Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 15

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 15
og sama ár mynda eigendur við Keykja- dalsá sín samtök. í Borgarfirði hefur fisk- ræktarfélagið Hvítá, stofnað árið 1937, ver- ið starfandi. Félagið hefur tekið til Hvítár og þveráa hennar. Það hefur staðið fyrir klakstarfsemi og er í eigu þess klakhús að Hvassafelli í Norðurárdal; annast stofn- fiskaöflun, séð um sleppingu seiða í árnar. Lengst af voru þetta kviðpokaseiði, en hin seinni ár gönguseiði af laxi. V eiðimannahús. Mörg veiðimannahús eru á svæðinu, en sum þeirra eru komin til ára sinna. Auknar kröfur eru nú gerðar í seinni tíð til veiði- húsa við vatnasvæði, sem leigð eru til stangarveiði fyrir gott verð. Sú aðstaða þarf að vera sem bezt. Geta má um tvö myndarleg veiðihús í kjördæminu, annað er við Laxá í Dölum og er í eigu Veiði- félags Laxdæla, en hitt er við Norðurá. Húsið við Norðurá er eign Stangarveiði- félags Reykjavíkur. í undirbúningi er m. a. bygging glæsilegs veiðimannahúss við Þverá, sem verður í eigu Veiðifélags Þver- ár. Fiskræktarframkvæmdir. Beitt hefur verið öllum þekktum aðferðum til fiskræktar, svo sem sleppingu seiða af ýmsum stærðum, fiskvegagerð, lagfæringu árfarvega og vatnsmiðlun. Að sjálfsögðu hafa seiðasleppingar verið algengasta ráð- VERÐMÆTI Fróðlegt er að gera sér grein fyrir því, hve verðmæti veiðarinnar í kjördæminu er mikið eða réttara sagt, gæti verið, ef með- ferð og nýting veiðinnar væri með ákveðn- um hætti, eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Er gengið út frá því að heildartala lax- og silungsveiði á svæðinu svari til 24 þús- und laxagilda, eins og ætla má. Af þeim er laxveiðin 20 þúsund laxar, en göngu- ið, eins og víðast hvar annars staðar. Að fiskvegagerð hefur verið unnið víða á svæðinu. Má í því sambandi minnast á nokkra fossa, sem fiskvegir hafa verið gerðir: Eyrarfoss í Laxá í Leirársveit, Lax- foss í Norðurá, Skuggafoss og Sveðjufoss í Langá, Kattarfoss í Hítará og foss í Fróðá, auk lagfæringa í ýmsum ám til að bæta gönguskilyrði fyrir fisk. Ævintýralegur árangur á Langársvæðinu. Arangursríkt fiskræktarstarf hefur verið unnið á vatnasvæði Langár og hið sama er að gerast á Hvítársvæðinu undanfarin ár. Vatnsmiðlunarstíflur hafa verið byggðar í útrennsli bæði Langavatns og Hítarvatns. Mestar hafa þessar framkvæmdir verið á vatnasvæði Langár, eins og sjá má af fyrr- greindri upptalningu, þó að gönguseiða- sleppingar á Hítará hafi síðustu ár verið þær mestu á svæðinu. Veiðin í Langá hef- ur aukizt ótrúlega mikið svo að ævintýri líkist. Til nánari fróðleiks má geta þess, að vatnsmiðlunarstíflan í ósi Langavatns kemur einnig Gljúfurá til góða. Gljúfurá er kvísl úr Langá, er greinist úr henni um það bil 4 km vegalengd frá vatninu, en Gljúfurá fellur í Norðurá, er síðar sam- einast Hvítá. Það var Vatnsmiðlunarfélag Langár og Gljúfurár, sem stóð fyrir stíflu- gerðinni, en aðrar framkvæmdir hafa ver- ið unnar innan vébanda Fiskræktarfélags Langár og Urriðaár. VEIÐINNAR silungsveiði er felld inni í þá tölu, og sil- ungsveiðin öll svari til 4 þúsund laxagilda. Eru þá 30 tonn af silungi umreiknað til laxaverðs, en ætlað er að verð á silungi sé um 50 af hundraði lægra en laxverðið. Netjaveiði. Fyrst er rétt að reikna þessi laxagildi á svokölluðu netjaverði, þ. e. eins og fást myndi fyrir fiskmagnið, ef það væri allt F R E Y R 103

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.