," segir í Norrænum sakamál- um. Mennirnir sem lagt höfðu fé til Þórunnar voru sjö talsins sam- kvæmt ákæru og var í þeim þætti málsins ákært fyrir fjársvik. Auk þeirra var maður, sem á níræðis- aldri hafði borgað henni ríflega 23 milljónir, fyrir húshjálp sem hún veitti á fjögurra ára tímabili og var hún fýrir það ákærð fyrir misneyt- ingu. Sonur Þórunnar var einnig ákærður í þeim hluta málsins fyr- ir að hafa með henni fengið mann- inn til að lána sér 1,5 milljón- ir króna og einnig fyrir að gefa út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.