Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 32

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 32
hluti gráu ullarinnar er ekki með réttum gráum lit. III. fl. getur verið góð ull, ef hún væri ekki of gul og flókin og menguð af mori.“ C. Hvers virði væri breyting á helmingi lak- asta jlokks í bezta flokk? Verksmiðja a: „Það má segja, að fyrir utan I. flokk, eru hinir flokkarnir svipaðir. II. flokkur af hvítu ullinni er aðeins betri en III. flokkur, en aðalmunurinn á þessum flokkum er að III. fl. er togmeiri og ætlaður til annarra nota en II. fl. Vegna þess arna er ekki hægt að tala um lakasta flokk, sem verk- smiðjan notar. Lélegustu ullina sem til fellur notar verksmiðjan ekki.“ Verksmiðja b: „Það vantar mjög mikið af ull í bezta flokk, þannig að um verulega verðmætisaukningu yrði að ræða.“ D. Árlegt framleiðslumagn: Lopi Hespulopi Prjónaband Gólfteppaband Vefnaðarband Dúkar ca Sokkar Ýmislegt Tonn % 87 10 121 13 206 23 182 20 111 12 169 230 þús. metra 18 1 0 36 4 ca 913 100 E. Hvaða ullarflokkar eru notaðir i hverja vörutegund? Tegund vöru: Ullarflokkar Lopi I., II., S, G, M Hespulopi I., II., S, G, M Prjónaband I., II. Vefnaðarband Allir flokkar Gólfteppaband III. Dúkar Allir flokkar Sokkaband III. Ýmislegt III. og affall. F. Hvaða vöruflokkar eru eftirsóttastir? Verksmiðja a: „Prjónles og ofnir dúkar, þ. e. værðarvoðir, áklæði og tweed eða sportfataefni.“ Verksmiðja b: „Verðmestu vörurnar og þær sem hafa beztu sölumöguleikana er þær vörur, sem framleiddar eru úr beztu gæðaflokkunum.“ G. Hvers virði vœri átak til að bæta ullina? Verksmiðja a: „íslenzka ullin er núna ca. 30% hærri í verði en heimsmarkaðsverð er á ull og það gefur að skilja að svo getur ekki verið til frambúðar, þar sem verksmiðjur, sem vinna úr þessari ull, verða ekki samkeppn- isfærar og þola ekki þennan mismun til lengdar. Ef hægt er að fá bændur til þess að rækta upp ullina og hirða betur um hana, ætti að vera hægt að auka ullar- magnið um allt að 50% og lélegustu flokk- arnir, sem verksmiðjan notar ekki, en eru fluttir úr landi fyrir sáralítið verð, verði góð ull, fá bændur miklu meira í sinn hlut. Að þessu þarf að vinna af öllum kröftum og má þá gjarnan hafa til hliðsjónar sam- tök ullarframleiðenda á suðurhveli jarðar, sem hafa unnið mikið verk fyrir sína með- limi.“ Verksmiðja b: „Færi svo að ullargæðin batni verulega er það að sjálfsögðu mjög mikið atriði fyrir 120 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.