Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 36

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 36
þá ekki þraukar heima á búi til enda, og synir og dætur hafa að heiman horfið án þess að taka við búum. í tímaritum sér maður frá því sagt, að hér og þar í sveitum sé aldur búenda yfir 50 ára að meðaltali og þykir mikið. Spurningin hefur verið til umræðu, einn- ig hér, og við könnun á vissum takmörk- uðum svæðum hefur það sýnt sig, að einn- ig hefur svo reynzt á okkar landi. Hve gamlir eru íslenzku bændurnir? Fyrir ýmissa hluta sakir er það eðlilegt, að könnun fari fram við og við til þess að fá úr því skorið hver er aldur íslenzkra bænda. Þetta er hægt að skoða í hverri sveit eða á annan hátt, svæðabundið, og einnig fyrir allt landið. Það er vitað, að bændastéttin hefur skil- að öðrum stéttum, bæði eldri og nýrri, ungu starfshæfu fólki í stórum stíl og þannig annast uppeldi stórhópa þeirra karla og kvenna, sem þyrpst hafa til þorpa og bæja. Þetta hefur gerzt á líkan hátt og við landnám Ameríku, með starfskröftum á bezta skeiði, er horfið hafa úr sveit, sem kostaði uppeldi þeirra, en kröftunum var varið til nýs landnáms á nýjum stað. Svona eru bæir okkar og höfuðborg að verulegu leyti mynduð. Þetta hefur mest gerzt á síðustu 30 árum, eða á ferli einnar kyn- slóðar. í sveitinni hafa setið eftir þeir, sem ein- hverra hluta vegna gátu ekki horfið þaðan, vildu ekki fara, fundu hvöt hjá sér til þess að stunda bústörf sem ævihlutverk eða tilviljunarkenndar forsendur hafa ráð- ið ævistarfi. Á fyrstu árum brottvikningar unga fólksins úr sveit og frá búskap var svo tjáð, að það færi að heiman til að safna fjármunum til þess að geta hafið búskap. Hvað sem ráðið hefur viðhorfinu hefur hitt langoftast orðið árangurinn, að unga fólkið kom alls ekki í sveitina aftur, hvorki með fjármuni til að kaupa jörð og bústofn eða án þeirra. Með vaxandi dreifbýli, þegar jarðir féllu úr byggð, hafa ný viðhorf myndast, sem valda vanda og letja fremur en hvetja til búsetu í sveit, en það er önnur saga, sem ekki skal rakin hér. Því er eðlilegt að halda sig við stað- reyndina: Hve gamlir eru bændur virki- lega? Með því að nota upplýsingar forða- gæzlumanna í sveitunum um þau efni er unnt að komast að niðurstöðum svo langt sem tölur þar tala. Aðstoðarmaður minn í daglegum hlut- verkum: Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum, hefur yfirfarið dálkana, sem greina frá staðreyndum um þessi efni á árinu 1970. Tafla sú, er hérmeð fylgir segir sína sögu um þessi efni. Skal nú vikið nánar að atriðum, sem .hún greinir frá. Tölurnar tala. í landinu eru nú um 220 hreppa- og bæjafélög. í bæjafélögunum eru örfáir bændur, enda má sjá það á dálki þeim, er segir frá tölu bænda, er um aldur greina, að þeir eru 4.063, eða yfirgnæfandi meiri hluti íslenzkra bænda. Hreppar þeir, sem bændurnir búa í, eru að vísu taldir aðeins 162, en þá eru það í fyrstu röð bæjafélög og þorpin, sem orðið hafa utanveltu í þess- ari könnun og að sjálfsögðu nokkur sveita- félög, sem aldur bænda hefur ekki verið tjáður á skýrslunum, einhverra hluta vegna. Sé litið á yfirskriftir yfir dálkum þeim, er segja frá aldrinum, er flokkunin látin ná yfir 5 ára aldursstig. í einum flokki eru allir þeir, sem fæddir voru fyrir aldamót, og hafa því verið sjötugir og eldri taln- ingarárið. Sýna niðurstöðurnar, að þessi hópur telur 375 manns eða 9,23% af töldum bændum landsins það ár. Þetta segir okkur að meira en 9 af hverju hundraði bænda séu meira en sjötugir að aldri. í þessu sam- bandi er hægt að upplýsa, að sá elzti var 91 árs. Hann hirti sjálfur sauðfé sitt á vetr- um og gekk til allra bústarfa eftir megni, en það má nærri geta, að hann — og yfir- leitt öldungar milli 80—90 ára — hefur 124 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.