Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 14

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 14
Fiskvegur I Sveðjufossi í Langá. Ljósm.: Þór Guðjónsson. Jarðir í fyrrgreindum veiðifélögum í kjördæminu munu nú vera rúmlega 450. Er hlutdeild einstakra jarða í veiðinni afar misjöfn, eins og gefur að skilja, þar sem lengd landareigna að veiðivatni, uppeldis- skilyrði og hrygningarskilyrði fisks og veiðiaðstaða, bæði netja og stangarveiði, er afar breytileg um einstaka hluti og í heild. En til þessara atriða er m. a. tekið tillit við niðurjöfnun veiði eða arðs af henni. Hins vegar er atkvæðisréttur í veiðifélög- um jafn, þ. e. ábúandi hvers lögbýlis hefur eitt atkvæði og hið sama er um eiganda eyðijarðar. í Vesturlandskjördæmi eru nokkrar af beztu veiðijörðum landsins og því afbragðs- tekjur af veiðihlunnindum, hvort sem veitt er í net eða leigt út til stangarveiði. Það er í öllum tilvikum góð búbót fyrir jörð að njóta veiðihlunninda, er ætti að gefa jörðinni aukinn styrkleika, ef svo má að orði kveða, sem bújörð. Starfsemi veiðifélaga. Hlutverk veiðifélags er að annast stjórn veiðimála á félagssvæði sínu; ráðstafa veiði og stunda fiskrækt. Algengast er, að félögin ráðstafi veiðinni til stangarveiði og leigi svæðið út í einu lagi. Á sumum svæðum stunda veiðieigendur stangarveiði eða netjaveiði, hver fyrir sínu landi, og þess eru dæmi að aðilar skipti með sér stangar- veiði og ráðstafi sjálfir þeim stangarveiði- dögum, sem í hlut hvers koma. Starfsemi veiðifélaga hefur yfirleitt gengið vel, en þau hafa átt og eiga enn marga góða forystumenn. Elzta félagið í kjördæminu, veiðifélag um Laxá í Leirár- sveit, var stofnað árið 1934. Tveimur árum síðar var félagið við Laxá í Dölum stofnað 102 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.