Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 13

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 13
auðvitað Hvítá í Borgarfirði, en vatnasvið hennar er 3550 km2, og er hún sjötta í röð þeirra vatnakerfa, sem mest vatnasvið hafa hér á landi. Af þessum 3550 km2 er jökull 365 km2 eða rúmlega 10% af öllu vatna- sviði Hvítár. Gróskumikið tré. Líkja má vatnakerfi Hvítár við tré, stofn- inn er Hvítá sjálf með gjöfula veiði bæði í net og á stöng, sem breiðir sína sjö blóm- legu greinar til allra átta. Ein er Norðurá, mesta veiöiá landsins og því drottning ís- lenzku bergvatnsánna. Önnur er Þverá, ein lengsta veiðiá landsins, þar sem sumir veiðimenn fara til veiða á héstum! í Þverá gengur laxinn hæst hérlendis yfir sjó eða upp á Tvídægru, sem er í 400 metra hæð yfir sjó. Og ekki má gleyma Grímsárgrein- inni, hinni kunnu laxveiðiá, en þar hefur stangarveiði verið stunduð samfellt einna lengst hér á landi eða í rúmlega öld. Það voru Englendingar, sem hófu þar veiði með stöng um 1860, og leigðu hluta af ánni í marga áratugi og þannig var ástatt um fleiri ár í Borgarfirði. Það er þess vegna ekkert nýtt fyrirbæri að erlendir veiði- menn taki á leigu veiði hér á landi, þó að algengast sé nú að þeir kaupi aðeins nokk- ra daga í senn af leigutökum ánna. Fleiri góðar laxveiðiár. Auk fyrrnefndra vatnsfalla í hópi betri laxveiðiánna í landinu, eru í kjördæminu fleiri slíkar ár: Laxá í Leirársveit, Langá á Mýrum, Hítará, Haffjarðará, Straum- fjarðará, Haukadalsá, Laxá í Dölum og Fá- skrúð. Er Langá reyndar í sérflokki, ein bezta á landsins, eins og síðar verður vikið nánar að. Næst á eftir fyrrgreindum ám, má nefna þessar: Botnsá í Hvalfirði, Anda- kílsá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Gljúfurá, Kjarlaksstaðaá á Fellsströnd, Hvolsá og Staðarhólsá í Saurbæjarhreppi, og að síð- ustu skulu taldar fram: Gufá, Álftá, Stað- ará, Vatnsholtsá, Hólmkelsá, Fróðá, St. Langadalsá og Setbergsá, Bakkaá, Laxá á Skógarströnd, Hörðudalsá, Miðá, Laxá í Hvammssveit, Hvammsá og Krossá á Skarðströnd. Stöðuvötnin. Af stöðuvötnum ber fyrst að telja Skorra- dalsvatn, sem er þeirra stærst á svæðinu, 14,7 km2 að flatarmáli. Skorradalsvatn er níunda stærsta stöðuvatn landsins. Þá koma næst í röð eftir stærð: Reyðarvatn, Hítarvatn, Langavatn í Langavatnsdal, Hlíðarvatn í Hnappadal, Úlfsvatn á Arnar- vatnsheiði og Hvalvatn, en öll eru þessi vötn yfir 3.4 km2 að flatarmáli. Og að síð- ustu skulu nefnd þessi vötn: Hólmavatn í Hvítársíðu, Oddastaðavatn og Hrauns- fjarðarvatn á Snæfellsnesi og Haukadals- vatn í Dölum, sem eru öll stærri en 2.4 km2 að flatarmáli. Ösasvæði og lón. Ekki er úr vegi að minna á ósasvæði og lón, er liggja við sjó, sem eru mörg á svæð- inu. Þar kunna að felast verulegir mögu- leikar til aukinnar arðsemi af fiski í fram- tíðinni. Lón þessi og ósasvæði eru aðallega á Snæfellsnesi og hefur, eins og fyrr segir, þegar verið gert skemmtilegt átak til fisk- halds í einu lóninu, Lárósi, og ráðagerðir eru uppi að koma slíku í framkvæmd á nokkrum stöðum öðrum á Snæfellsnesi og í Blautós skammt frá Akranesi. Hefur fiskifræðingur Veiðimálastofnunar kannað þau mál lauslega, vegna beiðni aðilanna, en öll eru mál þessi í deiglu. Veiðifélögin. Af þeim 95 veiðifélögum hér á landi, er tæplega þriðjungur í Vesturlandskjördæmi eða 28 félög. Má ætla að veiðifélögin geti orið 40—50 talsins í kjördæminu, þegar búið verður að stofna félög við öll vötn, sem einhver slægur er í, og fleiri en tvær jarðir eiga hlut í, eða um stöðuvatnaklasa, sem sömu aðilar eiga, eins og t. d. vötn á afrétti. F R E Y R 101

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.