Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ2006
Fréttir DV
Orkneyingur
myndar
ísland
Ljósmyndarinn Frank
Bradford frá Orkneyjum
kom til íslands á miðviku-
dag og verður hér til 21. j úní
að mynda í Reykhólahreppi,
að Reykjum í Hrútafirði og
á Húsavík. Þessi sveitarfé-
lög taka þátt í alþjóðlega
NORCE-verkefninu sem
flallar um strandmenningu
í norðri. Að því er segir á
reykholar.is kom Bradford í
hreppinn í gær og tekur þar
myndir bæði á fastalancfinu
og úti á eyjum Breiðafjarð-
ar. Fyrirtæki Bradfords mun
heita 59° norður eftir breidd-
argráðu Orkneyja.
Tæ-hátíð í
ráðhúsinu
Tælending-
ar efiia til hátíðar í
Ráðhúsi Reykjav
laugardaginn 10.
júní í tilefrú 60 ára
valdaafmælis Tæ-
landskonungs, hans há-
tignar Bhumibol Adulayad-
ej. DagskráiníRáðhúsinu
verður fjölbreytt; munkur
Búddistafélagsins heldur
kynningu á konunginum í
máli og myndum, flutt verða
dans- og söngatriði ogkynn-
ing á tælenskri matargerð.
Tælendingar frá öllu landinu
koma til Reykjavíkur til að
undirbúa hátíðina en leggj-
ast allir á eitt til að gera hana
sem veglegasta. Tæplega
1.000 Tælendingar búa hér
álandi.
Vilja kaupa
rekavið
Blikksmiðja Gylfa ehf.
í Reykjavík er sögð vilja
kaupa rekavið af bændum
og öðrum sem eiga aðgang
að rekaviði á Ströndum.
Á fréttavefiium strandir.is
segir að blikksmiðjan vilji
fá bændur til að saga hann í
þær stærðir sem hún þurfi.
„Blikksmiðjan hefúr í ára-
raðir keypt timburbattinga
af Húsasmiðjunni og Byko
sem hún hefúr notað til að
setja undir utanhússklæðn-
ingar sem þeir framleiða,"
segir á strandir.is.
Sumarið 2005 var blómlegt tónleikasumar. Hvert stórbandið á fætur öðru kom hingað til
lands og hélt magnaða tónleika. Flestir viðburðir voru vel sóttir. Annað virðist vera upp
á teningnum þetta árið því hverjum atburðinum á fætur öðrum er ýmist aflýst eða þeir
færðir í minna húsnæði. Af hverju? Krónan of lág eða offramboð?
MÉilfalÉ
I mma
Reykjavik Trópik Hátíðin
heppnaðis vel en ekki
fékkst skemmtanaleyfi
fyrir tónleikadagskrá
hvítasunnudags.
'ÍiSSSsr
Sumarið í fyrra var blómlegt tónleikasumar. Fjölmargar hljómsveitir
komu til landsins og héldu vígalega tónleika. í sumar hafa ekki eins
mörg stór nöfh boðað komu sína og hefur einhverjum tónleikum
verið aflýst.
Aflýst eða færð í minna húsnæði
Tónlistarmaðurinn Iggy Pop kom
til landsins í síðasta mánuði og átti
upprunalega að spila í Laugardalshöll.
Vegna dræmrar aðsóknar voru tón-
leikamir færðir í Listasafri Reykjavík-
ur. Sama gildir um Zappa plays Zappa.
Synir Zappa voru færðir í Listasafnið
og munu spila þar í kvöld. Þá var tón-
listarhátíðinni Reykjavík Rocks aflýst
en á hana voru bókuð bönd á borð
við Mötley Criie, The Darkness, David
Gray og fjölmörg íslensk bönd.
Stóru nöfnin virka alltaf
Guðbjartur Finnbjömsson tón-
leikahaldari stendur fyrir tónleikum
Rogers Waters sem fara fram í Egilshöli
þann 12. júní. „Salan hefur bara geng-
ið rosalega vel. Löngu orðið uppselt á
svæði A. Það verður náttúrulega aldrei
uppselt á svæði B enda tekur Höllin
Ingimundur Einarsson „Þaöermat
lögreglunnar hverju sinni hvort leyfa eigi
tónleika og hversu lengi'
Guðbjartur Finnbjörnsson
Stóru nöfnin virka alltaf.
um 18.000 manns," segir Guðbjartur.
Hann segir tónleikahaldara finna fyr-
ir hækkun á gengi dollarans. „Það er
auðvitað alit dýrara sem kemur frá út-
löndum," segir hann. Hann segir flesta
tónleikahaldara hafa samið við lista-
mennina fyrir áramót en þá var gengi
dollarans í kringum 60 krónur en í dag
er það um 73 krónur. Guðbjartur telur
þó að stóm nöfitin selji alltaf. „Þeir tón-
leikar sem hafa ekki gengið upp hafa
iðulega verið á jaðrinum. Ef þú myndir
flytja inn Paul McCartney eða U2 yrði
alltaf uppselt. Roger Waters brúar ansi
langt bil. Foreldrar em gjaman að taka
krakkana með sér og sýna þeim hvem-
ig þetta var gert í gamla daga," segir
Guðbjartur og hlær.
