Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 5

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 5—6 — Marz 1972 68. órgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAM BAN D BÆNDA Útgófustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GÍSLI KR ISTJÁNSSON (óbyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK ÁskriftarverS kr. 350 órgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahollinni, Reykjavík — Sími 19200 PrentsmiSja Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 EFNI: Kvöldvaka Veiðimól Raforka í sveitum Viðbrögð iðnaðarins Aldur íslenzkra bœnda Vinnuþörf við mjólkurframleiðsluna Námskeið í smjörgerð Húsmœðraþáttur Molar KVÖLDVAKAN Lesarinn situr á rúmi sínu og heimilisfólkið hefur tekið til við kvöldvinnuna. Það er komin ný hók i lestrarfé- lagið og hún er eftirsótt, þessvegna verður að hafa hrað- an á, hún er lánuð til þriggja daga, þá á að skila henni aftur því að löng röð bíður eftir henni. Um sveitina hefur farið sú fregn, að hókin sé ekki síðri en sú, er siðast kom út eftir sama höfund og þessi er eiginlega framhald af hinni fyrri. En sú fyrri endaði þannig, að allir hafa heðið með eftirvœntingu eftir framhaldinu, hún var hœði skemmtileg og spennandi og þessi nýja er það sjálfsagt ekki síður. Kvöldvakan er hafin strax og útiverkum er lokið. Allir hafa keppst við að koma útiverkunum frá svo að ekki þurfi að híða eftir einum eða neinum.. Oq lesarinn hefur raustina svo að allir megi heyra, jafnvel þó að í baðstofunni séu í gangi hæði kambar oq rokkar, en þótt aðrir séu að prjóna skiptir það ekki máli, glamur þeirra segir ekki til sín svo að truflun valdi. Undanfarin kvöld voru það Noregskonungasögur, sem fólkið hlýddi á svo að nú er það ágæt tHbreyting að fá skáldsögu, þessa þá lika dæmalausu skáldsöqu, sem orð fer af um allt land, að fólkið híði með eftbvæntmqu og allir keppast um að láta skrá sig á lántökulista hjá lestrarfélaginu til þess að fá hana sem fyrst. Víst eru íslendinqasögurnar oq ævisöqurnar áqætar bókmenntir, fræðandi oq vekjandi. Ævisöaurnar seqja frá mönnum oq málefnum i fjarlæqum landshlutum, þar sem söguhetjan og hans fólk á heima oq rækir ævi- störfin, hver fyrir siq og í samstarii við náttúruna oq samborqarana. Fornsögurnar seqja frá fólki liðinna aUa, athöfnum og atorku, framterði þess oq framtaki. AFt þetta opnar sýn inn yfir ókunvar slóðir oa inn í diúv þess mannlífs, sem á hverjum tíma hefur ríkt og ráðið innanlands og utan. Og svo eru það rímurnar oq lióðin. Berqmál aldanna birtist þar, og i stuðlaföll hafa skáldin fellt söqur sínar og frásagnir allar svo að auðveldara er að muna marqt af því, sem þar getur, af þvi að rimið felhir svo vel i mót, rétt eins og hurðir falla í föls. Um leið og Ijóðlína er vakin er eins og dyr opnist og framhaldið er svo auð- velt að rekja í réttu samhengi, með orðum skáldsins svo að hvergi skeikar. F R E Y R 93

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.