Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 21

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 21
MAGNÚS SIGSTEINSSON: RAFMAGN í SVEITUM Nokkrar leiðbeiningar til bœnda á orku- veitusvœðum Rafveitna ríkisins um kaup og notkun raforkunnar. Notkun raforku í sveitum hefur farið ört vaxandi á síðustu árum. Auk raforku til venjulegra heimilisnota þarf bóndinn í æ vaxandi mæli raforku til búrekstrarins, t. d. til þess að knýja mjaltavél, kæla mjólk- ina og hita vatn til þvotta, við loftræsti- viftur, færibönd, til lýsingar í gripahús- um og fyrir margs konar rafmagnshand- verkfæri. Hann þarf einnig raforku til þess að súgþurrka heyið, og margir bændur eru farnir að hita íbúðarhúsin að einhverju eða öllu leyti með raforku. Langflest sveitabýli fá nú raforku frá orkuveitum Rafmagnsveitna ríkisins. Nokkur býli í nágrenni þéttbýlis fá raf- orku frá bæjarafveitum, sem hafa sínar eigin gjaldskrár, og enn eru til á landinu nokkuð mörg býli, sem ekki hafa fengið raforku frá samveitum, heldur hafa dýrar heimilisrafstöðvar. — Smásölugjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins er í nokkuð mörg- um liðum, og bændum er því oft ekki fylli- lega ljóst, hvernig hagkvæmast er fyrir þá að haga sínum raforkukaupum og notkun raforkunnar. Auðvitað vilja allir fá rafork- una á sem hagstæðustu verði eins og aðrar „neyzluvörur.“ í eftirfarandi grein verður reynt að benda á nokkur atriði, sem verið geta bændum á orkuveitusvæðum Rafmagns- veitna ríkisins til leiðbeiningar í þessum málum. Tekin verða dæmi um notkun á þeim töxtum í gjaldskránni, sem helzt koma til greina við sveitastörf. Allir út- reikningar eru miðaðir við gjaldskrá frá 1. nóvember 1970. Heimilishald, búrekstur og súgþurrkun. Taxti 21 er ætlaður til almennra heimilis- þarfa og búrekstrar. Samkvæmt þessum taxta er greitt orkugjald, kr. 2,85 fyrir hverja notaða kílówattstund (hér eftir skammstafað kWst. Ein kWst er sú orka, sem rafaflið 1 kílówatt — kW — lætur í té á einni klukkustund). Auk þess eru greidd nokkur fastagjöld eftir stærð íbúð- arhúss og útihúsa (F 3) og leiga fyrir einn mæli (F 1). Dæmi um notkun þessa taxta: Gerum ráð fyrir 6500 kWst. árseyðslu við heimilis- hald og búrekstur annan en súgþurrkun á heyi: Orkugjald 6500 kWst. á kr. 2,85 .. kr. 18.525,00 Fastagjald (ca. 8 gjaldeiningar) . kr. 2.880,00 Mælisleiga ....................... kr. 912 00 Samtals kr. 21.317,00 Hver kWst. kostar þá kr. 3,43. um færzt í vöxt. F R E Y R 109

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.