Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 29

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 29
D. Hver eru verðhlutföll milli seldra ullar- flokka? E. Hve mikill hluti einstakra gæðaflokka þveginnar ullar frá þvottastöðinni er seld- ur innanlands og hve mikill hluti hennar fluttur út? F. Hverjir eru helztu gallar á ullinni, þegar hún kemur í þvottastöð, annars vegar eðl- isgallar og hins vegar meðferðargallar? G. Hve mikilli aukningu nœmi það í söluverð- mæti þveginnar ullar, ef helmingur lakasta ullarflokks breyttist í bezta ullarflokk á nœstu 5 árum? H. Ef gert yrði átak til að bæta ullarfram- leiðsluna með sauðfjárkynbótum, bættri meðferð og strangari flokkun við móttöku frá bændum, hversu mikinn verðmun telur ullarþvottastöðin þá rétt að greiða til bænda fyrir eftirsóttustu ullarflókka um- fram meðalverð (eða umfram lökustu flokka)? SPURNINGALISTI TIL ULLARVERKSMIÐJA A. Hversu mikið magn af þveginni, íslenzkri ull notar verksmiðjan árlega og hvernig skiptist þetta ullarmagn á gæðaflokka? B. Hverjir eru helztu gallar einstakra ullar- flokka frá sjónarmiði verksmiðjunnar? C. Hvers virði væri það verksmiðjunni, að helmingur lakasta ullarflokks, sem verk- smiðjan notar, breyttist í bezta ullarflokk á næstu 5 árum? D. Hvert er árlegt framleiðslumagn verk- smiðjunnar af eftirtöldum vörutegundum úr íslenzkri ull: 1. Lopi. 2. Band. 3.0fnir dúkar. 4. Prjónles. 5. Annað. E. Hvaða ullarflokkar eru einkum notaðir í hvern ofangreindra vöruflokka? F. Hvaða vöruflokkar eru eftirsóknarverðust framleiðsla frá sjónarmiði verksmiðjunnar og með hliðsjón af markaðsþróun? G. Ef gert yrði átak til að bœta ullargœðin í landinu, bæði með sauðfjárkynbótum, bættri meðferð á ull og strangari flokkun við móttöku frá bændum, hversu mikinn verðmun telur verksmiðjan þá rétt að greiða til bœnda fyrir eftirsóttustu ullar- flokka umfram meðalverð (eða umfram lökustu flokka)? SPURNINGALISTI TIL SÚTUNARVERKSMIÐJA A. Hver er heildarfjöldi lambsgæra sem ár- lega er unninn hjá verksmiðjunni? B. Hvernig er hlutfallsskipting gæranna á eftirfarandi liti: 1. Alhvítt, hvergi gult hár. 2. Aðeins gult á skæklum. 3. Lítið gult á belg. 4. Mikið gult á belg. 5. Grátt og grábotnótt. 6. Svartgolsótt og svartbotnótt. 7. Svart. 8. Mórautt. 9. Grámórautt. F R E Y R 117

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.