Skemmtanaleyfi ekki veitt
Það er ekki aðeins dræm miðasala
sem hefur áhrif á tónleikahald hér-
lendis heldur hefúr lögreglan þurft að
grípa inn í. Skemmtanaleyfi hafa ekki
verið veitt fyrir vissum atburðum. Á
tónlistarhátíðinrti Reykjavík Trópík
þurfti til að mynda að færa dagskrá
sem átti að fara fram í tjaldi á lóð Há-
skóla íslands á hvítasunnudag yfir á
Nasa. „Það er mat lögreglunnar hveiju
sinni hvort leyfa eigi tónleika oghversu
lengi. Hins vegar verðum við að byggja
synjun á málefnalegum ástæðum,"
segir Ingimundur Einarsson, varalög-
reglustjóri í Reykjavík. „Þama var um
sunnudag að ræða og þetta var eng-
inn venjulegur sunnudagur heldur
Iggy Pop Færður úr Laugardalshöllinni I
Listasafn Reykjavíkur.
hvítasunnudagur." Ingimundur segir
að lögreglan hafi búist við að fá kvart-
anir frá íbúum. Ekki væri heldur hægt
að líta framhjá því að tónleikamir vom
í tjaldi en ekki lokuðu rými og því meiri
hávaðamengun. „Við töldum að við
gætum ekki gengið á hagsmuni þeirra
borgara sem vildu halda þennan dag
heilagan."
Offramboð eða ekkert framboð?
í sumar hafa engin risanöfh verið
boðuð til landsins, ef svo má að orði
komast. Sumir tónleikar ganga upp -
aðrir ekki. Er offramboð eða em þetta
bara skítléleg bönd sem verið er að
bjóða upp á? Markaðurinn dæmir.
Farþeginn
fékk5ár
Hæstiréttur hefur dæmt
Guðbjart J.Sigurðsson í
fimm ára fangelsi fyrir til-
raun til manndráps, auk
greiðslu skaðabóta upp á
tæplega 700.000 krónur.
Einn dómara skilaði séráliti
og vildi sýkna Guðbjart.
Guðbjartur er dæmdur fyrir
að veita leigubílstjóra stór-
hætmlegan áverka á hálsi
með eggvopni. Jón Steinar
Gunnlaugsson gagnrýnir
rannsókn málsins og telur
sök Guðbjarts ekki sann-
aða. „Við svo búið tel ég
sakargiftir á hend-
ur ákærða ósann
aðar og beri
því að sýkna
hannafkröfu
ákæruvalds j ,
og vísa skaða- Ksl/j
bótakröfu A
frá dómi," segir
Jón Steinar í áliti
sínu.
Guðjón Davíð Karlsson fékk hættulegan vírus
Mæli ekki með
einkirningssótt
„Ég er bara orðinn nokkuð frísk-
ur,“ segir Guðjón Davíð Karlsson -
Gói - leikari. Um síðustu helgi þurfti
að fresta sýningum á Fullkomnu
brúðkaupi og Litlu hryllingsbúð-
inni vegna veikinda leikarans unga
sem veiktist af einkirningssótt. „Eg
veit ekki hvort þetta er að ganga.
Ég þekki þetta voðalega lítið en ég
mæli ekki með þessari sótt," seg-
ir Gói en fólk sem fær þessa sótt
getur átt í veikindunum í mánuði
- jafnvel ár. „Mér þykir náttúru-
lega hroðalega leiðinlegt að þetta
hafi gerst. Ég hef aldrei lent í því
að það þurfi að fresta sýningu mín
vegna og vona að ég muni aldrei
lenda í þessu aftur," segir Gói. „Ég
fékk bara góða þjónustu á Land-
spítalanum. Ég,
fékk alls kon-
ar lyf til þess ^
að drepa vír-
usinn. Ég var
náttúrulega
svo ofboðs-
lega heppinn
að það eru til
læknar eins og
StefánEggerts-
son og Sigurður Júlíusson. Ég veit
ekkert hvar ég væri án þeirra," seg-
ir Gói þakklátur. Hann segir gam-
an að vera byrjaður aftur. „Það er
leiðinlegt að fá svona dagsfrí," segir
hann og hlær en slík frí hafa verið
afar fágæt síðustu mánuði hjá Góa
sem hefur sýnt nánast hvert kvöld.
Guðjón Davíð Karlsson Aflýsa þurfti
sýningum á Fullkomnu brúðkaupi og Litlu
hryllingsbúðinni vegna veikinda leikarans
unga.
„Það er ekki gaman að vakna með
þúsundir óánægðra manna á bak-
inu. En þetta er málið með leikhús-
ið, það er lifandi."
Ert þú með
einkirningssótt?
Einkenni einkirningssóttar:
- Hálsbólga með bólgnum hálskirtl-
um þöktum hvítri, þykkri skán.
- Bólgnir eitlar/eitlastækkanir.
- Dálitill hiti.
-Verkuríhálsi.
- Höfuðverkur.
- Ögleöi.
- Mikil þreyta og slappleiki.
- Vöðvaverkir.
- Svitaköst.
- Kviöverkir.
- Magaverkir/kviðverkir, vegna
stækkunará milta og lifur.
- Bólgnir og aumir eitlar í hálsi,
handarkrikum og í nárum.
- Lifrin getur bólgnað og blóðprufur
geta sýnt fram á truflun í starfsemi
hertnar. Fólk geturjafnvel fengið gulu.
- Útbrot geta komið fram en þau geta
einnig stafað afofnæmi fyrir
sýklalyfjum. Sjúklingum eru stundum
gefin sýklalyfþvl fyrstu einkenni
benda til þess að um bakterlusýkingu
séaðræða.
Heimild: heilsumidstod.is.