Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 38
Einstakar sýslur.
Sé litið á skiptingu bænda eftir aldri í
einstökum sýslum má lesa hana af töflunni.
Bændur eru orðnir mjög fáir í Gullbringu
og Kjósarsýslum og er meðalaldur þeirra
aðeins hærri en á landinu í heild. Af aft-
asta dálki töflunnar má sjá mismuninn í
sýslunum. Lægstur meðalaldur er í Skaga-
firði, 47,58 ár, næst kemur A.-Húnavatns-
sýsla, þá N.-Múlasýsla, N.-Þingeyjarsýsla,
A.-Skaftafellssýsla, Barðastrandarsýsla og
Eyjafjarðarsýsla, en í þessum sýslum öll-
um er meðalaldurinn undir fimmtíu árum.
í öðrum sýslum eru bændur að meðal-
tali 50 ára og eldri og elztir í Y.-Skafta-
fellssýslu 54,19 ára. Meðalaldurinn sveiflast
því á milli 47,58—54,19 ára eftir sýslum,
en að sjálfsögðu er bændatala hverrar
sýslu misjöfn og svo er ekki talið í öllum
hreppum allra sýslna. Eins og fyrr er sagt
ná tölur töflunnar aðeins til 162 hreppa,
en þó til meginþorra bændanna. Allar
meðaltölur eru vegnar en innan hvers ald-
ursflokks, sem telur 5 fæðingarár, eru árs-
sveiflur ekki taldar né metnar, enda má
gera ráð fyrir, að nákvæmara mat ein-
stakra liða hefði sýnt sömu útkomu í svo
stórum hópi, sem hér um ræðir. Mun því
óhætt að gera ráð fyrir, að tölfræðilegt
mat sé tiltölulega öruggt þegar byggt er
á þeim forsendum, sem hér eru til grund-
vallar lagðar.
Um ástæðurnar til mismunar eftir hér-
uðum skal ekki rætt hér, þær geta verið
ýmsar og breytilegar. Er það tilviljun, að
í Skagafirði eru 42 bændur yngri en 30
ára, af 328 bændum samtals? Þar eru
12,8% allra bænda yngri en þrítugir. í ísa-
fjarðarsýslum og Strandasýslu eru aðeins
5 undir þrítugsaldri en það er 1,9%. Ein-
hverjar líklegar forsendur liggja hér til
grundvallar, en hverjar? Það getur verið
efni til hugleiðinga.
í Vestur-Húnavatnssýslu eru 38 bændur
af 129 eldri en 65 ára, það eru rétt 30%
og þar eru 15% eldri en sjötugir.
í öldungadeild, þ. e. eldri en sjötugir, eru
einnig margir í Mýrasýslu, eða 24 af 158
bændum, eða um 15%. Annars sýna töl-
urnar, að ekki er óvenjulegt, að enn standa
fyrir búum, í hinum ýmsu sýslum, sjötugir
bændur og eldri, sem nemur um 10% allra
bænda sömu héraða.
Með hækkandi meðalaldri manna má
segja, að ekki er óeðlilegt þótt aldurshá-
mark búenda færist upp á við, en það segir
sig sjálft, að ekki eru ástæður góðar við
einyrkjabúskap, eins og víðast er um að
ræða, þegar heilir hópar í hverri sveit og
hverju héraði hafa náð þeim aldri, sem
aðrar stéttir telja ekki meðal vinnufærra
manna, og eru þar með komnir á eftirlaun
og ellilaun. Má vera, að ýmsir umræddra
gamalla búenda séu framvegis í eigin hús-
um, heima á jörðunum þótt búrekstur sé
næsta takmarkaður og aðeins við öldunga
hæfi, og lítil ellilaun þyki góð viðbót til
einfalds framfæris í eigin húsakosti. Skal
samanburður á einstökum sýslum ekki
rakinn frekar hér, hver og einn getur
reiknað hjá sér eftir dálkum töflunnar.
Það er verðugt verkefni til athugunar fyrir
aðilja í hverri sveit eða héraði.
❖ * *
Hvað má álykta?
Sitthvað fleira en hér er rakið má þó hug-
leiða út frá þessum tölum. Af tímalengd
þeirri, sem hver bóndi stundar búskap, má
t. d. álykta hve ör eru ættliðaskipti innan
stéttarinnar. Af þeim tölum má svo gera
sér í hugarlund hve margir ættu að stunda
nám til undirbúnings þess að gerast bænd-
ur, og út frá því mætti svo reikna hvort
núverandi búnaðarskólar hafa nægilegt
rými fyrir verðandi bændur miðað við þá
tímalengd, sem þeim er ætlað að sitja á
skólabekkjum.
Af framangreindum tölum má álykta, að
varla er búseta bónda skemmri að meðal-
tali en 35 ár og sennilega nær 40. Og séu
bændur um 5.000 væri ekki óeðlilegt að 120
útskrifuðust úr búnaðarskóla árlega og að
126
F R E Y R