Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 46

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 46
M°L^R Búnaðarþing hið 54. í röðinni, var sett í Bændahöllinni mánu- daginn þann 14. febrúar sl. Formaður Búnaðarfé- lags íslands og forseti Búnaðarþings, setti þingið og flutti ræðu um viðhorf í landbúnaði okkar. Þar talaði og háttvirtur landbúnaðarráðherra Halldór E. Sigurðsson um ýmis viðhorf í málefnum land- búnaðarins. Ennfremur flutti formaður Kvenfélaga- sambands íslands, frú Sigríður Thorlacius, ávarp í nafni Kvenfélagasambandsins. Bændaferð til Noregs og Danmerkur. Búnaðarfélag íslands mun gangast fyrir bændaferð til Noregs og Danmerkur í sumar. Brottför frá Keflavík 14. júní, komið heim 27. júní. Flogið verð- ur til Bergen. Fyrstu 4 daga verður ferðast um Hörðaland, síðan til Oslóar og gist þar tvær nætur. Farið með skipi frá Osló til Kaupmannahafnar, þaðan ekið suður á Fjón og gist tvær nætur í Óð- insvéum. Síðustu þrjár næturnar verður gist í Kaupmannahöfn. Bændur verða heimsóttir, vinnslustöðvar land- búnaðarafurða skoðaðar, komið verður á tilrauna- stöðvar og bændaskóla, farið verður á sögustaði. Þeir sem hafa áhuga fyrir að taka þátt í bænda- ferðinni, konur og karlar, hafið samband við Bún- aðarfélag íslands, sími 19200, sem fyrst. Á Hammerum búnaðarskóla í Danmörku er nýbúið að byggja fjós. Það er 74 metrar á lengd og 17,5 m breitt og á að rúma 180—190 skepnur, þar af helming ung- viði. í fjósinu er rúm fyrir um 100 kýr. Loftþétt votheyshlaða er við fjósið, að rúmmáli 600 m:* og áburðargeymsla fyrir fljótandi áburð af sömu stærð. Kraftfóðursíló er, sem rúmar 9 tonn. Allt er þannig um búið, að ætlazt er til þess, að einn maður skuli hirða og í öllu annazt gegningar í þessu fjósi. Fjósið er byggt í samráði við félagssamtök bænda í Ringköbingamti og gert ráð fyrir að það verði fyrirmynd af fjósum framtíðarinnar. Fjósið, með öllu tilheyrandi, kostar um 8 milljónir íslenzkra króna. Þess er getið, að í gamla fjósinu við skólan gat fjósamaðurinn hirt 50—60 kýr og ungviði, en hér er allur búnaður miklu fullkomnari en þar var. Eplaræktun heimsins fer stöðugt vaxandi, bæði í Evrópu og öðrum heimshlutum. Á imdanförnum 20 árum hef- ur eplaverzlun þrefaldast. Árið 1969 voru 2.400 milljónir kg á heimsmarkaði. Frakkland flutti út 470 miiljónir kg. Þýzkaland flutti inn 600 milljónir kg. Svíar fluttu inn 58 milljónir kg epla árið 1970 en annars rækta þeir talsvert af eplum sjálfir. Tómataframleiðsla í heiminum á árinu 1970 var meiri en nokkru sinni áður. USA framleiðir meira en nokkurt annað land. Nam framleiðsla þeirra það ár 5.380 milljón- um kg. Næst var framleiðsla ítala 3.620 millj. kg. S'ameinuðu Arabaþjóðirnar framleiddu 1.550 millj. kg og Spánverjar 1.400 millj. kg. RMGE R0VER er bíll, sem sameinar orku og þœgindi. Hann hefur eiginleika til aS komast um torfœrur jafnt og um almenna akvegi. Þess vegna hentar hann vel í sveitum. Farangursrými er 1,67 m5 og þar mó koma fyrir allstórum hlutum. ViS bílinn mó tengja aukavagn (kerru). Þar vantar ekki dráttarhœfnina, því aS framhjóla- drifiS er í stöðugu sambandi viS aftur- hjólin. HEKLA HF. Laugavegi 172-174 — Reykjavík — Sími 21240 134 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.